Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Óverðtryggð ríkisskuldabréf, en
langflest skuldabréf íslenska ríkis-
ins eru óverðtryggð, hafa fallið um-
talsvert í verði frá áramótum og
hefur stærstur hluti lækkunarinnar
orðið í febrúarmánuði.
Frá áramótum hefur óverð-
tryggði hluti GAMMA skuldabréfa-
vísitölunnar lækkað um 2,65 pró-
sent og lækkunin frá febrúarbyrjun
nemur 1,96 prósentum.
Hins vegar hefur verðtryggði
hluti vísitölunnar hækkað um 1,19
prósent frá áramótum og um 0,6
prósent frá febrúarbyrjun. Hafa
flokkarnir tveir því fjarlægst tölu-
vert á þessum tíma.
Nokkrar skýringar eru á þessari
þróun, að sögn Gísla Haukssonar,
framkvæmdastjóra GAM Manage-
ment. Í fyrsta lagi segir hann að
eðlileg verðleiðrétting sé í gangi, að
hluta til að minnsta kosti. „Þegar
ákveðið var að taka útvarpsgjald út
úr neysluverðsvísitölunni hafði það
áhrif á vísitöluna og þar með á það
hvernig verðbólga er reiknuð. Á
skuldabréfamarkaði brugðust
menn við með því að kaupa óverð-
tryggð bréf, en verð hækkaði tölu-
vert umfram það sem þessi breyt-
ing gat réttlætt. Þess vegna er
ekkert undarlegt við það að verðið
lækki á ný.“
Þá segir Gísli að búist sé við tölu-
verðri verðbólgu næstu þrjá mán-
uði, eða um tveggja prósenta
hækkun á almennu verðlagi á tíma-
bilinu, og við slíkar aðstæður verði
verðtryggðar eignir eftirsóttari.
Gjaldeyrishöft og verðbólga
„Þá má ekki gleyma því að von er
á skýrslu Seðlabankans um gjald-
eyrishöft og vonast menn til að í
henni sé eitthvað að finna um slök-
un á höftunum. Erlendir krónu-
eigendur eru nánast eingöngu í
óverðtryggðum ríkisbréfum og ef
þeir munu geta losað hluta af sínu
fé og flutt út mun það hafa áhrif á
verð á bréfunum.“ Segir hann að
innlendir fjárfestar séu að búa sig
undir þessa hugsanlegu breytingu
með því að losa sig við óverðtryggð
bréf áður en að þessu kemur.
„Fari svo að liðkað verði um fjár-
magnsflutning út úr landinu getur
það haft áhrif til veikingar á gengi
krónunnar, sem aftur mun geta
leitt til meiri verðbólgu. Við slíkar
aðstæður verða verðtryggðar eign-
ir verðmætari,“ segir Gísli.
Ávöxtunarkrafa á ríkisskulda-
bréf á gjalddaga árið 2019 hefur í
febrúar hækkað úr 5,8 prósentum í
6,38 prósent.
Óverðtryggð ríkisskuldabréf
hafa lækkað töluvert í verði
Verðleiðrétting, yfirvofandi verðbólguskot og vangaveltur um gjaldeyrishöft
Morgunblaðið/Ernir
Gjaldeyrishöft Fjárfestar bíða nú eftir skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál og gera margir þeirra sér
vonir um að í henni felist leiðarvísir um afléttingu hafta, eða að minnsta kosti að þeim verði létt að hluta til.
Skuldabréf
» Skuldabréf útgefin af ís-
lenska ríkinu eru almennt
óverðtryggð, að einum skulda-
bréfaflokki undanskildum.
» Óverðtryggð bréf eru lang-
flest gefin út af Íbúðalánasjóði.
» Þegar verð lækkar á skulda-
bréfi hækkar ávöxtunarkrafan,
þ.e. að fjárfestar vilja fá meira
fyrir fé sitt.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Aukin alþjóðleg samkeppni á flugleið-
um milli Norður-Ameríku og Evrópu
mun höggva skarð í tekjur Icelandair
á þessu ári. Þetta segir Björgólfur Jó-
hannsson, forstjóri samstæðu Ice-
landair Group, í samtali við Morgun-
blaðið. Björgólfur ýjaði að því að
þessarar þróunar væri að vænta í
kauphallartilkynningu vegna ársupp-
gjörs félagsins, sem birt var fyrir
skömmu. „Framboð á flugleiðum yfir
Atlantshafið minnkaði almennt í kjöl-
far þess að fjármálakreppan gerði
vart við sig af alvöru. Við bættum
hins vegar í á þessu tímabili, tókum
inn leiðina til Seattle 2009 og erum að
bæta Washington við núna. Ágæti
þeirrar ákvörðunar að draga ekki úr
okkar framboði á þessum flugleiðum
skilaði sér í uppgjöri síðasta árs,“ seg-
ir hann.
Framboð eykst á ný
Björgólfur segir að framboðið á
flugleiðum yfir Atlantshafið sé nú aft-
ur að aukast. Það muni skila sér í
lægra verði. „Núna eru þegar margir
sem fljúga yfir Atlantshafið. Til við-
bótar við það mun samkeppni í flugi
til Íslands aukast yfir sumartímann.
Við reiknum því ekki með öðru en að
meðalfargjaldið lækki af þeim sök-
um.“ Áður hefur komið fram í fréttum
að alls 13 flugfélög muni bjóða upp á
áætlunarflug til Íslands í sumar.
Þetta er náttúrlega algert met og
mun að sjálfsögðu hafa einhver áhrif
á okkar rekstur,“ segir Björgólfur.
Inntur eftir því hvort Íslendingar geti
nú horft fram á lægri flugfargjöld,
segir Björgólfur erfitt að fullyrða um
það.
Icelandair Group birti í síðustu
viku uppgjör fyrir árið 2010. Hagn-
aður félagsins fyrir fjármagnsliði,
skatta og afskriftir var sá mesti í sögu
félagsins, eða 12,6 milljarðar. Afkom-
an var vel yfir áætlunum, sem höfðu
þó nokkrum sinnum verið uppfærðar
til hins hærra á síðasta ári.
Meiri samkeppni yfir Atlantshafinu
Áætlunarferðum yfir hafið fækkaði í
kjölfar fjármálakrísu Fjölgar nú á ný
Morgunblaðið/Golli
Icelandair Björgólfur Jóhannsson,
forstjóri Icelandair Group.
Portúgölsk stjórnvöld ítrekuðu í gær
að þau hefðu enga þörf fyrir neyðarl-
ánveitingu frá Evrópusambandinu og
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Á sama
tíma lýsti einn af leiðtogum stjórnar-
andstöðunnar yfir að ekki yrði komist
hjá því að leita eftir erlendri aðstoð.
Undanfarnar viku hefur áhættuá-
lagið á portúgölsk ríkisskuldabréf
haldist yfir 7% en það er samdóma
mat sérfræðinga að skuldir ríkissjóðs
fái ekki staðist til lengdar ef fjár-
mögnunarkjörin skána ekki í bráð.
Fátt bendir til að það muni gerast á
næstunni. Við þetta bætist að horf-
urnar í portúgalska raunhagkerfinu
eru dökkar um þessar mundir. Að
sögn breska blaðsins Financial Times
hafa nýleg ummæli Carlos Costa,
seðlabankastjóra landsins, þess efnis
að hagkerfið stefni á ný í samdrátt-
arskeið, aukið áhyggjur manna af
stöðu mála enn frekar.
Spennan á evrópskum fjármála-
mörkuðum einskorðast ekki við
Portúgal. Samkvæmt tölum frá Evr-
ópska seðlabankanum rauk eftir-
spurn fjármálastofnana eftir neyðarl-
ánum upp úr öllu valdi á miðvikudag.
Seðlabankinn gaf ekki neinar skýr-
ingar á þessu, en eins og bent er á í
The Wall Street Journal bendir slíkt
til þess að einn eða fleiri bankar
standi frammi fyrir alvarlegri lausa-
fjárþurrð.
Sem stendur fara meira en 60% af
öllum veðlánaviðskiptum Evrópska
seðlabankans til banka í Grikklandi,
Portúgal, Írlandi og á Spáni, þó svo að
viðkomandi hagkerfi standi aðeins
undir 20% af landsframleiðslu evru-
svæðisins. ornarnar@mbl.is
Spjót fjármálamarkaða
beinast að Portúgal á ný
Stjórnarandstöðuleiðtogi segir þörf á neyðarlánveitingu
Reuters
Kauphöllin í Frankfurt Spenna ríkir enn á evrópskum fjármálamörkuðum.
● Frumtak hefur fjárfest fyrir 81 milljón
í nýsköpunarfyrirtækinu Völku, sem
sérhæfir sig í þróun tæknilausna fyrir
sjávarútveginn. Í tilkynningu sem send
var út vegna málsins segir að Valka hafi
vakið mikla athygli fyrir lausnir fyrir
sjálfvirkan skurð og flokkun fisks. Þar
að auki hefur fyrirtækið þróað hug-
búnað til að halda utan um fram-
leiðsluferli og pantanakerfi. Valka var
stofnuð árið 2003 af Helga Hjálm-
arssyni og hefur selt sínar afurðir inn-
anlands sem utan, meðal annars til
Noregs, Kanada og Færeyja. Hefur fé-
lagið þegar sótt um og eignast nokkur
einkaleyfi.
Frumtak, samlagssjóður í eigu Ný-
sköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex
stærstu lífeyrissjóða landsins auk
þriggja banka. Sjóðurinn fjárfestir í ný-
sköpunarfyrirtækjum. thg@mbl.is
Frumtak fjárfestir í
Völku fyrir 81 milljón
● Hópur
spænskra spari-
sjóða, með Caja
Madrid í broddi
fylkingar, mun lík-
lega setja upp
„slæman banka“
til að taka við lé-
legum eignum og
auðvelda skrán-
ingu hópsins á hlutabréfamarkað.
Fimm stórir sparisjóðir stefna að sam-
einingu og skráningu á hlutabréfa-
markað og er stofnun lélega bankans
liður í að gera hlutabréfin álitlegri fjár-
festingarkost.
Fleiri spænskir sparisjóðir ætla að
fara þessa sömu leið, en þrjár vikur
eru síðan La Caixa, stór sparisjóður í
Barcelona, sagðist ætla að setja á
stofn slæman banka í sama tilgangi.
Stofna lélegan banka
● Arion banki vill koma því á framfæri
að enginn stjórnarmanna bankans eða
varamanna í stjórn hafi fallið á prófi Fjár-
málaeftirlitsins, sem snýr að hæfi og
hæfni til stjórnarsetu í íslenskum fjár-
málafyrirtækjum. Morgunblaðið greindi
frá því á fimmtudaginn að 26 af 35
stjórnarmönnum og varamönnum í
stjórn íslenskra banka, sem þreytt höfðu
próf Fjármálaeftirlitsins, hefðu staðist.
Einhverjir þreyttu prófið aftur með betri
árangri, en sumir þeirra sem ekki stóð-
ust gerðu ekki aðra tilraun til þess.
Enginn féll á prófinu
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-+.
+/0-/.
++/-/,
.+-.0/
.1-233
+/-.12
+.4-1.
+-212
+/.-23
+5/-,0
++,-2
+01-./
++0-..
.+-43
.1-5.3
+/-.5,
+.4-43
+-21/+
+/4
+50-.4
.+5-0/4+
++,-3/
+01-,2
++0-5,
.+-2..
.1-5/3
+/-4+
+.4-,
+-2+..
+/4-52
+50-3,