Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.2011, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 Í október síðast- liðnum skrifaði ég ykkur ráðherrum og þingmönnum upp- sagnarbréf sem skatt- borgari þessa lands en þið hafið þrjóskast við og eruð enn að störfum. Hvernig stendur á því? Á með- an skattar og önnur gjöld eru lögð á fólkið endalaust og niðurskurðarhnífnum beitt ótæpilega hækka launin ekki neitt, heldur dragast bara saman. Mér finnst orðið skuggalegt hvað landið líkist æ meir Kambódíu á tímum Rauðu kmeranna. Rauðu khmerarnir voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots. Markmið þeirra var að koma á kommúnísku bændasamfélagi en hafði þær skelfilegu afleiðingar að fjórð- ungur íbúa Kambódíu dó úr harð- ræði, hungri og vosbúð eða var tekinn af lífi. Pol Pot lýsti því yfir þegar hann hafði tekið völdin að nú væri árið 0 runnið upp og að hreinsa ætti samfélagið af allri óværu. Þeim sem þóttu óæskilegir í hinu nýja samfélagi var útrýmt. Í hópi þeirra voru menntamenn, læknar, kennarar, sjúkir, aldr- aðir, lögreglumenn og fleiri. Er þetta ekki bara lýsing á Íslandi í dag? Markmið ráðamanna virðist vera að útrýma millistéttinni og menntafólki. Rík- isstjórnin hefur skorið ótæpilega niður í heil- brigðiskerfinu þannig að t.d. læknar streyma úr landi til að leita sér að nýjum störfum. Sveitarstjórnir hafa gert það sama við skólakerfið undanfarin ár og framundan er enn meiri niðurskurður. Þróunin er því alveg skelfileg. Í Reykjavík t.d. er talað um sameiningu skóla og leikskóla og þar með er unnið gegn faglegu starfi á þessum stöðum. Nið- urskurðurinn býður upp á fjölgun í bekkjum, færri kennslustundir, list- og verkgreinar minnka og sér- kennslan. Hvernig á kennari að fara að því að kenna 30 manna bekk og veita öllum menntun við hæfi, því skólakerfi okkar er jú „skóli án aðgreiningar“. Það sér hver heilvita maður að þetta er ekki hægt en samt virðast borgar-, bæjar- og sveitarstjórnarmenn ekki sjá þetta. Hvað um alla yf- irbyggingu stjórnsýslunnar? Er hún nauðsynleg? Hvernig stendur á því að laun kennara og leikskóla- kennara eru miklu lægri en laun þingmanna og sveitarstjórnarfull- trúa? Við sem störfum sem kenn- arar, hvort sem er í grunn- eða leikskóla, erum að vinna með það dýrmætasta sem fólk á, börnin! Hvernig væri að laun ráðamanna væru lækkuð niður í kennaralaun og þau hækkuð að sama skapi? Ef- laust brygði þeim í brún að þurfa að lifa af um 200 þús. kr. á mánuði. Slagorðinu „Nýtt Ísland“ hafa ráðamenn haldið ótæpilega á lofti en hvað þýðir það eiginlega? Rauðu khmerarnir fluttu fólkið úr borgunum út í sveit og létu það þræla á hrísgrjónaökrum og launin voru 90 g af hrísgrjónum á dag! Þetta er kannski það sem stefnt er að hér á landi? Það þarf ekkert menntakerfi til að mennta fólkið til slíkra starfa og ef fólk veikist er það bara látið veslast upp og deyja og því þarf ekki að halda uppi heil- brigðiskerfi. Þetta virðist vera hið nýja Ísland, rústa mennta- og heil- brigðiskerfið og láta fólkið þræla. Nú eru kjarasamningar lausir hjá velflestum stéttarfélögum og ekkert gengur að semja um kaup og kjör. Atvinnurekendur segja að ekki sé hægt að hækka launin því að það kalli á verðbólgu sem aftur hækki verð á vörum og öðru. Þetta er því allt hinum venjulega launa- manni að kenna, hvernig komið er fyrir þjóðfélaginu í dag! Og við eigum að sjálfsögðu að bera allar byrðarnar. Það er komin tími til að ráða- menn hysji upp um sig buxurnar og fari að vinna fyrir fólkið, til þess voruð þið kosin. Hættið þess- um sandkassaleik og skítkasti hvert við annað. Þið berið ábyrgð á að skapa þetta umhverfi og við- halda því og ykkur virðist vera al- veg sama um velferð fólksins í landinu. Öll eigum við rétt á mann- sæmandi lífi, ekki bara þið. Farið að horfa til framtíðar og lærið í leiðinni af fortíðinni og reynslu annarra þjóða. Setjið fjármuni í það sem skiptir máli, eins og mennta- og heilbrigðiskerfið. Látið nýtt Ísland ekki vera gömlu Kambódíu. Ísland = Kambódía? – Bréf til ráðamanna íslensku þjóðarinnar Eftir Bylgju Björnsdóttur »Markmið ráðamanna virðist vera að út- rýma millistéttinni og menntafólki. Bylgja Björnsdóttir Höfundur er sagnfræðingur, kennari og móðir sem ekur um á gömlum bíl, á ekki flatskjá og hefur alltaf greitt skuldir sínar. Formaður Samtaka iðnaðarins fékk birta eftir sig grein í Morg- unblaðinu 16. febrúar þar sem hann hnýtir í umhverfisráðherra. Sér hann reyndar sér- staka ástæðu til þess að taka það fram að það sé gert án þess að hann hafi ráðfært sig við félagsmenn sína. Miðað við útkomuna hefði hann e.t.v. átt að gera það því hinn ódýri orðaleikur sem birtist í fyrirsögn Helga er nefnilega afar ósmekklegur sem virðist ekki hafa annan tilgang en að lítillækka um- hverfisráðherrann og er manni í stöðu Helga ekki sæmandi. Það virðist vera segin saga að tekið er á kvenkyns stjórn- málamönnum með öðrum hætti en karlkyns. Ég minnist þess a.m.k. ekki að hafa séð því haldið fram á prenti að karlar í stjórnmálastétt séu einhverrar ann- arrar gerðar en mennskir. Öðru máli gegnir um konur því skotveiðileyfi hefur verið gefið út á þær því þær eru skepnur og annars flokks. Þrátt fyrir að for- maður Samtaka iðn- aðarins hafi ekki ráð- fært sig við félagsmenn sína hefur hann vonandi gefið sér tíma til þess að lesa dóminn sem hann gagnrýndi í grein sinni. Sá lestur gefur að mínu viti skýrlega til kynna að full ástæða hafi verið til þess að draga í efa lögmæti ákvörðunar Flóahrepps. Það þarf að vanda vel til verka við und- irbúning stórra framkvæmda sem geta haft varanleg áhrif á landið okkar. Ef það ríkir lagaleg óvissa þarf að eyða henni. Í því ljósi get ég ekki komist að annarri nið- urstöðu en að sú ákvörðun um- hverfisráðherra, að fá úrskurð dómstóla, hafi verið í alla staði eðlileg. Hún er að minnsta kosti ekki með þeim hætti að hún kalli á upp- nefni og svívirðingar. Eins mætti spyrja Helga hvort hann hafi á sín- um tíma, þegar mannréttinda- dómstóll Evrópu kvað upp sinn dóm í iðnaðarmálagjaldinu, þurft að sitja undir svívirðingum í fjöl- miðlum með sama hætti og um- hverfisráðherra gerir nú, þótt hann hafi kostað fyrirtæki og skattborg- ara skildinginn. Hefðu menn þá átt að skrifa blaðagreinar með fyr- irsögninni: „Helgi er rándýr“? Er Helgi þá rándýr? Eftir Líf Magneudóttur » Öðru máli gegnir um konur því skotveiði- leyfi hefur verið gefið út á þær því þær eru skepnur og annars flokks. Líf Magneudóttir Höfundur er vefstjóri í fæðing- arorlofi. Enn og aftur er meirihluti þingheims hlynntur því að ís- lenska þjóðin axli ábyrgð á Icesave – og enn á ný að henni for- spurðri. Hvað er að þessu fólki? Bresk og hollensk stjórnvöld fóru offari – og langt fram úr sjálfum sér – þegar þau ákváðu að ábyrgjast innstæður þarlendra sparifjáreigenda í íslenskum einka- banka. Einka, það er lykilorðið, ekki ríkis. Nú, þau um það. Það verður hver að vera ábyrgur gerða sinna. Fullkomið glapræði Þjóð minni ber alls engin skylda til að borga óráðsíu íslensku útrás- arvíkinganna svonefndu. Dómstólar munu skera úr um það – og þess eig- um við að krefjast. Þar er að mínum dómi aðeins ein niðurstaða í boði. Ef hins vegar svo ólíklega færi að dóm- stólar kæmust að þeirri niðurstöðu að íslenskum almenningi beri að greiða óreiðuskuldir áhættusólgins einkabanka og viðskiptavina hans, eigum við skaðabótakröfu á breska ríkið vegna hryðjuverkalaganna uppi í erminni. Hún er óheyrileg og hafin yfir vafa. Það, að falla frá þeirri skaðabótakröfu og axla ótil- greinda ábyrgð vegna Icesave í einni og sömu aðgerðinni, er í besta falli heimska en að mínum dómi full- komið glapræði. Fellt með þorra atkvæða Forseta vorum ber skylda til þess að bera málið undir þjóðaratkvæði – öðru sinni. Ég treysti honum fylli- lega til þess. Í þeirri atkvæða- greiðslu fellum við Icesave að nýju – að þessu sinni með þorra greiddra atkvæða. Eða eins og skáldið hefði getað orðað það: Óreiðu borgum við ei! Útrásarvíkingar: Svei! Þorum, mín þjóð, þrautseig og góð: Samtaka segjum við nei! Fjármálagerningar hinna föllnu banka eru vissulega flóknir. Þeir voru vísvitandi gerðir flóknir, enda spiluðu menn rúllettu, lögðu allt undir og bera skömm sína um ókomin ár. En tímar fjárhættuspils eru liðnir. Íslensk þjóð hyggst ekki sitja áfram við spilaborðið, með framtíð barna sinna, barnabarna og barnabarnabarna að veði – sem og velferðarkerfið sjálft. Gerum ekki einfalt mál flókið. Að sjálfsögðu segjum við nei! Samtaka segjum við nei! Áfram Ísland! Samtaka segjum við nei Eftir Braga V. Bergmann Bragi V. Bergmann » Forseta vor- um ber skylda til þess að bera málið undir þjóð- aratkvæði – öðru sinni. Höfundur starfar við almannatengsl. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 Matur & vín Þann 11. mars gefurMorgunblaðið út sérblað ummat og vín. Spjallað verður við ýmsa úr veitingageiranum sem deila girnilegum uppskriftum til lesenda. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. mars. MEÐAL EFNIS: Kokkar gefa girnilegar uppskriftir Framandi matargerð. Námskeið í matargerð. Lambakjöt. Nautakjöt. Kjúklingar Villibráð. Sjávarfang. Eftirréttir. Kokkabækur uppskriftir frá höfundum. Uppskriftir. Spennandi óvissuferðir. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni. SÉ RB LA Ð Mat ur & vín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.