Morgunblaðið - 19.02.2011, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
✝ Helga SigríðurÞorsteinsdóttir
fæddist á Öxl í
Austur-Húnavatns-
sýslu 30. apríl 1915.
Hún lést 7. febrúar
2011.
Foreldrar henn-
ar voru Þorsteinn
Björnsson, f. 10.12.
1886, d. 27.5. 1973,
og Þuríður Þor-
valdsdóttir, f. 25.5.
1892, d. 9.10. 1945. Systkini
hennar: Gyðríður, f. 6.10. 1916,
Björn, f. 20.3. 1918, d. 6.10.1986,
Högni, f. 1.2. 1920, d. 3.10. 1935.
Systkini samfeðra: Sigurður
Hólm, f. 6.6. 1930, Jónína Krist-
ín, f. 28.12. 1933, d. 15.7. 2004,
Sigríður Guðrún, f. 8.1. 1935.
Maki Einar Björnsson, f. 23.3.
1897, d. 1.5. 1983. Börn þeirra:
1) Björn, f. 14.11. 1941, d. 23.7.
1992, maki Ólöf Pálsdóttir, f.
5.4. 1943. Börn: Guðný Helga, f.
21.5. 1969, Einar Friðgeir, f.
Börn: Einar Bragi, f. 12.4. 1983,
Helga Björk, f. 5.5. 1986, Jó-
hannes Örn, f. 18.11. 1993.
Helga fluttist eins árs með
foreldrum sínum að Þjótanda í
Árnessýslu. Árið 1919 flytur
hún við skilnað foreldra sinna
að Barði í Miðfirði og ólst þar
upp hjá móðurömmu sinni, Sig-
ríði Jónasdóttur prestsekkju frá
Melstað. Eftir barnafræðslu
þess tíma fékk hún að njóta
frekari tilsagnar með börnum
prestshjónanna á Melstað. Hún
stundaði nám í tvo vetur við
Kvennaskólann á Blönduósi. 4.
júní 1938 giftist hún Einari Frið-
geiri Björnssyni, bónda á Bessa-
stöðum, og þar bjuggu þau alla
sína búskapartíð. Hún vann á
Saumastofunni Drífu á
Hvammstanga frá 1973 til 1983.
Hún tók virkan þátt í fé-
lagstörfum í sinni sveit, var
meðal annars í sóknarnefnd
Melstaðarkirkju, í stjórn Kven-
félagsins Iðju og Kvennabands
Vestur- Húnavatnssýslu, skóla-
nefnd og áfengisvarnarnefnd
Ytri-Torfustaðahrepps o.fl.
Útför Helgu verður gerð frá
Melstaðarkirkju í Miðfirði í dag,
19. febrúar 2011, og hefst at-
höfnin kl. 14.
28.7. 1970, Páll Sig-
urður, f. 16.11.
1972, Ingunn, f.
16.5. 1974. 2) Högni
Ófeigur, f. 20.12.
1944, maki Guð-
björg Ester Ein-
arsdóttir, f. 6.3.
1946. Börn: Einar
Loftur, f. 3.10.
1967, Bryndís
Hrund, f. 3.9. 1971,
Högni Þór, f. 10.4.
1979. 3) Bjarni Þór, f. 31.3. 1948,
maki Árndís Alda Jónsdóttir, f.
7.5. 1948. Börn: Ingunn Helga, f.
16.10. 1972, Ragnhildur, f. 19.5.
1976, Jón Árni, f. 30.8. 1979. 4)
Kristín Guðný, f. 6.10. 1949.
Börn: Ólöf Birna, f. 3.8. 1982,
Friðgeir Einar, f. 22.11. 1983. 5)
Jón Ingi, f. 6.10. 1949, maki Vin-
björg Ásta Guðlaugsdóttir, f.
30.12. 1956. Börn: Bessi, f. 17.2.
1979, Lára Kristín, f. 27.8. 1982.
6) Þorsteinn, f. 1.12. 1952, maki
Kari Nedgaard, f. 19.9. 1954.
Elskuleg tengdamóðir mín
Helga Sigríður Þorsteinsdóttir
er látin og kveðjum við hana í
dag. Hún var mikil kjarnakona
og stórkostleg persóna. Mér er
minnisstætt þegar ég hitti hana
fyrst fyrir 42 árum. Ég var þá
rúmlega tvítug og nýbyrjuð með
syni hennar Bjarna Þór. Hann
fór með mig í heimsókn til að
hitta mömmu sína sem var þá
stödd á Hótel Sögu á þingi
Kvenfélagasambands Íslands.
Hún var klædd íslenskum bún-
ingi, hló hátt og mikið og sló sér
á brjóst og sagðist búa á hót-
elinu sínu og bauð mig hjart-
anlega velkomna í fjölskylduna.
Eftir þetta varð hún og öll fjöl-
skyldan á Bessastöðum hluti af
mínu lífi. Að Bessastöðum var
alltaf gott og koma. Þegar ég
kom þangað fyrst voru Bjössi og
Lóa að taka við búskapnum af
Helgu og Einari, og það var
gaman að koma inn í svona stóra
og skemmtilega fjölskyldu og
þar var Helga konan sem var
alltaf eins og klettur og Einar
maðurinn sem sagði okkur
skemmtilegar sögur og var svo
ljúfur og góður félagi. Börnin
okkar Bjarna Þórs voru mikið í
sveit á Bessastöðum hjá Lóu og
Bjössa, Einari afa og Helgu
ömmu enda líta þau á Bessastaði
sem sitt annað heimili. Helga
var mikil prjónakona og var allt-
af að búa til eitthvað fallegt og
einnig bjó hún til góðan mat og
allt lék í höndunum á henni. Hún
kenndi mér margt og var það
ómetanlegt fyrir unga stúlku úr
Reykjavík að fá að kynnast
sveitabúskap og matargerð á
Bessastöðum. Þegar ég eignað-
ist drenginn minn, hann Jón
Árna, haustið 1979 kom hún til
okkar á Húsavík til þess að
passa telpurnar mínar tvær og
fékk hún þá sitt fyrsta fæðing-
arorlof. Þegar hún var búin að
bíða í tvær vikur og ekkert ból-
aði á barninu, þá tók hún til
sinna ráða og við fórum allar
fjórar í gönguferð upp í fjall.
Seinna um daginn fæddist
drengurinn. Þegar ég kom heim
af sjúkrahúsinu var hún búin að
búa til sultu, kæfu, rúllupylsu,
kleinur og margt fleira. Það var
alltaf gaman að fá hana í heim-
sókn. Þegar Jón Árni varð mikið
veikur á fyrsta ári varð ég að
vera lengi með hann á Sjúkra-
húsinu á Akureyri. Þá hjálpaði
hún okkur Bjarna Þór ómetan-
lega með því að taka að sér
heimilið á meðan. Á hverju
hausti kom Helga til Húsavíkur
og við vorum í berjamó heilu
dagana. Við vorum þá oft þreytt-
ar en tíndum heil ósköp af berj-
um. Og þá var hún Helga mín
glöð og kát. Eftir að við Bjarni
Þór fluttum til Hvammstanga
árið 1991 varð sambandið meira
við Helgu tengdamóður mína.
Alltaf var jafngaman að fá hana í
heimsókn og eftir að hún flutti í
íbúð fyrir aldraða í Nestúni á
Hvammstanga varð sambandið
enn nánara. Síðustu árin dvaldi
hún á Heilbrigðisstofnuninni á
Hvammstanga og fékk hægt
andlát hinn 7. febrúar sl. og var
ég hjá henni þegar hún skildi
við. Það var mjög gott fyrir mig
og ég er ánægð að hafa getað
verið síðustu stundirnar með
henni. Ég þakka Helgu tengda-
móður minni fyrir allt það sem
hún hefur gert fyrir mig og
mína. Hún var stór kona. Megi
guð og góðar vættir vera með
henni.
Árndís Alda Jónsdóttir.
Helga amma mín er látin, vil
ég minnast hennar með nokkr-
um orðum. Ég var þess aðnjót-
andi að vera í sveit á Bessastöð-
um, í fyrstu hjá afa og ömmu,
síðar hjá Bjössa og Lóu. Þar
fékk ég hluta af uppeldi mínu,
þar tók maður þátt í daglegri
vinnu og varð að standa sig, það
var gott veganesti út í lífið. Það
voru fleiri sem nutu góðs af veru
sinni hjá afa og ömmu sem sýndi
sig í heimsóknum margra sem
komu í heimsókn á sumrin.
Tengslin voru og eru sterk við
þetta fólk sem reyndist litlum
sálum sem fóru í fyrsta sinn að
heiman afburðavel.
Að kveðja ömmu sína hinstu
kveðju eru tímamót. Góðar
minningar frá þessum árum eru
meira og minna bundnar ömmu.
Ég vil þakka henni alla velvild í
minn garð og minnar fjölskyldu,
ég minnist hennar með virðingu.
Einar Loftur Högnason.
Elsku amma. Væntumþykja
og virðing eru bestu orðin til að
lýsa tilfinningum mínum til þín.
Við bjuggum lengi saman á
Bessastöðum og þú tókst þátt í
að ala okkur systkinin upp. Það
hugnaðist engum annað en að
hlýða því sem þú baðst um, ekki
síst vegna þess að vel unnið verk
var verðlaunað með góðu og
réttmætu hrósi.
Þegar ég hugsa til baka og
rifja upp samverustundir okkar
koma fram mörg skemmtileg at-
vik. Ein elsta minningin er að
hlusta á þig spila á gamla fót-
stigna orgelið uppi í Hrútakofa
og syngja með. Ekki man ég
hvaða lög þar voru á ferð en
minningin er góð.
Sumarið sem ég sá um æð-
arvarpið fyrir þig var skemmti-
legt. Þrátt fyrir að þú kæmist
ekki út með sjó vildir þú fylgjast
með öllum æðarkollum. Voru
gömlu vinkonurnar mættar í
dekkin sín aftur? Var gæfa koll-
an á sínum stað? Þá var nú eins
gott að hafa svör á reiðum hönd-
um.
Eftir að þú fluttist á
Hvammstanga var ætíð gaman
að koma til þín og fylgdist þú vel
með því sem var að gerast hjá
fjölskyldunni. Börnin voru ætíð
spennt að koma því alltaf var
von á góðgæti hjá langömmu.
Gott var að láta vita af sér með
smáfyrirvara því þá var pönnu-
kökustaflinn kominn á borðið
þegar við mættum. Yfir pönnu-
kökunum og mjólkurglasinu
flugu margar skemmtilegar sög-
ur frá þinni bernsku og búskap-
arárum á Bessastöðum.
Elsku amma, mig langar að
þakka fyrir allar okkar samveru-
stundir. Hvíl í friði.
Þinn
Einar Friðgeir.
Í dag kveðjum við elsku
Helgu ömmu okkar. Helga
amma var fastur punktur í lífi
okkar systkinanna. Á hverju
sumri fór eitthvert okkar í sveit-
ina til sumardvalar. Það var ekki
amalegt að fara með ömmu út í
varp að leita að hreiðrum, fá svo
súkkulaði eða ávexti í kofanum
hennar í varpinu á bakaleiðinni
og hlusta á hana segja okkur
sögur um lífið í gamla daga á
Heggstaðanesinu. Hún gerði
heimsins bestu kleinur og flat-
kökur og þegar hún var spurð að
því hvað hún setti í þær sem
gerði þær svona góðar svaraði
hún að bragði, nú það sem var til
auðvitað. Fjölskyldan flutti til
Hvammstanga árið 1991 og það
var einn af jákvæðu þáttunum
við að flytja landshorna á milli
að flytja nær sveitinni okkar og
allra sem þar voru og þar með
talið ömmu Helgu. Það hjálpaði
okkur unglingunum að aðlagast
nýjum aðstæðum og sætta okkur
við að flytja burt frá Húsavík
þar sem okkur hafði liðið svo vel.
Þegar amma varð 80 ára flutti
hún í íbúðir fyrir aldraða í Nest-
úni á Hvammstanga og þar leið
henni vel. Hún hafði eldhús sem
var í besta falli ætlað til að hita
upp mat en henni tókst að elda
þar dýrindisveislur og kökur og
bauð gestum og gangandi. Hún
hafði alltaf gott lag á því að tala
við börn og unglinga og það var
mjög gestkvæmt hjá henni í
Nestúni og alltaf glatt á hjalla.
Árið 2003 handleggsbrotnaði
hún og fór inn á sjúkrahúsið á
Hvammstanga. Brotið greri ekki
og hún þurfti að fara í hjólastól
og átti því ekki afturkvæmt í
litlu íbúðina sína í Nestúni. Hún
varð því vistmaður á sjúkrahús-
inu á Hvammstanga upp frá því.
Hún hefði getað syrgt það og
orðið dauf og guggin, en eins og
hún sagði sjálf þá ákvað hún
þegar hún var ung að lifa sér
ekki til leiðinda. Hún sætti sig
við orðinn hlut og naut þess að
búa á stað þar sem hún gat feng-
ið þá aðstoð sem hún þurfti og
dundaði sér við föndur og spil og
tók af fullum krafti þátt í fé-
lagsstarfinu á sjúkrahúsinu á
meðan hún hafði heilsu til. Það
var afskaplega vel hugsað um
hana á sjúkrahúsinu og fær
starfsfólkið þar okkar bestu
þakkir fyrir góða umönnun í
gegnum árin. Síðustu tvö árin
var Helga amma rúmliggjandi
og sagði sjálf að þannig hefði
hún aldrei séð sjálfa sig fyrir sér
og sagði oft á kvöldin að nú
mætti Einar afi fara að leggja á
Grána gamla og sækja sig. Nú
er hann búinn að því blessaður
og við kveðjum stórkostlega
konu með söknuði, en huggum
okkur við að hún átti gott líf.
Hvíl í friði elsku amma.
Ingunn Helga Bjarnadóttir,
Ragnhildur Bjarnadóttir og
Jón Árni Bjarnason.
Blessunin hún Helga amma
hefur nú kvatt okkur. Afi hefur
líklega lagt við Gand sinn og
Grána hennar ömmu og sótt
hana, eins og hún var farin að
bíða eftir að hann gerði. Ég
þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast vel þeirri kjarnakonu
sem Helga amma var. Að alast
upp ekki bara í ranni foreldra,
heldur einnig undir handleiðslu
afa og ömmu, tel ég vera hollt
öllum börnum, eftir þá góðu
reynslu sem ég og systkini mín
höfðum af því. Amma bjó á
Bessastöðum í tæp 60 ár, flutti
þaðan árið 1995 þegar við Jói
keyptum jörðina af mömmu.
Amma sagðist nú ekki ætla að
fylgja jörðinni og flutti þá í elli-
íbúðirnar í Nestúni á Hvamms-
tanga. Ég reyndi að vera dugleg
að fara með börnin mín í heim-
sókn til ömmu út í Nestún og
eins á sjúkrahúsið, eftir að hún
flutti þangað. Hún söng og kvað
við krakkana, kunni ógrynni af
vísum og sögum. Alltaf þurfti
maður að þiggja eitthvað gott í
svanginn hjá henni, það var
ómögulegt annað en að maður
væri svangur eftir ferðina í
kaupstaðinn. Henni var hugleik-
ið að fólkinu í kringum sig liði
vel, sagðist alltaf hafa óskað
þess að kaupafólkið, sem kom í
Bessastaði, drykki kaffi, því það
væri svo gott að geta gert eitt-
hvað gott fyrir það. Þegar ég
kom til hennar á Hvammstanga
sagði hún mér iðulega einhverj-
ar sögur frá sínum yngri árum,
t.d. af því þegar hún og Sigga
frænka hennar voru sendar frá
Barði að Melstað með skilaboð í
símann. Þá spurði Sigríður
amma þeirra hvort þær myndu
nú örugglega skilaboðin og gætu
komið þeim til skila. „Jú, ég man
og Helga talar,“ sagði þá Sigga,
því hún var mjög feimin, en
amma ófeimin. Sögurnar voru
svo skemmtilegar og vel sagðar
að ég sé vel fyrir mér sögusviðið.
Amma var lífsglöð og kát og
hafði sérlega hvellan og
skemmtilegan hlátur. Á manna-
mótum var auðvelt að finna
ömmu, því það glumdu iðulega
hlátrasköll þar sem hún var. Á
meðan krafta naut féll henni
aldrei verk úr hendi, ef hún var
ekki við heimilisstörf eða hann-
yrðir, var hún að leggja kapal.
Oft kom maður að henni þar
sem hún dottaði yfir kaplinum.
Með elju og dugnaði kom
amma upp æðarvarpi hér heima
á Bessastöðum. Margsinnis kom
hún sár og svekkt heim eftir að
vargurinn hafði spillt megninu af
hreiðrunum. Ósköp sem hún gat
verið reið við varginn, steytti
hnefann að hrafninum og máv-
unum og sagði þeim til synd-
anna. Stundum kom hún heim
með blóðtauma niður andlitið, en
það var allt í lagi því það var
bara eftir kríurnar, en þær voru
miklar vinkonur hennar, enda
hjálpuðu þær henni í baráttunni
við vargana.
Helga Sigríður
Þorsteinsdóttir
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
VALDIMARS Þ. K. ÞÓRÐARSONAR,
Álfheimum 54.
Erla S. Guðmundsdóttir,
Sigrún E. Valdimarsdóttir, Birgir S. Jóhannsson,
Þórður Valdimarsson,
Tryggvi Þór Valdimarsson,
Jóhann Bragi, Edda María, Erla Valgerður,
Aníta Ýr og Bjarki Freyr.
✝
Elskulegur faðir okkar,
LEIFUR S. HALLDÓRSSON
skipstjóri,
Skipholti 2,
Ólafsvík,
sem andaðist á heimili sínu í Reykjavík
miðvikudaginn 9. febrúar, verður jarð-
sunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00.
Sætaferðir frá BSÍ kl. 10.00 og til baka síðdegis.
Matthildur S. Leifsdóttir,
Þorgrímur Leifsson,
Steingrímur Leifsson,
Úlfhildur Á. Leifsdóttir.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samhug og hlýju við
andlát eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
INGVARS ANTONS ANTONSSONAR,
Hlíðarvegi 24,
Ísafirði.
Erla G. Pálsdóttir,
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, Ketill Elíasson,
Ingibjartur Anton Ingvarsson, Auður Bjarnadóttir,
Hrönn Ingvarsdóttir,
Sædís Ingvarsdóttir, Þorbergur Jóhannesson,
Páll Ingvarsson,
Gerður Sif Ingvarsdóttir, Eyvindur Gauti Vilmundarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem
sýndu samúð og hlýhug við andlát
og útför
ÞÓRUNNAR STEFANÍU
SAMÚELSDÓTTUR
frá Bíldudal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 2. hæðar N,
hjúkrunarheimilinu Eir.
Árni Konráðsson, Anna Aradóttir,
Alda Konráðsdóttir, Ólafur Ólafsson,
Stefán Konráðsson, Margrét Unnur Kjartansdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýju við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar,
sonar, bróður og tengdasonar,
MATTHÍASAR BJARKA
GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki heimahlynn-
ingar Landspítalans og starfsfólki deildar 11B,
Landspítalanum.
Björg Ragna Erlingsdóttir,
Lúðvík Már Matthíasson,
Máni Matthíasson,
Markús Ingi Matthíasson,
Guðmundur Magnússon, Anna Björk Matthíasdóttir,
Magnús Víðir Guðmundsson, Kristín K. Ólafsdóttir,
Ágúst H. Guðmundsson, Kristín Valdemarsdóttir,
Erlingur Lúðvíksson, Jakobína Ingadóttir.