Morgunblaðið - 19.02.2011, Síða 37
DAGBÓK 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
Sudoku
Frumstig
5 7 9 4
3 4 5 1
8 2 3
8 5 7
4 1 3
2 7 9 3
5 9
7
9
6 8
5 3 2 4
9 2
4 6
2 8 6 9
5
7 3
7 3 5
4 9 2
6
3 9 8
2 4
9 1 7
2 5 3
2 5
3 5
9 8 4
7 1 8
1 4 9 8 3 6 7 2 5
8 3 6 2 7 5 1 4 9
2 5 7 4 9 1 8 6 3
5 2 1 7 6 3 4 9 8
6 7 8 9 5 4 2 3 1
4 9 3 1 2 8 5 7 6
9 6 4 5 1 2 3 8 7
7 8 5 3 4 9 6 1 2
3 1 2 6 8 7 9 5 4
9 6 4 3 8 2 1 7 5
1 5 2 7 4 6 8 9 3
8 3 7 1 5 9 2 6 4
3 2 9 5 1 4 7 8 6
6 7 5 9 2 8 4 3 1
4 1 8 6 3 7 5 2 9
2 8 6 4 9 5 3 1 7
7 4 1 8 6 3 9 5 2
5 9 3 2 7 1 6 4 8
4 1 8 6 2 7 3 9 5
2 9 5 8 3 4 1 6 7
6 3 7 5 1 9 8 2 4
1 6 4 2 5 3 9 7 8
9 7 3 4 8 6 5 1 2
5 8 2 9 7 1 6 4 3
7 4 6 3 9 5 2 8 1
8 5 1 7 6 2 4 3 9
3 2 9 1 4 8 7 5 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 19. febrúar,
50. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Jesús segir við hann: „Þú
trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir
eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“
(Jh. 20.)
Dæmi eru um að lögreglan sé köll-uð á vettvang vegna ósættis for-
eldra og barna um netnotkun. Yfir-
leitt er staðan sú að börnin eru of
mikið í tölvunni að mati foreldranna
en börnin vilja auðvitað meina að
þeirra netnotkun sé eðlileg, sér-
staklega í samanburði við jafnaldrana.
Víkverji þekkir vel af eigin reynslu
þessa baráttu. Unglingurinn hans átti
til að setja í brýrnar og nota einmitt
samanburðinn við jafnaldrana. Allir
fengu að vera meira í tölvunni en
hann, allir áttu sanngjarnari foreldra,
allir höfðu það í raun miklu betra en
hann. Baráttan tapaðist eiginlega
þegar unglingurinn fékk sína eigin
tölvu í framhaldsskóla. Þá brá Vík-
verji reyndar annað slagið á það ráð
að taka beininn (e. router) úr sam-
bandi og sofa með hann í fanginu. Það
virkar ágætlega, vanti einhvern góð
ráð.
x x x
Nú er svo komið að foreldrar semlenda í þessum deilum við börn
sín eru farnir að hóta börnunum því
að hringja í lögregluna hætti þau ekki
í tölvunni. Víkverji veit sem er að börn
og unglingar hlusta ekki á innantómar
hótanir og því þýðir ekkert að segja
þetta nema gjörðir fylgi orði. Og það
er víst tilfellið. Lögreglan kemur þá á
staðinn og ræðir við heimilisfólk.
x x x
Víkverja finnst þetta svo frábærtað hann telur að þarna sem kom-
in góð tekjulind fyrir fjársvelta lög-
regluna. Getur lögreglan ekki búið til
sérstaka deild sem sinnir svona út-
köllum gegn gjaldi? Svona svipað og
sumir setja upp jólasveinaleigur í des-
ember.
x x x
Um daginn voru framkvæmdir viðhús Víkverja og ekki vildi betur
til en svo að skorið var á víra inn í hús-
ið svo allt varð rafmagnslaust og net-
sambandslaust. Og unglingurinn
hringdi í Víkverja. „Hvað á ég að
gera?“ spurði unglingurinn. „Lestu
bók,“ svaraði Víkverji. „Ég ætla að
leggja mig,“ sagði þá unglingurinn
eftir nokkra umhugsun.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 skapstilltar, 8
sápulögur, 9 mannsnafn,
10 eldiviður, 11 steinn, 13
slota, 15 fáni, 18 éta, 21
kyn, 22 þrjót, 23 fífl, 24
pretta.
Lóðrétt | 2 stríðin, 3 nirfill,
4 skapvond, 5 aldan, 6 fæ í
minn hlut, 7 feiti, 12 kropp,
14 greinir, 15 sjávardýr, 16
stétt, 17 hamingjan, 18 verk,
19 hyggst, 20 leðju.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hnupl, 4 tæpur, 7 landi, 8 orkan, 9 ris, 11 röng, 13 kimi,
14 átuna, 15 meyr, 17 lögg, 20 sag, 22 náinn, 23 undur, 24 tunga,
25 torgi.
Lóðrétt: 1 hólar, 2 unnin, 3 leir, 4 tros, 5 pakki, 6 runni, 10 ið-
una, 12 gár, 13 kal, 15 mennt, 16 ylinn, 18 öldur, 19 garri, 20
snúa, 21 gust.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 d5
5. e3 O-O 6. Db3 c6 7. Bd2 h6 8. cxd5
cxd5 9. Hc1 Rc6 10. Bd3 a6 11. a4 Dd6
12. O-O Bd7 13. Hfd1 e5 14. dxe5 Rxe5
15. Rxe5 Dxe5 16. Bf1 h5 17. h3 Bc6 18.
Re2 Re4 19. Bb4 Hfc8 20. Rd4 g5 21.
Be2 De8 22. Rxc6 bxc6 23. Bc3 g4 24.
hxg4 h4 25. Bf3 Rg5 26. Bxg7 Kxg7 27.
Dc3+ f6 28. Be2 De6 29. Hd4 h3 30.
Dc2 c5 31. Hf4 Hab8 32. Hf5 Hb4 33.
Hd1 d4 34. Hxc5 Hd8 35. Hc7+ Kh6
36. Hxd4 Hbxd4 37. exd4 Hxd4 38. Df5
Dd6 39. Hc8 Kg7 40. b3 He4 41. Hc2
Staðan kom upp í Skákþingi Reykja-
víkur, Kornax-mótinu, sem lauk fyrir
skömmu í húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur. Halldór B. Halldórsson
(2224) hafði svart gegn Ólafi G. Jóns-
syni (1900). 41… Hxe2! 42. Hxe2 Dd1+
43. Kh2 Dxe2 44. gxh3 Df1 45. Dd7+
Kh6 46. Kg3 Dg1+ og hvítur gafst upp.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Fullt hús. A-Allir.
Norður
♠5
♥654
♦ÁG7654
♣942
Vestur Austur
♠Á10 ♠K9876432
♥ÁG109872 ♥K3
♦K32 ♦8
♣5 ♣86
Suður
♠DG
♥D
♦D109
♣ÁKDG1073
Ísak Örn Sigurðsson rak augun í spil
þáttarins fyrir viku og hafði sögu að
segja. Spilið er frá sveitakeppni
Bridshátíðar, en þar keppti Ísak í sveit
VÍS með Helga Sigurðsson sem makk-
er. Andstæðingar þeirra voru Að-
alsteinn Jörgensen og Bjarni Ein-
arsson í sveit Sparisjóðs Siglufjarðar.
Aðalsteinn var með áttlitinn í spaða og
vakti á 3♠. Ísak sagði 3G á suðurhönd-
ina, þrátt fyrir vafasamt spaðastopp,
Bjarni 4♠ og Helgi 5♦, sem Bjarni
doblaði. Útspilið var lauf og Helgi fékk
þrettán slagi. Hinum megin spiluðu
VÍS-menn 6♠ doblaða í A-V. Þar voru
á ferð Stefán Jónsson og Hlynur Ang-
antýsson gegn sigurvegurum tvímenn-
ingsins, Jóni Baldurssyni og Þorláki
Jónssyni. Útspilið var ♥D og sagnhafi
tók þrettán slagi.
Fáséð að sama sveitin taki alla slag-
ina á báðum borðum!
19. febrúar 1976
Íslendingar slitu stjórnmála-
sambandi við Breta vegna
flotaíhlutunar þeirra innan
200 mílna fiskveiðilögsög-
unnar. Þetta var í fyrsta sinn
sem til stjórnmálaslita kom
milli tveggja aðildarríkja Atl-
antshafsbandalagsins. Sam-
band komst aftur á eftir rúma
þrjá mánuði.
19. febrúar 1992
Kvikmyndin „Börn náttúrunn-
ar“ var tilnefnd til Óskars-
verðlauna sem besta erlenda
kvikmyndin. Hún hlaut þó
ekki verðlaunin.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Fjölskylda og veiðifélagar Skúla Péturssonar eiga
aldeilis von á góðu í kvöld þegar hann býður þeim
til matarveislu í tilefni þess að hann er fimmtugur
í dag. Fyrir utan sætabrauðið og meðlætið er ein-
ungis boðið upp á villibráð en Skúli er veiðimaður
mikill. Meðal veislufanga eru grafnar heiðagæsir
og reyktur lundi en einnig skarfur í tveimur út-
gáfum, annars vegar marineraður í appelsínulegi
og með appelsínusósu og hins vegar marineraður í
kókos og sojasósu. Þá ætlar Skúli að bjóða upp á
selkjötspottrétt í maltsósu og selasteik með
rjúpnasósu. Skúli segir að þegar búið sé að taka
fitulagið af sé selskjötið alveg fitulaust og með fallegra kjöti sem fá-
ist. „Það er svolítið sjávarbragð af honum eins og af hvalkjöti og af
sjófugli. Og þetta er dökkt kjöt og svolítið járnbragð, eða lifrarbragð,
sem kemur,“ segir Skúli.
Skúli veiddi ekki alla villibráðina sjálfur. Vitandi hvað til stóð höfðu
veiðifélagar Skúla látið hann fá stærri hluta af fengnum í einstökum
veiðiferðum, t.d. af selnum. „Svo á næsta ári, ef einhver annar er með
fermingu eða eitthvað slíkt, þá tekur hann meirihlutann,“ segir Skúli.
Hann var í fríi í gær til að undirbúa veisluna. runarp@mbl.is
Skúli Pétursson kennari er fimmtugur
Matarveisla fyrir 65 manns
Nýirborgarar
Neskaupstaður
Jóhann Trausti
fæddist 25. sept-
ember kl. 15.12.
Hann vó 4.270 g
og var 56 cm
langur. For-
eldrar hans eru
Sigrún Íris Ey-
steinsdóttir og
Vignir Örn
Ragnarsson.
Reykjavík
Stefán Kári
fæddist 25.
mars kl. 11.17.
Hann vó 3.340
g og var 47 cm
langur. For-
eldrar hans eru
Gréta Sif
Sverrisdóttir
og Ólafur Atli
Ólafsson.
Flóðogfjara
19. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 0.51 -0,0 6.58 4,5 13.17 -0,1 19.22 4,2 9.11 18.14
Ísafjörður 2.57 -0,2 8.53 2,4 15.25 -0,2 21.21 2,2 9.24 18.10
Siglufjörður 5.04 -0,0 11.22 1,4 17.41 -0,2 23.57 1,3 9.08 17.52
Djúpivogur 4.17 2,2 10.26 0,0 16.30 2,1 22.42-0,2 8.42 17.41
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þér liggur ekkert á og þú átt á hættu
að gera alvarleg mistök í öllum þessum
hamagangi. Vertu hrein/n og bein/n en ekki
of yfirþyrmandi.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þó þú elskir að læra, viltu ekki alltaf
láta kenna þér. Að berja höfðinu við steininn
er það versta sem þú getur gert, játaðu van-
mátt þinn og brostu gegnum tárin.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þótt þú sért skipulagsglaður/glöð
geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Not-
aðu samstöðuna sem umlykur samstarfsfólk
þitt til að koma sem flestu í framkvæmd.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þér hættir til þess að sanka að þér of
mörgum verkefnum í einu. Njóttu jákvæðni
þinnar meðan hún varir og reyndu að hitta
alla sem þér er annt um á næstunni.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Talaðu þér ekki þvert um geð til þess
eins að halda friðinn. Ef þú ert óviss um
ákvarðanirnar sem þú tekur, spyrðu þá ráða.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Farðu í gegnum þá hluti í fórum þínum
sem tilheyra öðrum. Reyndu umfram allt að
leysa vandamálin á mýkri nótunum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þín sérgrein er að skipuleggja svo þú
skalt vera óhrædd/ur við að flagga hæfileika
þínum. Líttu á þetta frí, sem er tímabundið,
sem tækifæri til að kynnast þér betur.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Eina stjórnunin sem vit er í er sú
að geta stjórnað sjálfum sér. Tækifærin ber-
ast upp í hendurnar á þér og það birtir til.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú þarft virkilega að slaka á í
eyðslunni. Gerðu ráðstafanir til þess að
fækka streituvöldum í kringum þig.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Mundu að fara vel með það sem
þér er trúað fyrir. Nú hefurðu tvær ástæður
til að fá vin til að hlæja eða stríða einhverjum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þér finnst aðrir vilja ráðskast um
of með þig. Gefðu skít í fortíðina – eins og
þér einum/einni er lagið – og vertu sú mann-
eskja sem þig hefur alltaf langað að vera.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Skarpskyggni þín í viðskiptum er ekki
tilkomin vegna menntunar. Aðdráttarafl ein-
hvers mun minnka en þú munt áfram meta
vináttu viðkomandi og leggja rækt við hana.
Stjörnuspá
Helga Hall-
björnsdóttir,
starfsmaður hjá
mannúðar- og
mannræktarsam-
tökunum Hend-
inni, verður sex-
tug á morgun,
20. febrúar.
Helga fagnar deginum í faðmi fjöl-
skyldu og vina í Skarfinum, Skarfa-
görðum 8, Reykjavík.
60 ára
Sigríður Gísla-
dóttir, húsmóðir
Hofsstöðum,
Garðabæ verður
níræð á morgun,
20. febrúar. Af
því tilefni ætlar
hún að taka á
móti gestum í
safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Ví-
dalínskirkju kl. 15 á afmælisdaginn.
90 ára