Morgunblaðið - 19.02.2011, Page 38
38 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞEGAR ÉG ER Í STUÐI
ÞÁ GETUR ALLT GERST!
ALLT
NEMA
STUÐ
HANN
ER NÝ-
FLUTTUR Í
HVERFIÐ
OKKAR
ÞETTA ER 5...
ÆTTARNAFNIÐ HANS
ER 95472
FRÚ 95472? ÉG HELD EKKI!
ÞAÐ ER EKKI KRISTNUM
MANNI SÆMANDI AÐ SIGLA
UM HEIMINN Á SMÁSKÚTU OG
RÆNA FÓLK
ÞAÐ
ER RÉTT HJÁ
ÞÉR BRÓÐIR
ÓLAFUR...
...ÞAÐ ER
KOMINN TÍMI TIL
AÐ ÉG KAUPI MÉR
STÆRRA SKIP
FÉLAGI MINN VAR
AÐ MISSA VINNUNA.
HANN VAR REKINN ÚR
BÍLAIÐNAÐINUM
ÉG VISSI EKKI
AÐ HUNDAR FENGJU
VINNU Í BÍLA-
IÐNAÐINUM, VIÐ
HVAÐ VANN HANN?
HANN
SÁ UM
ÖRYGGIS-
PRÓFANIR
ÞÓ AÐ ÞÚ
SÉRT AÐ ELDAST ÞÁ
ÆTTIRÐU EKKI AÐ
LEYFA ÞÉR AÐ FITNA
ÉG
ÆTLA EKKI
AÐ GERA
ÞAÐ
MÉR LÍÐUR MIKLU BETUR
ÞEGAR ÉG HREYFI MIG REGLULEGA
OG BORÐA HOLLAN MAT. ÉG ER
BARA BÚINN AÐ GEFAST UPP Á ÞVÍ
AÐ FÁ STINNA MAGAVÖÐVA
ÉG BJÓST
NÚ HELDUR EKKI
VIÐ STINNUM
MAGAVÖÐVUM
EN Á
HINN BÓGINN
LÍTTU Á
BYSSURNAR!
EF ÞÚ
SLEPPIR MÉR ÞÁ
SKAL ÉG SKERA AF
EINA KLÓ...
...SVO
ÞÚ GETIR
GERT ÞÍNAR
RANNSÓKNIR
ÞAÐ
GERI ÉG EKKI,
ÉG TREYSTI
ÞÉR EKKI
ÉG MUN FINNA LEIÐ
TIL AÐ NÁ ÞEIM AF...
...Á MEÐAN ÞÚ ERT
MEÐVITUNDARLAUS
Uppgjöf
Góðvinur minn benti
mér á, að komnir
væru til valda stjórn-
málamenn sem ekki
hefðu þann bar-
áttuvilja sem ein-
kenndi Íslendinga,
einkum á síðustu öld.
Þetta er alveg rétt,
því miður er þetta
staðreynd. Það fólk
sem nú situr að völd-
um og þá einkum Jó-
hanna Sigurðardóttir
og Steingrímur J.
hafa ekki þann dug
sem þeir höfðu sem
börðust fyrir fullveldi þjóðarinnar
og lýðveldisstofnun Íslands. Þau
hefðu heldur ekki haft dug eða þor
til að berjast fyrir tólf mílna fisk-
veiðilögsögunni, né fimmtíu míl-
unum. Og undirlægjuháttur þeirra
gagnvart erlendum stórþjóðum
hefði ekki leyft þeim að berjast fyrir
tvö hundruð mílna fiskveiðilögsög-
unni á sínum tíma.
Þetta er dapurlegt eftir alla þá
baráttu sem þessi þjóð hefur háð, að
sitja uppi með forustumenn sem
leggjast bara á bakið og gefast upp
við smámótbyr. Engin keðja er
sterkari en veikasti
hlekkurinn og við er-
um með að minnsta
kosti tvo ónýta hlekki í
keðjunni. Fjármála-
ráðherra sem var til í
að samþykkja Icesave
hvað sem það kostaði
þjóðina og forsætis-
ráðherra sem er líka á
þeirri línu en vill auk
þess færa Evrópusam-
bandinu fullveldi þjóð-
arinnar. Þarna er
botninum náð. Upp-
gjöfin er augljós, það
er sama hvert litið er,
skuldavandi heim-
ilanna, atvinnu-
uppbygging, brjálæðisleg græðgi-
svæðing fjármálaráðherra í
skattheimtu, bensínverð sem á sér
hvergi í heiminum neina hliðstæðu.
Þjóðin verður að rísa upp og bylta
þessari verklausu ríkisstjórn, sem
fyrir löngu er búin að gefast upp á að
stjórna landinu.
Ómar Sigurðsson
skipstjóri.
Ást er…
… að horfa á uppáhalds-
þátt hvort annars.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Íbók sinni Séra Baldur segirBaldur Vilhelmsson í Vatnsfirði
frá bernsku sinni á Hofsósi, en þar
var faðir hans kaupmaður og póst-
afgreiðslumaður, en afgreiddi einn-
ig skip Eimskips og „hafði svokall-
aðan bringingarbát til að flytja
vörurnar í land“. Af því tilefni orti
karlinn á Laugaveginum:
Í Hofsós á bringingarbát
var Baldur og aldan er kát,
hann var þar sem gestur
en vígðist svo prestur
í Vatnsfjörð – og Kristur varð mát.
Jóhannes Hannesson orti:
Það er eitt sem ég aldrei fæ skilið:
ef ég ætla að ganga upp þilið
losna iljarnar frá
og fæturnir ná
ekki að fylla að gagni upp í bilið.
Ég hef alltaf ímyndað mér að
þessi limra sé kveikjan að þessari
limru Kristjáns Karlssonar:
„Víst er gaman að ganga upp þil,“
sagði Guðný og labbaði upp þil.
„Eða fyndist þér gaman
jafngreindum í framan
að geta ekki labbað upp þil?“
Í athugasemdum við bók sína
Limrur segir Kristján: „En áður en
limran fékk nafn og náði fótfestu
hérlendis bregður hættinum eða að
minnsta kosti líkum brag fyrir í ís-
lenskum kveðskap, til dæmis í dans-
lagatextum, en einkum í sálmum:
Hvað eru dauðlegir menn, að þú minnst
þeirra getur,
mannanna börn, að þú vegsemdar
slíkrar þau metur?
Manninn á jörð
máttugri englanna hjörð
lítið eitt lægra þú setur.
Þannig kvað séra Valdimar
Briem í sálmi.“
Hér kemur limra eftir Kristján:
Það var veisla og geysilegt gaman
og gestirnir bjartir í framan
yfir lystugum orðum
en innst undir borðum
lá eilífðin hnipruð saman.
Halldór Blöndal
halldorblondal@gmail.com
Vísnahorn
Og Kristur varð mát
Jónas Jónsson frá Hriflu varskarpur maður, en átti erfitt með
að hemja sig. Þegar hann var ráð-
herra í minnihlutastjórn Framsókn-
arflokksins árin 1927-1932, þótti
hann misnota jafnt veitingarvald sitt
í kennslumálaráðuneytinu og ákæru-
vald sitt í dómsmálaráðuneytinu í
þágu stjórnmálahagsmuna. Þess
vegna sagði Hermann Jónasson við
hann í Ráðherrabústaðnum 1937,
þegar þeir kepptu um það, hvor
þeirra ætti að vera forsætisráðherra:
„Þú kannt að skrifa, en ekki að
stjórna.“ Og þess vegna sagði Bjarni
Benediktsson eitt sinn við hann með
hógværlegu brosi: „Þín vinnubrögð í
ríkisstjórninni verða jafnan öðrum til
viðvörunar.“
Eitt fórnarlamb Jónasar var Jó-
hannes Jóhannesson, bæjarfógeti í
Reykjavík, sem Jónas hrakti úr emb-
ætti og fékk síðan dæmdan fyrir litl-
ar sakir (hann hafði ekki fremur en
margir aðrir bæjarfógetar eða sýslu-
menn reiknað dánarbúum í vörslu
sinni fulla vexti). Jóhannes var virtur
maður, lengi alþingismaður Seyðfirð-
inga fyrir Íhaldsflokkinn og síðar
Sjálfstæðisflokkinn. Má nærri geta,
að þetta mál varð honum mikill áfall.
Á efri árum sagði hann einni frænd-
konu sinni frá því eftir gönguferð, að
hann hefði þar hitt Jónas frá Hriflu
og heilsað honum. „Heilsaðirðu hon-
um Jónasi?“ spurði konan undrandi.
„Já, auðvitað, ég hef aldrei gert hon-
um neitt,“ svaraði Jóhannes.
Minnir þessi skemmtilega saga á
aðra af gríska heimspekingnum
Sókratesi, sem Xenófón greinir frá í
Minningum sínum. Sókrates furðaði
sig á því, þegar maður einn reiddist,
af því að oflátungur nokkur hefði
ekki tekið kveðju hans: „Hlægilegt!
Þú hefðir ekki reiðst, hefðir þú rekist
á mann við verri heilsu en þú. En þú
kippir þér upp við að hitta mann, sem
er ókurteisari en þú.“
En sanngjarnasti dómurinn um
Jónas frá Hriflu er ef til vill sá, sem
hinn vitri bændahöfðingi Bjarni Ás-
geirsson kvað upp: „Honum verður
fyrirgefið mikið, af því að hann hefur
elskað mikið.“ Vísaði Bjarni þar vit-
anlega í hina helgu bók, en í Lúk-
asarguðspjalli er komist svo að orði
um bersyndugu konuna: „Hinar
mörgu syndir hennar eru fyrir-
gefnar, enda elskar hún mikið.“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar.
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hann heilsaði Jónasi