Morgunblaðið - 19.02.2011, Page 43

Morgunblaðið - 19.02.2011, Page 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011 Breski leikstjórinn MikeLeigh hefur einstakt lag áþví að ná því besta út úrleikurunum í kvikmynd- um sínum. Hér sýnir hann enn og aftur hversu magnaður leikstjóri hann er, í kvikmyndinni Another Ye- ar. Í myndinni segir af hamingju- sömum hjónum, Tom og Gerri, sem komin eru á sjötugsaldurinn. Allt er eins og best verður á kosið í þeirra hjónalífi en það sama verður ekki sagt um vini þeirra og vandamenn. Mary, samstarfskona Gerri, er klyfj- uð af áhyggjum, með brotna sjálfs- mynd og afar upptekin af aldrinum og þeirri líkamlegu hrörnun sem honum fylgir. Hún leitar huggunar í áfengi sem gerir heimsóknir hennar á köflum óþægilegar fyrir hjónin. Góðvinur Toms er ekki síður þjak- aður og á hraðri leið í gröfina vegna slæmra lifnaðarhátta sinna, drykkjuskapar og ofáts. Sonur hjónanna, Joe, er hins vegar í ágæt- um málum en hefur þó ekki tekist að finna lífsförunautinn og er barnlaus, kominn á fertugsaldurinn. Eldri bróðir Toms og fjölskylda hans eiga svo við mikla ógæfu að stríða. Eins og titill myndarinnar vísar til þá er í henni lýst einu ári í lífi hjónanna sem gæta þess að rækta garðinn sinn og þá bæði í huglægum skilningi og bókstaflegum því þau eyða löngum stundum við garðyrkju. Þó ekki sé beinlínis hægt að tala um eiginlegan söguþráð í myndinni þá er umfjöllunarefnið risastórt, þ.e. mannleg samskipti og hvernig við tökumst á við það sem að höndum ber á lífsleiðinni. Myndin er tragí- kómísk á köflum og þó svo allir leik- arar standi sig óaðfinnanlega ber leikkonan Lesley Manville al- gjörlega af sem hin brothætta Mary. Hún er hreint mögnuð. Mike Leigh er töframaður raunsæisins og eins og jafnan vill verða með kvikmyndir hans gleymir maður því alveg að maður sé að horfa á skáldskap. Mað- ur er kominn inn á gafl hjá breskri fjölskyldu og deilir með henni sorg- um og gleði. Myndin verður þó full- hæg á köflum, einkum þegar líða tekur á seinni hlutann. Bíó Paradís Another Year bbbbn Leikstjórn og handrit: Mike Leigh. Aðal- hlutverk: Jim Broadbent, Lesley Man- ville, Ruth Sheen og Oliver Maltman. 129 mín. Bretland, 2010. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Tilþrif Lesley Manville sýnir hreint magnaðan leik í hlutverki Mary, vin- konu Gerri og Toms og tekst að búa til afar eftirminnilega persónu. Að rækta garðinn sinn Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Stutt-teiknimyndin Catatonic eftir Einar Baldvin Árnason var í upphafi mánaðar tek- in til sérstakrar umfjöllunar á vefnum Cartoon Brew sem helgaður er teikni- og stuttmyndum og fréttum úr þeim geira kvikmynda og mun sá vefur vera mik- ilvægur í þeim geira. Um myndina segir m.a. á vefsíðunni að aðdráttarafl hennar megi þakka djarfri notkun á úrklippu- teiknimyndastíl og þá sérstaklega undir lok myndar, þar sem barn bregst með krampa- kenndum hætti við áreiti. Catatonic er loka- verkefni Einars við hinn þekkta lista- og hönnunarháskóla CalArts í Kaliforníu, en hann lauk námi nýverið við deild sem nefn- ist Experimental Animation, eða til- raunakennd hreyfimyndagerð. „Catatonic fjallar um geðveiki, misnotkun á valdi, kynferðislega brenglun og flenn- istóra flugu,“ svarar Einar, spurður að því um hvað myndin fjalli. Vinnslan á myndinni hafi tekið sjö mánuði, frá skrifum til loka- hljóðvinnslu. „Myndin er að miklu leyti handunnin en allar teikningar voru gerðar með pastelkrít en síðan settar saman í tölvu. Ég hef sýnt hana töluvert og hún hefur alltaf vakið mikil viðbrögð en nýlega var hún valin til þess að vera fulltrúi skólans á kvikmyndahátíð í Arg- entínu. Áður en ég vann að Catatonic eyddi ég tveimur og hálfu ári í gerð Moon Into Blood, einnig á meðan á náminu stóð. Hún er unnin á svipaðan hátt nema hvað hún er lituð í tölvu,“ segir Einar. Disney stofnaði skólann -Þú varst að læra við deildina Experimen- tal Animation í CalArts sem tengist Walt Disney-fyrirtækinu, ekki satt? Hvernig nám er þetta? Geturðu lýst því hvernig það er uppbyggt? „Walt Disney sjálfur stofnaði skólann með áherslu á það að allar listgreinar yrðu undir sama þaki en skólinn tengist fyrirtækinu ekki beint nema að því leyti að þeir hafa áhuga á nemendum, styrkja suma til náms og skoða verk nemenda. Disney sjálfur lést áður en skólinn var opnaður en hann hafði víst í hyggju að kenna við hann. Námið í Experimental Animation-deildinni er nokk- uð frjálslegt enda nær hugtakið „experimen- tal animation“ yfir marga, mismunandi hluti. Það eru fáir skylduáfangar en margir valáfangar sem maður getur tekið í öðrum deildum og því byggt upp námið eftir eigin höfði. Ég tók t.d. marga áfanga í Character Animation-deildinni sem er hefðbundnari teiknimyndakennsla þar sem menn skemmta sér helst við það að horfa á gömlu Disney- myndirnar, ramma fyrir ramma.“ Stefnir á Íslandsmeistaratitil -Þú ert að vinna sjálfstætt við teikni- myndagerð núna og ert að vinna að mynd um hnefaleikamann. Hvers konar mynd er það og hvaða tækni beitirðu við gerð henn- ar? Hún er væntanlega teiknimynd? „Ég veit ekki ennþá nákvæmlega hver áherslan í myndinni er því ég er að vinna rannsóknarvinnu eins og er, m.a. með því að ræða við fólk og finna áhugaverðar sögur og svo með því að gera allskyns prufur. Mynd- in verður handteiknuð.“ -Þú hefur æft hnefaleika til að öðlast skilning á íþróttinni og ætlar þér að keppa í þeim. Er þetta ekki óvenjulegur undirbún- ingur fyrir teiknimynd? „Jú, flestir myndu láta sér nægja að horfa á það sem þeir vilja gera mynd um, t.d. með því að fara í dýragarð og horfa á ljón eða eitthvað álíka. Slík nálgun nægir mér ekki því ég vil aðeins gera hluti ef ég get ég gert þá eins vel og mögulegt er. Teiknimyndir byggjast á því að hafa skilning á því sem maður er að túlka hvort sem það eru hreyfingar eða hugarfar. Sá sem gerir teiknimyndir er einnig leikari nema hvað hann teiknar í stað þess að leika á sviði eða fyrir framan myndavél. Ég get því varla gert góða teiknimynd um hnefa- leika nema upplifa þá sjálfur. Ég stefni vissulega á að keppa og gott betur en það, ég ætla mér að verða Íslandsmeistari í þungavigt ásamt því að keppa í Suður- Kaliforníu þegar nær dregur hausti.“ Vill vinna að eigin hugmyndum -Hverjar eru framtíðaráætlanirnar, ætlar þú að vinna sjálfstætt eða reyna að komast á samning hjá fyrirtæki sem framleiðir teiknimyndir? „Ég vil vinna að eigin hugmyndum eða með fólki sem að ég ber virðingu fyrir, mér er sama hvernig framleiðsluumhverfið er, þ.e hvort það er innan stórs eða lítils fyr- irtækis eða í bílskúr einhvers staðar svo lengi sem um er að ræða metnaðarfulla og áhugaverða vinnu.“ Ljósmynd/Jovanna Rebecca Tosello Svalur Einar Baldvin á heimili sínu í Los Angeles. Hann hefur lokið námi í tilraunakenndri teikni- og hreyfimyndagerð í CalArts. Að skilja það sem verið er að túlka  Teiknimynd Einars Baldvins, Catatonic, tekin til umfjöllunar á teiknimyndavefnum Cartoon Brew  Vinnur að mynd um hnefaleika og stefnir á Íslandsmeistaratitil í þungavigt í þeirri íþrótt Ógnvekjandi Úr mynd Einars, Catatonic. Móðir fer að ráðum heldur skuggalegs læknis. Catatonic má finna á vef Einars, einar- baldvin.com. Moon into Blood má finna á slóðinni vimeo.com/user1459291.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.