Morgunblaðið - 19.02.2011, Page 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2011
Helga Mjöll Stefánsdóttir
hms6@hi.is
Íris Stefanía Skúladóttir stendur í
ströngu þessa dagana við að
skipuleggja tónlistarhátíðina
Bergen-Reykjavík-Nuuk, sem fer
fram dagana 24.-25. febrúar.
„Þetta er hrærigrautur af lista-
mönnum frá fjórum borgum:
Bergen, Reykjavík og Nuuk og
svo Bretlandi. Í grunninn er þetta
ólík tónlist sem á sér samt sam-
hljóm,“ segir Íris. Meðal þeirra
sem spila á hátíðinni eru Samúel
Jón Samúelsson með stórsveit
sinni, Davíð Þór Jónsson, Ragn-
heiður Gröndal, Moses Hightower
og Mr. Silla.
Æskuvinkona kemur
fram á hátíðinni
Josefin Winther, tónlistarkona
og æskuvinkona Írisar frá Bergen,
kemur fram á hátíðinni og óskaði
Íris eftir aðstoð hennar við skipu-
lagningu hátíðinnar. „Það vill svo
skemmtilega til að ég bjó í Bergen
sem unglingur og Josefin kom og
heimsótti mig á Íslandi í sumar.
Hún endaði svo á því að flytja
hingað vegna ástar sinnar á land-
inu. Í dag erum
við á fullu að
skipuleggja há-
tíðina.“
Þær stöllur
vildu efla sam-
starfið milli
þessara ólíku
landa og borga
en Josefin mun
sjálf koma fram
á hátíðinni, enda
að gera góða hluti í Bergen með
aðra plötu sína, Raising Armies.
Josefin mun vera þekkt af tónlist
sinni í Noregi en hún leikur rólegt
rokk og hefur m.a. verið líkt við
P.J. Harvey, að sögn Írisar.
Listamenn syngi á
móðurmálinu
Josefin og Íris hittu fyrir til-
viljun í sumar þekktan umboðs-
mann í Noregi, Mikael Telle, sem
er m.a. með Kings of Convenience
á sínum snærum. Hann vildi ólmur
fá að senda ungt og nýtt tónlist-
arfólk á hátíðina og fyrir hans til-
stuðlan mun hljómsveitin John
Olav Nilsen & Gjenge koma fram
á hátíðinni. Í kjölfarið var ákveðið
að hafa það að leiðarljósi að lista-
mennirnir syngju á sínu móð-
urmáli. „Við ætlum að gera tilraun
með það og mun allavega helm-
ingur hljómsveitanna syngja á
sinni tungu,“ segir Íris. Hún lofar
mikilli skemmtun og hvetur alla til
þess að mæta. Hægt er að nálgast
miða á vefsíðunni midi.is.og er
verðið 2.500 kr. fyrir eitt kvöld en
4.000 kr. fyrir bæði kvöldin.
Hrærigrautur listamanna úr ýmsum áttum
Vinsæl Josefin Winther gerir það
gott í heimalandi sínu Noregi.
Íris Stefanía
Skúladóttir
Norræn tónlistarhátíð hefur göngu sína í Norðurpólnum „Ólík tónlist sem á sér samt sam-
hljóm,“ segir skipuleggjandi Norska tónlistarkonan Josefin Winther heldur tónleika á hátíðinni
Höfundur er meistaranemi
í blaða- og fréttamennsku.
Sviti Hljómsveitin John Olav Nilsen & Gjenge er með sama umboðsmann og
Kings of Convenience. Hér sést hún á tónleikum með sveittum söngvara.
SPARBÍÓ 3D á allar sýningar merktar með grænu950 kr..
SÝND Í KRINGLUNNI OG EGILSHÖLL
FRÁ JAMES CAMERON
SEM FÆRÐI OKKUR TITANIC OG AVATAR
,
to nada
from PRADA
FRÁBÆR GAMANMYND BYGGÐ Á SÖGU
JANE AUSTEN, SENSE AND SENSIBILITY
„EIN BESTA MYND
ÞEIRRA COEN BRÆÐRA“
- EMPIRE
MYND Í ANDA CLUELESS
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI
„MYNDIN BÝÐUR ÞVÍ UPP
Á ENDURTEKIÐ ÁHORF OG
ÓGLEYMANLEGA SKEMMTUN.“
- H.S. - MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
DISTURBIA
MICHEAL BAY
- R.C.
- BOXOFFICE MAGZINE
/ ÁLFABAKKA
I AM NUMBER FOUR kl. 1 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 12 THE KING'S SPEECH kl. 5:30 - 8 - 10:30 L
TRUE GRIT kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D ísl. tal kl. 1 - 3:15 L
YOGI BEAR 3D ísl. tal kl. 1 - 3:30 - 5:30 L MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 1 - 3:15 L
SANCTUM 3D kl. 8 - 10:30 14
/ EGILSHÖLL
I AM NUMBER FOUR kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 YOGI BEAR 3D ísl. tal kl. 2 - 3:50 14
I AM NUMBER FOUR kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:20 VIP KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:20 14
TRUE GRIT kl. 5:40 - 8 - 10:30 16 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI ísl. tal kl. 1:203D - 3:303D L
FROM PRADA TO NADA kl. 3:40 - 8 - 10:20 10 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L
THE KING'S SPEECH kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 L MEGAMIND ísl. tal kl. 1:30 L ROKLAND kl. 5:50 12