Ný saga - 01.01.1998, Side 6

Ný saga - 01.01.1998, Side 6
Vésteinn Olason Fornsagan var okkar óvinnan- lega borg og það er hennar verk að við erum sjálfstæð þjóð í dag Halldór Kiljan Laxness og fom sagnahefð Fornsögumar og œttjarðarástin egar Halldór Gijöjónsson frá Laxnesi var 14 ára gamall, árið 1916, birtist í Sólskini, barnablaði vestur- íslenska blaðsins Löghergs, kveðja hans til ís- lenskra barna í Vesturheimi. Þar segist Hall- dór hafa lesið íslendingasögur í hjásetu og verið búinn með þær allar þegar hann var ell- efu ára. Svo bætir hann við: - Ef að mann langar að elska landið sitt en gerir það ekki beinlínis, þá er meðalið þetta: Lestu íslendingasögurnar, með þeim drekkurðu í þig ættjarðarást. - Ekki get ég fullkomlega gert mér grein fyrir hvernig ást mín til landsins hefir aukist við lestur þeirra sagna, en það er víst: Aukist hefir hún og það einmitl við lestur íslendinga sagna; og þess vegna vil ég segja ykkur að meðalið er einhlýtt.1 Auðvelt væri að setja saman röð tilvitnana í ummæli Halldórs Kiljans Laxness um forn- sögur sem nægt gætu í langan lestur. Engum þyrfti að leiðast sá lestur, og hér í upphafi máls verða sönnur færðar á það.2 I niðurlagi „Minnisgreina um fornsögur“ frá 1945 segir skáldið: Gegnum myrkur lángra alda voru þessar sögur aleiga þjóðar sem þreyði vestur í hafi nær útsloknan, eftilvill í meiri eymd en nokkur önnur vestræn þjóð. Sú öld sem hafði bjargað lífi sínu með því að seljast í hendur erlendu konúngsvaldi gegn loforði um sex skipa siglíngu á ári, gaf niðjunum þessa gjöf í vegarnesti á hinni þúngu braut: fornsögurnar með minníngum sínum um hetjur og örlög bókfestar á sjálfu móður- máli skáldskaparins. Á þessari gjöf nærðist þjóðin. Þessi gjöf var fjöregg hennar, líf hennar í dauðanum. Trúin á hetjuna sem bregður sér hvorki við sár né bana og kann ekki að láta yfirbugast, þessi manndómstrú var okkar líf. í lífsháskum aldanna var hún aflið sem deyddi dauða okkar. Og málið, hið fullkomnasta sem ritað hafði verið á Vesturlöndum, mál sem eignaðist sígild listaverk áður en Evrópa fæddist til menníngar sinnar, það varð gimsteinn okk- ar. Þannig varð fornsagan l'ræið sem átti að lifa, græðlíngurinn í klakaþelanum, sem álti að skjóta sprotum á nýu þjóðvori. Hetjuskáldskapur þrettándu aldar varð uppistaða þjóðarsálarinnar. Á þeim tímum sem niðurlægíng okkar var dýpst kendi fornsagan að við værum hetjur og kyn- bornir menn. Fornsagan var okkar óvinn- anlega borg og það er hennar verk að við erum sjálfstæð þjóð í dag.3 Á kaldhæðnum og hugsjónadaufum tímum við aldarlok dirfist maður varla að vitna í slík- an lexta, og reyndar stingur þessi skáldlega mælska heldur en ekki í stúf við rólegan og hófstilltan stíl fornsögunnar. En ekki nóg með það, heldur mælir þessi orð sá maður sem var farinn að draga að sér el'ni í Gerplu - vísast eru „Minnisgreinar“ hluti al' þeirri vinnu - þá skáldsögu sem dregur sundur og saman í háði trúna „á hetjuna sem bregður sér hvorki við sár né bana og kann ekki að láta yfirbugast." Sami höfundur hafði áratug fyrr sýnt fram á hvernig slík hetjudýrkun beinir lífi kotbónda í ógöngur. Tína mætti saman fjölda lilvitnana úr öðr- um skrifum Halldórs Kiljans Laxness sem sýna að honum var alls ekki hlátur í huga þeg- ar hann setti á blað þessi háfleygu orð. Af- staða rómantískrar þjóðernishyggju til Is- lendingasagna er hér tjáð með hnitmiðaðri mælsku. Og auðvitað er sú trú og ást á þjóð- inni, sem andar úr hverju orði, glædd af til- 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.