Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 19
Halldór Kiljan Laxness og forn sagnahefð
Utivistarmaðurinn Halidór Kiljan Laxness á efri árum.
eiga hvergi heima nema í skopsögu, þótt und-
irtónn kunni aö vera alvarlegur. Það er ekki
sök skáldsins eða blekbóndans. Það eru ein-
faldlega skilmálar aldarinnar. Svo að enn sé
miðað við íslendingabók, þá er hún skrifuð af
mikilli alvöru og viðleitni til að segja eða búa
til sögulegan sannleika. Írónían einkennir
Innansveitarkroniku og alvöruleysið verður
ekki greint frá alvörunni.
Enginn vafi er á því að forn sagnahefð ís-
lensk hafði margvísleg og djúp áhrif á rithöf-
undinn og manninn Halldór Kiljan Laxness,
þótt hann sæi framandleika hennar nægilega
vel til að reyna aldrei að apa eftir henni. Sem
rithöfundi var honum ómetanlegt að vera frá
bernsku alinn upp við slíka fágun í frásagnar-
list. Þegar sköpunarmáttur hans var mestur
og þörfin fyrir að bæta heiminn brennandi,
hélt viðmiðunin við fornsöguna aftur af hon-
um og átti þátt í að gefa sögum hans form og
persónum þann óræða kjarna sem er nauð-
synlegastur af öllu. Þegar árin færðust yfir og
kenningarnar höfðu brugðist, voru þær leið-
arljós í leitinni að þeirri frásögn, sem aldrei
verður annað en hugsjón, þar sem bilið milli
hlutarins og orðanna verður að engu.
Tilvísanir
1 Vitneskja mín um þessa grein og tilvitnunin er fengin
úr grein Sveins Skorra Höskuldssonar, „Sambúð
skálds við þjóð sína“, Sjö erindi um Halldór Laxness
(Reykjavík, 1973), bls. 12-13.
2 Lesendur eru vinsamlegast beðnir að hafa í huga að
grein þessi var upphaflega samin sem fyrirlestur með
fremur stuttum fyrirvara. Þessi fyrirlestur var fluttur á
vegum Hollvinasamtaka heimspekideildar Háskóla
íslands á fæðingardegi skáldsins 23. apríl 1998. Þótt
bætt hafi verið úr nokkrum yfirsjónum og heimildatil-
vísunum aukið við en tilvitnanir lítillega styttar, ber
greinin enn ýmis merki fyrirlestrarins. Henni er frem-
ur ætlað að vera yfirlit yfir viðhorf Halldórs til forn-
sagna, og þá einkum Islendingasagna, en rækileg
söguleg eða fræðileg greining á þessum viðhorfum.
3 „Minnisgreinar um fomsögur", Sjálfsagðir hlutir (Reykja-
vík, 1946), bls. 65-66.
4 Um afstöðu Halldórs til fornsagna hefur ýmislegt ver-
ið skrifað. Auk þess sem fléttast inn í rit um höfund-
arferil hans, hafa nokkrir fræðimenn fjallað um þetta
efni í sérstökum greinum. Peter Hallberg hefur víða
rakið með dæmum hvernig ungæðisleg uppreisn Hall-
dórs gegn fornsögunum og frásagnarlist þeirra, þegar
hann var um tvítugt, snerist fljótt í aðdáun og leiddi
jafnvel til djúptækra áhrifa á hans eigin rithátt, sbr.
t.d. Halldór Laxness (Reykjavík, 1975), bls. 179-93,
og „Halldór Laxness and the Icelandic Sagas“, Leeds
Studies in English. New Series, vol. XIII (1982). Stein-
grímur J. Þorsteinsson skrifaði einnig um áhrif forn-
sagnanna á skáldsagnagerð og stíl Halldórs og um
hugmyndir hans um þessar bækur, sbr. „Halldór Lax-
ness and the Icelandic Sagas“, Scandinavica. An
Enginn vafi er
á því að forn
sagnahefð
íslensk hafði
margvísleg og
djúp áhrif á
rithöfundinn og
manninn Halldór
Kiljan Laxness
17