Ný saga - 01.01.1998, Side 22
Hörður Vilberg Lárusson
Mynd 1.
Einar Olgeirsson.
Mynd 2.
Jónas Árnason.
Mynd 3.
Merki hinnar
alþjóðlegu útvarps-
og sjónvarpsþjón-
ustu Bandaríkjahers.
Bandaríkjahers en árið 1942 var sett á fót stofn-
un, Armed Forces Radio Service, til að sinna
þessu hlutverki. Unnið var ötullega að því að
koma á Iegg útvarpsstöðvum á áhrifasvæði
Bandaríkjanna til að flytja hermönnum fjarri
heimahögunum fréttir. Höfuðstöðvarnar voru
í Los Angeles og var efnið framleitt þar en
síðan sent til stöðvanna. Þær urðu alls 177 í
seinni heimsstyrjöldinni. Dagskráin byggðist
á upptökum af vinsælustu þáttunum í Banda-
ríkjunum, tónlist og þáttum sem voru sérstak-
lega útbúnir handa hermönnum. Allar aug-
lýsingar voru klipptar út og einnig það sem
menn töldu ekki við hæfi hermanna. Efnið
var því ritskoðað. Oftar en ekki lögðu stjörn-
ur Hollywood hönd á plóginn við framleiðsl-
una og var þar fríður hópur á ferð. Þegar
styrjöldinni lauk og hermenn héldu aftur heim
var stöðvunum fækkað og voru þær orðnar
45 talsins árið 1950. Eftir að Kóreustyrjöldin
braust út tók stöðvunum hins vegar að fjölga
á nýjan leik í kjölfar liðsflutninga Bandaríkja-
manna til Austurlanda fjær og Evrópu.8
Vopnaskak fjarri íslandsströndum gerði það að
verkum að hinu unga lýðveldi áskotnaðist er-
Iend útvarpsstöð en ekki voru allir á eitt sátt-
ir um ágæti þessarar sendingar.
Bandaríkjamenn höfðu aðeins sent út í fá-
eina daga þegar Einar Olgeirsson og Jónas
Arnason, þingmenn Sósíalistaflokksins, fluttu
tillögu til þingsályktunar um að rekstur út-
varpsins á Keflvíkurflugvelli skyldi stöðvaður.
Röksemdir þeirra fyrir því voru m.a. þær að
útvarpinu yrði eflaust beitt til að lokka ungar
stúlkur á dansleiki hermanna sem væru alveg
eins kvensamir og félagar þeirra á stríðsárun-
um. Þeir sögðu að útvarpið drægi æskuna frá
íslenskri menningararfleifð, s.s. fornritunum,
en byði í staðinn upp á Dick Tracy og Lone
Ranger sem yrðu staðgenglar Gunnars á Hlíð-
arenda og Njáls á Bergþórshvoli. Yrði ekkert
að gert flosnaði menning okkar upp og þjóð-
arnafnið Islendingar myndi hverfa „í hafrót
miskunnarlausrar stórveldisstefnu til að gleym-
ast.“9 Tillagan var aldrei tekin á dagskrá og
því fluttu þeir félagar hana á ný á næsta þingi.
Þótti þeim að hin mesta hætta stafaði af út-
varpsrekstri hersins og sögðu að á meðan
ríkisstjórnin hefði lagt blátt bann við orðinu
dans í tilkynningum Ríkisútvarpsins væri hinum
erlendu mönnum fátt hugstæðara en dans og
almennur gleðskapur. Stefna Ríkisútvarpsins
miðaði að því að varðveita siðferði þjóðarinn-
ar, en Keflavíkurútvarpið græfi jafnharðan
undan því. Þeir sögðu í greinargerð með til-
lögunni að ungt fólk leitaðist við að hlusta á
Keflavíkurútvarpið en bæri sig illa ef það neydd-
ist til að hlusta á Ríkisútvarpið. Hér væri al-
vara á ferðum þegar útlendingar hefðu náð
slíkum tökum á andlegu viðhorfi æskunnar og
gætu afleiðingarnar fyrir íslenskt þjóðemi orð-
ið ærið háskalegar. Þeim fannst ekki mikið til
dagskrár Keflavíkurútvarpsins koma; dagskráin
væri að mestu skipuð andlausum vaðliíorðum
og tónum, „en þó fyrst og fremst fáránlegum
leikþáttum, þar sem rás viðburðanna lýsir sér
einkum í dynkjum þeim og hvellum, sem
verða, þegar fólk er slegið hnefahögg í andlit
eða skotið til bana.“ Á meðan æskulýður okk-
ar væri alinn upp í þessu andrúmslofti starfaði
Ríkisútvarpið af hátíðleik og festu með forn-
sagnalestur og erindi gáfaðra manna, sem
tákn þess að við værum sjálfstæð menn-
ingarþjóð.10
í umræðu um málið sagði Jónas Árnason
að íslensk menning hefði lifað vegna varð-
veislu kynslóðanna á þjóðlegum bókmennt-