Ný saga - 01.01.1998, Page 22

Ný saga - 01.01.1998, Page 22
Hörður Vilberg Lárusson Mynd 1. Einar Olgeirsson. Mynd 2. Jónas Árnason. Mynd 3. Merki hinnar alþjóðlegu útvarps- og sjónvarpsþjón- ustu Bandaríkjahers. Bandaríkjahers en árið 1942 var sett á fót stofn- un, Armed Forces Radio Service, til að sinna þessu hlutverki. Unnið var ötullega að því að koma á Iegg útvarpsstöðvum á áhrifasvæði Bandaríkjanna til að flytja hermönnum fjarri heimahögunum fréttir. Höfuðstöðvarnar voru í Los Angeles og var efnið framleitt þar en síðan sent til stöðvanna. Þær urðu alls 177 í seinni heimsstyrjöldinni. Dagskráin byggðist á upptökum af vinsælustu þáttunum í Banda- ríkjunum, tónlist og þáttum sem voru sérstak- lega útbúnir handa hermönnum. Allar aug- lýsingar voru klipptar út og einnig það sem menn töldu ekki við hæfi hermanna. Efnið var því ritskoðað. Oftar en ekki lögðu stjörn- ur Hollywood hönd á plóginn við framleiðsl- una og var þar fríður hópur á ferð. Þegar styrjöldinni lauk og hermenn héldu aftur heim var stöðvunum fækkað og voru þær orðnar 45 talsins árið 1950. Eftir að Kóreustyrjöldin braust út tók stöðvunum hins vegar að fjölga á nýjan leik í kjölfar liðsflutninga Bandaríkja- manna til Austurlanda fjær og Evrópu.8 Vopnaskak fjarri íslandsströndum gerði það að verkum að hinu unga lýðveldi áskotnaðist er- Iend útvarpsstöð en ekki voru allir á eitt sátt- ir um ágæti þessarar sendingar. Bandaríkjamenn höfðu aðeins sent út í fá- eina daga þegar Einar Olgeirsson og Jónas Arnason, þingmenn Sósíalistaflokksins, fluttu tillögu til þingsályktunar um að rekstur út- varpsins á Keflvíkurflugvelli skyldi stöðvaður. Röksemdir þeirra fyrir því voru m.a. þær að útvarpinu yrði eflaust beitt til að lokka ungar stúlkur á dansleiki hermanna sem væru alveg eins kvensamir og félagar þeirra á stríðsárun- um. Þeir sögðu að útvarpið drægi æskuna frá íslenskri menningararfleifð, s.s. fornritunum, en byði í staðinn upp á Dick Tracy og Lone Ranger sem yrðu staðgenglar Gunnars á Hlíð- arenda og Njáls á Bergþórshvoli. Yrði ekkert að gert flosnaði menning okkar upp og þjóð- arnafnið Islendingar myndi hverfa „í hafrót miskunnarlausrar stórveldisstefnu til að gleym- ast.“9 Tillagan var aldrei tekin á dagskrá og því fluttu þeir félagar hana á ný á næsta þingi. Þótti þeim að hin mesta hætta stafaði af út- varpsrekstri hersins og sögðu að á meðan ríkisstjórnin hefði lagt blátt bann við orðinu dans í tilkynningum Ríkisútvarpsins væri hinum erlendu mönnum fátt hugstæðara en dans og almennur gleðskapur. Stefna Ríkisútvarpsins miðaði að því að varðveita siðferði þjóðarinn- ar, en Keflavíkurútvarpið græfi jafnharðan undan því. Þeir sögðu í greinargerð með til- lögunni að ungt fólk leitaðist við að hlusta á Keflavíkurútvarpið en bæri sig illa ef það neydd- ist til að hlusta á Ríkisútvarpið. Hér væri al- vara á ferðum þegar útlendingar hefðu náð slíkum tökum á andlegu viðhorfi æskunnar og gætu afleiðingarnar fyrir íslenskt þjóðemi orð- ið ærið háskalegar. Þeim fannst ekki mikið til dagskrár Keflavíkurútvarpsins koma; dagskráin væri að mestu skipuð andlausum vaðliíorðum og tónum, „en þó fyrst og fremst fáránlegum leikþáttum, þar sem rás viðburðanna lýsir sér einkum í dynkjum þeim og hvellum, sem verða, þegar fólk er slegið hnefahögg í andlit eða skotið til bana.“ Á meðan æskulýður okk- ar væri alinn upp í þessu andrúmslofti starfaði Ríkisútvarpið af hátíðleik og festu með forn- sagnalestur og erindi gáfaðra manna, sem tákn þess að við værum sjálfstæð menn- ingarþjóð.10 í umræðu um málið sagði Jónas Árnason að íslensk menning hefði lifað vegna varð- veislu kynslóðanna á þjóðlegum bókmennt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.