Ný saga - 01.01.1998, Síða 27

Ný saga - 01.01.1998, Síða 27
Hernám hugans uðu nöfn sín á listann gerðu það sem einstak- lingar en ekki í nafni embætta sinna eða stofn- ana sem þeir væru í forsvari fyrir. Ljósl má þó vera að með því að tilgreina titla og starfsheiti var áskoruninni gefin aukinn þungi. Var hún á þessa leið:38 Vér undirritaðir alþingiskjósendur teljum á ýmsan hátt varhugavert, auk þess sem það er vansæmandi fyrir íslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð, að heimila einni erlendri þjóð að reka hér á landi sjónvarps- stöð, er nái til meiri hluta landsmanna. Með stofnun og rekstri íslenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjárfrekt og vanda- samt fyrirtæki með örfámennri þjóð, að nauðsynlegt sé, að það mál fái að þróazt í samræmi við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knúið sé fram með óeðlilegum hætti. Af framangreindum ástæðum viljum vér hér með skora á háttvirt Alþingi að hlutast til um, að heimild til rekstrar erlendrar sjónvarpsstöðvar á Keflavíkurflugvelli sé nú þegar bundin því skilyrði, að sjónvarp þaðan verði takmarkað við herstöðina eina. Þeir sem skrifuðu undir áskorunina voru meðal annarra Halldór Laxness rithöfundur, Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri, Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsam- bands bænda ásamt formönnum samtaka ungra framsóknarmanna, jafnaðarmanna og sjálfstæðismanna. Enginn yfirlýstur herstöðva- andstæðingur var hafður með á listanum og var það gert til að ekki væri hægt að saka 60- menningana um að annarleg sjónarmið lægju að baki áskorun þeirra.39 En af hverju risu allt í einu upp 60 þjóð- kunnir einstaklingar til að mótmæla Keflavík- ursjónvarpinu? Á þessum tíma voru alþingis- menn 60 talsins og skírskotaði fjöldi undir- skrifendanna til þess. Áskorun 60-menning- anna var orðsending til alþingismanna um að þeir hefðu ekki staðið sig sem skyldi og því þyrftu aðrir að taka í taumana ef ekki ætti illa að fara. Sigurður Líndal, einn 60-menning- anna, sagði að í nútímaþjóðfélagi væri starf- andi fjöldi sérfræðinga og það væri hlutverk þeirra að hafa vit fyrir mönnum. Læknar hefðu vit fyrir sjúklingum, lögfræðingar hefðu vil fyrir mönnum í deilum þeirra og menn leituðu álits verkfræðinga áður en þeir hæfu framkvæmdir og lytu forsjá þeirra. Sigurður sagði að það sama ætti við þegar kæmi að málefnum alls þjóðfélagsins, ekki síst í ljósi þess að þau gætu oft verið „mjög flókin og mjög örlagarík." Sagði Sigurður að mál þessi væru svo flókin og margþætt að allur þorri manna fullnægði ekki „þeim þekkingarfor- sendum til að geta tekið sjálfstæða afstöðu til þeirra svo að gagni komi.“ Menn yrðu því að láta hafa vit fyrir sér á ótal sviðum þjóðfélags- málefna og til þess hafi menn kosið sína full- trúa til að ráða fram úr þessum flóknu mál- um. Það væri yfirlýst stefna allra stjórnmála- flokka á Islandi að standa vörð um fullveldi og frelsi þjóðarinnar, að varðveita tungu hennar og annan þjóðlegan menningararf. Alþingismönnum hefði verið treyst til að framkvæma þessa stefnu og hafa vit fyrir þjóðinni. Mistækist þeim hins vegar verk sitt þyrfti að leita til þeirra sem: öðrum fremur verða taldir bera skyn á, hvað þarf til varðveislu þjóðlegrar menn- ingar, svo sem skálda, rithöfunda og ann- arra listamanna, fræðimanna á vettvangi þjóðlegra fræða, svo og annarra áhuga- manna í þeim efnum, að beita áhrifum sín- um gegn öllum víxlsporum eða vangæslu hinna kjörnu forystumanna.40 Baráttan gegn Keflavíkursjónvarpinu hélt áfram og þann 12. júní 1964 sendu 72 and- stæðingar sjónvarpsins sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi bréf þar sem farið var fram á Mynd 10. Sigurður Líndal. Mynd 11. Yngsta og elsta kynslóðin horfa saman á barnatíma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.