Ný saga - 01.01.1998, Side 28
Hörður Vilberg Lárusson
Mynd12.
Gylfi Þ. Gíslason.
Málið snerist
hins vegar ekki
um rétt manna
hér á iandi tii að
velja og hafna,
heidur um rétt
Bandaríkja-
manna til að
reka sjónvarps-
stöð á íslensku
landi sem næði
til íslendinga
að hann beitti sér fyrir því að Keflavíkursjón-
varpið sendi ekki út dagskrá sína á 20 ára af-
mæli íslenska Iýðveldisins þann 17. júní.41
Til þess kom þó ekki, en maður spyr sjálfan
sig: Hvers áttu hinir bandarísku hermenn að
gjalda? Átti að meina þeim sem voru lokaðir
innan girðingar að horfa á eigið sjónvarp
vegna þess að íslenska þjóðin sem þoldi ekki
samvistir við þá var að fagna sjálfstæði sínu?
Þótti nú sumum sem þjóðremban væri orðin
fullmikil og ekki að ástæðulausu.
I kjölfar áskorunar 60-menninganna var
Félag sjónvarpsáhugamcmnci stofnað til að
„verja þann sjálfsagða rétt, er félagsmenn
telja hvern frjálsborinn Islending eiga, þ.e. að
horfa á og fylgjast með öllum sendingum fjöl-
miðlunartækja, hver svo sem stýrir þeim eða
annast sendingar með þeim.“42 Hér var frelsi
einstaklingsins teflt gegn forræðishyggju 60-
menninganna og var iðulega vísað til þess af
stuðningsmönnum Keflavíkursjónvarpsins á
komandi árum. Málið snerist hins vegar ekki
um rétt manna hér á landi til að velja og
hafna, heldur um rétt Bandaríkjamanna til að
reka sjónvarpsstöð á íslensku landi sem næði
til Islendinga. Það vildi þó oft á tíðum gleym-
ast í tilfinningaþrungnum ræðum stuðnings-
manna Keflavíkursjónvarpsins sem sögðu
hvers kyns takmarkanir á útsendingum þess
árás á valfrelsi einstaklingsins.
íslenskt sjónvarp í augsýn
Hugmyndir manna um stofnun íslensks sjón-
varps á sjötta áratugnum urðu ekki að veru-
leika en eftir því sem á leið varð spurningin
um stofnun íslensks sjónvarps æ áleitnari.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum benti til að
mynda á að lausn deilna um sjónvarp varnar-
liðsins væri ekki l'ólgin í að banna það heldur
að bjóða upp á íslenskt efni sem mótvægi við
það erlenda.43 í apríl árið 1962 var síðan stig-
ið skref í átlina að stofnun íslensks sjónvarps
þegar lögum um skemmtanaskatt og þjóð-
leikhús var breytt á þann veg að hagnaður af
Viðtækjaverslun ríkisins skyldi nú renna til
Ríkisútvarpsins til undirbúnings og rekstrar
sjónvarps.44
I reynd hafði engin ákvörðun verið tekin
um íslenskt sjónvarp, en búið var að eyrna-
merkja fjármagn til að undirbúa stofnun þess.
Þann 22. nóvember árið 1963 fól síðan mennta-
málaráðuneytið útvarpsráði og útvarpsstjóra
að „gera tillögur um, með hverjum hætti sem
fyrst verði efnt til íslensks sjónvarps á vegum
Ríkisútvarpsins.“45 í kjölfarið var skipuð svo-
kölluð sjónvarpsnefnd en hún skilaði af sér
skýrslu í mars 1964. Lagði hún m.a. til að tek-
in yrði ákvörðun hið fyrsta um stofnun ís-
lensks sjónvarps og sjónvarpskerfis fyrir allt
landið sem yrði byggt upp á 5-7 árum frá
1966-72. Einnig lagði hún til að þegar yrði
hafist handa við byggingu sjónvarpshúss þó
svo að starfsemin hæfi göngu sína í bráða-
birgðahúsnæði.46 Frá 1. júlí 1964 nýtti síðan
ríkisstjórnin sér heintild í lögum nr. 52/1962
um að tollar af innfluttum sjónvarpstækjum
rynnu til undirbúnings íslensks sjónvarps.
Þann 7. ágúst 1964 fól mennlamálaráðuneyt-
ið Ríkisútvarpinu að hefja þá þegar undir-
búning að því að koma íslensku sjónvarpi sem
fyrst á laggirnar.47 Þar með var Keflavíkur-
sjónvarpið orðið bein tekjulind fyrir væntan-
legt íslenskt sjónvarp og flýtti þar með fyrir
tilkomu þess.
Eftir því sem sjónvarpsnotendum fjölgaði
virtist sem fleiri kæmust á þá skoðun að ekki
yrði unað til lengdar við sjónvarp Bandaríkja-
hers. Þannig sagði í leiðara Aljrýðuhlaðsins
þann 20. maí 1965: „Allir hljóta að viður-
kenna, að áhrif og útbreiðsla ameríska sjón-
varpsins hafi verið meiri en nokkurn mann
gat órað fyrir. Þess vegna er það vandamál,
sem óhjákvæmilegt er að horfast í augu við,
og verður vafalaust ekki leysl á viðunandi
hátt, nema í sambandi við íslenskt sjónvarp,
þegar það kemur til sögunnar."48 Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra tók undir
þessi orð tveimur dögum síðar í sama blaði og
sagði að ef menn hefðu séð fyrir hina öru út-
breiðslu sjónvarpsins annaðhvort 1955 eða
1961 hefðu margir litið öðru vísi á málið.
Jafnframt sagði hann: „Jafn sjálfsagt og það
er að veita undanþágu frá einkarétti íslenska
ríkisins til sjónvarpsreksturs til þess að varn-
arliðið geti séð sínum mönnuni fyrir banda-
rísku sjónvarpi, jafnóeðlilegt er það, að ís-
lendingar fái sjónvarpsþjónustu sína frá
annarri þjóð.“49 Hér var því komið annað
hljóð í strokkinn en hafði t.d. verið í sölum
26