Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 28

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 28
Hörður Vilberg Lárusson Mynd12. Gylfi Þ. Gíslason. Málið snerist hins vegar ekki um rétt manna hér á iandi tii að velja og hafna, heidur um rétt Bandaríkja- manna til að reka sjónvarps- stöð á íslensku landi sem næði til íslendinga að hann beitti sér fyrir því að Keflavíkursjón- varpið sendi ekki út dagskrá sína á 20 ára af- mæli íslenska Iýðveldisins þann 17. júní.41 Til þess kom þó ekki, en maður spyr sjálfan sig: Hvers áttu hinir bandarísku hermenn að gjalda? Átti að meina þeim sem voru lokaðir innan girðingar að horfa á eigið sjónvarp vegna þess að íslenska þjóðin sem þoldi ekki samvistir við þá var að fagna sjálfstæði sínu? Þótti nú sumum sem þjóðremban væri orðin fullmikil og ekki að ástæðulausu. I kjölfar áskorunar 60-menninganna var Félag sjónvarpsáhugamcmnci stofnað til að „verja þann sjálfsagða rétt, er félagsmenn telja hvern frjálsborinn Islending eiga, þ.e. að horfa á og fylgjast með öllum sendingum fjöl- miðlunartækja, hver svo sem stýrir þeim eða annast sendingar með þeim.“42 Hér var frelsi einstaklingsins teflt gegn forræðishyggju 60- menninganna og var iðulega vísað til þess af stuðningsmönnum Keflavíkursjónvarpsins á komandi árum. Málið snerist hins vegar ekki um rétt manna hér á landi til að velja og hafna, heldur um rétt Bandaríkjamanna til að reka sjónvarpsstöð á íslensku landi sem næði til Islendinga. Það vildi þó oft á tíðum gleym- ast í tilfinningaþrungnum ræðum stuðnings- manna Keflavíkursjónvarpsins sem sögðu hvers kyns takmarkanir á útsendingum þess árás á valfrelsi einstaklingsins. íslenskt sjónvarp í augsýn Hugmyndir manna um stofnun íslensks sjón- varps á sjötta áratugnum urðu ekki að veru- leika en eftir því sem á leið varð spurningin um stofnun íslensks sjónvarps æ áleitnari. Steindór Steindórsson frá Hlöðum benti til að mynda á að lausn deilna um sjónvarp varnar- liðsins væri ekki l'ólgin í að banna það heldur að bjóða upp á íslenskt efni sem mótvægi við það erlenda.43 í apríl árið 1962 var síðan stig- ið skref í átlina að stofnun íslensks sjónvarps þegar lögum um skemmtanaskatt og þjóð- leikhús var breytt á þann veg að hagnaður af Viðtækjaverslun ríkisins skyldi nú renna til Ríkisútvarpsins til undirbúnings og rekstrar sjónvarps.44 I reynd hafði engin ákvörðun verið tekin um íslenskt sjónvarp, en búið var að eyrna- merkja fjármagn til að undirbúa stofnun þess. Þann 22. nóvember árið 1963 fól síðan mennta- málaráðuneytið útvarpsráði og útvarpsstjóra að „gera tillögur um, með hverjum hætti sem fyrst verði efnt til íslensks sjónvarps á vegum Ríkisútvarpsins.“45 í kjölfarið var skipuð svo- kölluð sjónvarpsnefnd en hún skilaði af sér skýrslu í mars 1964. Lagði hún m.a. til að tek- in yrði ákvörðun hið fyrsta um stofnun ís- lensks sjónvarps og sjónvarpskerfis fyrir allt landið sem yrði byggt upp á 5-7 árum frá 1966-72. Einnig lagði hún til að þegar yrði hafist handa við byggingu sjónvarpshúss þó svo að starfsemin hæfi göngu sína í bráða- birgðahúsnæði.46 Frá 1. júlí 1964 nýtti síðan ríkisstjórnin sér heintild í lögum nr. 52/1962 um að tollar af innfluttum sjónvarpstækjum rynnu til undirbúnings íslensks sjónvarps. Þann 7. ágúst 1964 fól mennlamálaráðuneyt- ið Ríkisútvarpinu að hefja þá þegar undir- búning að því að koma íslensku sjónvarpi sem fyrst á laggirnar.47 Þar með var Keflavíkur- sjónvarpið orðið bein tekjulind fyrir væntan- legt íslenskt sjónvarp og flýtti þar með fyrir tilkomu þess. Eftir því sem sjónvarpsnotendum fjölgaði virtist sem fleiri kæmust á þá skoðun að ekki yrði unað til lengdar við sjónvarp Bandaríkja- hers. Þannig sagði í leiðara Aljrýðuhlaðsins þann 20. maí 1965: „Allir hljóta að viður- kenna, að áhrif og útbreiðsla ameríska sjón- varpsins hafi verið meiri en nokkurn mann gat órað fyrir. Þess vegna er það vandamál, sem óhjákvæmilegt er að horfast í augu við, og verður vafalaust ekki leysl á viðunandi hátt, nema í sambandi við íslenskt sjónvarp, þegar það kemur til sögunnar."48 Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra tók undir þessi orð tveimur dögum síðar í sama blaði og sagði að ef menn hefðu séð fyrir hina öru út- breiðslu sjónvarpsins annaðhvort 1955 eða 1961 hefðu margir litið öðru vísi á málið. Jafnframt sagði hann: „Jafn sjálfsagt og það er að veita undanþágu frá einkarétti íslenska ríkisins til sjónvarpsreksturs til þess að varn- arliðið geti séð sínum mönnuni fyrir banda- rísku sjónvarpi, jafnóeðlilegt er það, að ís- lendingar fái sjónvarpsþjónustu sína frá annarri þjóð.“49 Hér var því komið annað hljóð í strokkinn en hafði t.d. verið í sölum 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.