Ný saga - 01.01.1998, Síða 30

Ný saga - 01.01.1998, Síða 30
Hörður Vilberg Lárusson Sjónvarpið flytti menn úr ísiensku menningarum- hverfi í banda- rískt, og þó eink- um yfir í banda- ríska múgmenn- ingu. Það gerði íslending að Bandaríkjamanni í hugsun eða öllu heldur að bandarísku múg- menni tækja og víðtækara verkefnis þar sem íslenska sjónvarpið væri á næstu grösum.55 Þegar líða tók að áramótum 1965-66 segir í Sjónvarps- tíðindum að sjónvarpstæki staldri lítt við í verslunum og sjónvarpsloftnet séu orðin geysi- mörg í borginni. Við margar götur séu komin loftnet á hvert hús og finnist mörgum það skrítið að sjónvarpsdagskráin skuli vera orðin snar þáttur í lífi svo margra íslenskra fjöl- skyldna. Giskað var á að um það bil 10.000 sjónvarpstæki væru í notkun og um 40-50 þúsund íslendingar horfðu á það sem væri vinsælast.56 Þrátt fyrir fjölgun sjónvarpsáhorfenda hafði þeirri spurningu ekki verið svarað af hálfu íslenskra stjórnvalda hvort gripið yrði til einhverra aðgerða gagnvart Keflavíkursjón- varpinu með tilkomu íslenska sjónvarpsins. Andstæðingar þess héldu því baráttunni áfram og á fullveldisdegi íslendinga þann 1. desember 1965 hélt Sigurður Líndal ræðu á fullveldishátíð háskólastúdenta sem var helguð varðveislu þjóðernis. Kjarnann í ræðu Sigurðar má finna í eftirfarandi orðum:57 Islendingar hafa hvorki styrk né auð af Qöl- menni. Hið eina sem veitir þeim sjálfstæðan tilverurétt meðal þjóða heims, er menningar- framlag þeirra og svo það, hversu þeim tekst að skipa málum í mannfélagi sínu á heilbrigðan og skynsamlegan hátt. For- senda alls slíks er þjóðerni og þjóðmenn- ing, og þetta tvennt er þannig frumundir- staða sjálfstæðrar tilveru Islendinga. En hvernig tengdust frumundirstöður sjálf- stæðrar tilveru fslendinga sjónvarpi Banda- ríkjahers á Keflavíkurvelli? Sigurður sagði að meginvandi íslenskra þjóðernismála væri sá að erlendu stórveldi hefði tekist að smeygja sér inn í íslenskt þjóðfélag með „áhrifamesta áróðurstæki nútímans“ og gerst nærgöngulla við allt menningar- og þjóðlíf en dæmi væru til áður um erlendan aðila. Sjónvarp þetta væri ekki til þess fallið að glæða ættjarðarást sem hlyti að vera einn traustasti grundvöllur þess að menn vildu þjóna íslensku þjóðfélagi. Sjónvarpið flytti menn úr íslensku menning- arumhverfi í bandarískt, og þó einkum yfir í bandaríska múgmenningu. Það gerði íslend- ing að Bandaríkjamanni í hugsun eða öllu heldur að bandarísku múgmenni, og gerði það að verkum að íslensk ungmenni tileink- uðu sér erlend sjónarmið þannig að þau yrðu afhuga íslensku þjóðfélagi. Síðan sagði Sig- urður: „Með sjónvarpi þessu er vegið að grundvelli íslendinga sem þjóðar."58 Þarna voru stór orð látin falla og mun Sig- urður hafa blásið þvílíkum eldmóði í brjósl háskólastúdenta að þeir fóru þegar að ræða um fjöldaaðgerðir. Þann 8. febrúar 1966 skor- uðu síðan 600 háskólastúdentar á Alþingi að Keflavíkursjónvarpið yrði takmarkað við Keflavíkurflugvöll, en þeir töldu að hersjón- varpið stefndi íslensku þjóðerni í bráða hættu.59 Þess má geta að á árunum 1960-65 voru að meðaltali 850 stúdentar innritaðir í Háskólann.60 Nú þótti Félagi sjónvarpsáhugamanna nóg komið af andófi gegn Keflavíkursjónvarpinu og hóf það undirskriftasöfnun undir mót- mælabréf lil Alþingis þar sem andmælt var hvers kyns skerðingu á sendingum fljölmiðl- unartækja sem íslendingar hefðu aðgang að og kynnu að eiga möguleika á að nýta sér í framtíðinni. Ennfremur mótmæltu sjónvarps- áhugamenn harðlega „öllum tilraunum til bygg- ingar Kínamúrs eða Berlínarmúrs“ um þjóð- leg verðmæli, og sögðust bera það mikið traust til íslensks þjóðernis, tungu og menningar að 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.