Ný saga - 01.01.1998, Page 32

Ný saga - 01.01.1998, Page 32
Hörður Vilberg Lárusson Á haustdögum ársins 1966 var íslenskt sjónvarp á næsta leiti og var þá gert opinbert hvernig sambýli þess og bandariska sjónvarpsins yrði háttað Mynd 14. Gestum var gjarnan boðið til að horfa á sjónvarpið. ins gerði það að verkum að ómögulegt var að það yrði rekið samhliða íslensku sjónvarpi. Til stuðnings orðum Bandaríkjamanna um þátt dagskrárframleiðenda má benda á bréf Tims Vignoles frá MCA TV Ltd. til Steindórs Hjörleifssonar dagskrárstjóra Ríkissjónvarps- ins þann 14. febrúar 1966. I bréfinu sagði Vignoles að fyrirtæki hans væri mjög áhuga- samt vegna væntanlegs íslensks sjónvarps, og það vildi gera allt sem í valdi þess stæði lil að koma því á fót og tryggja vinsældir þess. Vegna þessa hefðu þeir ákveðið og fyrirskip- að að hætt yrði að sjónvarpa efni þeirra um sjónvarpsstöðina í Keflavík, svo að hægt yrði að sýna það í Ríkissjónvarpinu. Voru það þættirnir Riverhocit, Alfrecl Hitchcock pres- ents, M Squad og Checkmate.66 Á haustdögum ársins 1966 var íslenskt sjónvarp á næsta leiti og var þá gert opinbert hvernig sambýli þess og bandaríska sjón- varpsins yrði háttað. Lann 6. september sendi Ralph Weymouth, aðmíráll og yfirmaður varn- arliðsins, Emil Jónssyni, utanríkisráðherra bréf, þar sem hann óskaði eftir því að tak- markanir á Keflavíkursjónvarpinu yrðu gerð- ar þegar ríkisstjórn Islands áliti heppilegast, væntanlega þegar íslenska sjónvarpið hæfi út- sendingar, til að valda íslenskum áhorfendum hersjónvarpsins sem minnstum óþægindum.67 Þann 7. september svaraði utanríkisráð- herra bréfi aðmírálsins og tjáði honum að rík- isstjórn Islands væri ekki mótfallin takmörk- unum á sjónvarpsútsendingum hersins. Ósk- aði hann jafnframt eftir því að breytingar á útsendingum Keflavíkursjónvarpsins yrðu samræmdar tilkomu íslenska sjónvarpsins.68 Voru þessi bréfaskrif gerð opinber þann 8. september og því loksins ljóst að Keflavíkur- sjónvarpið yrði takmarkað.69 Utsendingar Ríkissjónvarpsins hófust að kvöldi 30. september 1966 en áður en fyrsli dagskrárliður þess fór í loftið barst símskeyti frá Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra sem staddur var í Washington. í skeytinu sagði að af gefnu tilefni væri athygli Ríkisútvarps- ins vakin á því að það væri ríkisstjórnarinnar að ákveða hvenær og með hvaða hætti ís- lenskl sjónvarp tæki formlega til starfa. Á meðan afnotagjald hefði ekki verið ákveðið væri ekki hægt að taka endanlegar ákvarðan- ir um starfsemina og minnti hann á bréfa- skipti Weymoulhs aðmíráls og utanríkisráð- herra um takmörkun útsendingar Keflavíkur- sjónvarpsins þegar íslenskt sjónvarp tæki til starfa. í skeytinu sagði: „Ríkisstjórnin telur íslenskt sjónvarp ekki taka formlega til starfa fyrr en hafin verður sending reglulegrar dag- skrár eins og hún á að verða vikulega í sam- ræmi við ákvarðanir um afnotagjald og aug- lýsingataxta." Hins vegar hefði ríkisstjórnin ekkert við það að athuga að efnt væri til til- raunaútsendinga áður en sjónvarpið tæki formlega til starfa. Lagði Gylfi á það ríka á- herslu að skýrt kæmi fram að hér væri um til- raunasjónvarp að ræða en ekki formlegt upp- haf íslensks sjónvarps.70 Þessi ákveðna af- staða Gylfa um að ekki mætti líta á útsend- ingu Ríkissjónvarpsins þann 30. september 1966 sem formlegt upphaf íslensks sjónvarps er athyglisverð, en tengist væntanlega sam- komulaginu við varnarliðið um að sjónvarp þess yrði ekki takmarkað fyrr en reglulegar útsendingar íslenska sjónvarpsins væru hafn- ar. Er helst að sjá að þetta hal'i verið gert til að valda ekki sjónvarpsnotendum sem höfðu vanið sig á reglulega dagskrá óþægindum. Islenska þjóðin hafði eignast sitt eigið sjón- varp og var nú komin í hóp þeirra þjóða sem höfðu tileinkað sér þennan nýja miðil. Eflaust hefur það styrkt einhverja í trúnni á sjálfstæði Islendinga, einkum þá sem áður töldu að sjón- varpsútsendingar bandaríska hersins á íslandi væru ósamboðnar íslenskri þjóð. Skilaboðin með stofnun íslensks sjónvarps voru: Við get- um líka. 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.