Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 32
Hörður Vilberg Lárusson
Á haustdögum
ársins 1966 var
íslenskt sjónvarp
á næsta leiti
og var þá gert
opinbert hvernig
sambýli þess
og bandariska
sjónvarpsins
yrði háttað
Mynd 14.
Gestum var gjarnan
boðið til að horfa á
sjónvarpið.
ins gerði það að verkum að ómögulegt var að
það yrði rekið samhliða íslensku sjónvarpi.
Til stuðnings orðum Bandaríkjamanna um
þátt dagskrárframleiðenda má benda á bréf
Tims Vignoles frá MCA TV Ltd. til Steindórs
Hjörleifssonar dagskrárstjóra Ríkissjónvarps-
ins þann 14. febrúar 1966. I bréfinu sagði
Vignoles að fyrirtæki hans væri mjög áhuga-
samt vegna væntanlegs íslensks sjónvarps, og
það vildi gera allt sem í valdi þess stæði lil að
koma því á fót og tryggja vinsældir þess.
Vegna þessa hefðu þeir ákveðið og fyrirskip-
að að hætt yrði að sjónvarpa efni þeirra um
sjónvarpsstöðina í Keflavík, svo að hægt yrði
að sýna það í Ríkissjónvarpinu. Voru það
þættirnir Riverhocit, Alfrecl Hitchcock pres-
ents, M Squad og Checkmate.66
Á haustdögum ársins 1966 var íslenskt
sjónvarp á næsta leiti og var þá gert opinbert
hvernig sambýli þess og bandaríska sjón-
varpsins yrði háttað. Lann 6. september sendi
Ralph Weymouth, aðmíráll og yfirmaður varn-
arliðsins, Emil Jónssyni, utanríkisráðherra
bréf, þar sem hann óskaði eftir því að tak-
markanir á Keflavíkursjónvarpinu yrðu gerð-
ar þegar ríkisstjórn Islands áliti heppilegast,
væntanlega þegar íslenska sjónvarpið hæfi út-
sendingar, til að valda íslenskum áhorfendum
hersjónvarpsins sem minnstum óþægindum.67
Þann 7. september svaraði utanríkisráð-
herra bréfi aðmírálsins og tjáði honum að rík-
isstjórn Islands væri ekki mótfallin takmörk-
unum á sjónvarpsútsendingum hersins. Ósk-
aði hann jafnframt eftir því að breytingar á
útsendingum Keflavíkursjónvarpsins yrðu
samræmdar tilkomu íslenska sjónvarpsins.68
Voru þessi bréfaskrif gerð opinber þann 8.
september og því loksins ljóst að Keflavíkur-
sjónvarpið yrði takmarkað.69
Utsendingar Ríkissjónvarpsins hófust að
kvöldi 30. september 1966 en áður en fyrsli
dagskrárliður þess fór í loftið barst símskeyti
frá Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra
sem staddur var í Washington. í skeytinu sagði
að af gefnu tilefni væri athygli Ríkisútvarps-
ins vakin á því að það væri ríkisstjórnarinnar
að ákveða hvenær og með hvaða hætti ís-
lenskl sjónvarp tæki formlega til starfa. Á
meðan afnotagjald hefði ekki verið ákveðið
væri ekki hægt að taka endanlegar ákvarðan-
ir um starfsemina og minnti hann á bréfa-
skipti Weymoulhs aðmíráls og utanríkisráð-
herra um takmörkun útsendingar Keflavíkur-
sjónvarpsins þegar íslenskt sjónvarp tæki til
starfa. í skeytinu sagði: „Ríkisstjórnin telur
íslenskt sjónvarp ekki taka formlega til starfa
fyrr en hafin verður sending reglulegrar dag-
skrár eins og hún á að verða vikulega í sam-
ræmi við ákvarðanir um afnotagjald og aug-
lýsingataxta." Hins vegar hefði ríkisstjórnin
ekkert við það að athuga að efnt væri til til-
raunaútsendinga áður en sjónvarpið tæki
formlega til starfa. Lagði Gylfi á það ríka á-
herslu að skýrt kæmi fram að hér væri um til-
raunasjónvarp að ræða en ekki formlegt upp-
haf íslensks sjónvarps.70 Þessi ákveðna af-
staða Gylfa um að ekki mætti líta á útsend-
ingu Ríkissjónvarpsins þann 30. september
1966 sem formlegt upphaf íslensks sjónvarps
er athyglisverð, en tengist væntanlega sam-
komulaginu við varnarliðið um að sjónvarp
þess yrði ekki takmarkað fyrr en reglulegar
útsendingar íslenska sjónvarpsins væru hafn-
ar. Er helst að sjá að þetta hal'i verið gert til að
valda ekki sjónvarpsnotendum sem höfðu
vanið sig á reglulega dagskrá óþægindum.
Islenska þjóðin hafði eignast sitt eigið sjón-
varp og var nú komin í hóp þeirra þjóða sem
höfðu tileinkað sér þennan nýja miðil. Eflaust
hefur það styrkt einhverja í trúnni á sjálfstæði
Islendinga, einkum þá sem áður töldu að sjón-
varpsútsendingar bandaríska hersins á íslandi
væru ósamboðnar íslenskri þjóð. Skilaboðin
með stofnun íslensks sjónvarps voru: Við get-
um líka.
30