Ný saga - 01.01.1998, Síða 34

Ný saga - 01.01.1998, Síða 34
Hörður Vilberg Lárusson örðugleikar við að stilla sjón- varpsmastur hefðu orðið þess valdandi að ekki hefði verið unnt að útiloka algerlega sjónvarpssend- ingar til fíeykja- víkur án þess að vaida truflunum á Keflavíkur- svæðinu varpsstöðvum, þótt það yrði ekki lengi.76 Enn gátu því áhugasamir sjónvarpsáhorfend- ur á suðvesturhorninu fylgst með Keflavíkur- sjónvarpinu þrátt fyrir yfirlýsingar um að það yrði takmarkað. Magnús Kjartansson þing- maður Alþýðubandalagsins var ekki sáttur við framgang málsins og beindi hann fyrir- spurn til utanríkisráðherra í janúar 1968 um hverju sætti að sjónvarpið sæist enn utan Keflavíkurvallar þótt fimm mánuðir væru liðnir frá þeim degi sem takmörkunin átti að koma til fullra framkvæmda. í svari sínu vís- aði utanríkisráðherra í skýrslu varnarmála- nefndar sem hann las upp. í henni sagði m.a. að ófyrirsjáanlegir tæknilegir örðugleikar við að stilla sjónvarpsmastur hefðu orðið þess valdandi að ekki hefði verið unnt að útiloka algerlega sjónvarpssendingar til Reykjavíkur án þess að valda truflunum á Keflavíkursvæð- inu. Sífellt væri þó verið að reyna að ráða bót á þessum vanda. Þann 26. janúar hefðu kom- ið sérstök tæki frá Bandaríkjunum til að setja á útvarpsmastrið en erfið veðurskilyrði hefðu hamlað uppsetningu þeirra. Þess væri vænst að þessi nýju tæki hindruðu algjörlega út- sendingu til Reykjavíkursvæðisins, en ef þess- ar aðgerðir dygðu ekki til hefði varnarliðið heitið því að gripið yrði til enn frekari ráð- stafana. Svo virtist sem takmarkanir varnar- liðsins væru ekki nægar og vísaði Magnús til þess að það væri orðinn atvinnuvegur fyrir ís- lenska sjónvarpsvirkja að lagfæra loftnet og setja upp magnara til að ná útsendingum Keflavíkursjónvarpsins.77 Það hafði því ekki tekist að takmarka Keflavíkursjónvarpið þrátt fyrir að ákvörðun hefði verið tekin um að það skyldi gert. Kröfur voru því uppi um að gripið yrði til frekari ráðstafana og sagði m.a. í leiðara Alþýðublaðsins þann 12. janúar 1968 að tækist ekki að takmarka útsendingar Keflavíkursjónvarpsins án frekari dráttar væru aðeins tvær leiðir færar. Annars vegar að varnarliðið sendi sjónvarpsefni sitt um kapal, en hins vegar að stöðinni yrði algerlega lokað.78 Svo fór á endanum að fyrri leiðin var farin og var það gert árið 1974. Segir Friðþór Eydal að það hafi verið gert vegna fyrrnefnds þrýstings bandarískra framleiðenda og hins vegar vegna þess að með því að senda sjón- varpsmerkið um kapal hafi verið komist hjá miklum kostnaði sem tengdist litvæðingu stöðvarinnar. Þetta hafi ekki verið gert vegna þrýstings íslenskra ráðamanna.79 Þctta er hins vegar of mikil einföldun af hálfu Friðþórs því miklar umræður höfðu átt sér stað á milli ís- lenskra ráðamanna og varnarliðsins, og ljóst er að Bandaríkjamenn vildu taka fullt tillit til sjónarmiða íslendinga sem töldu að takmark- anir á sjónvarpi hersins væru þarfar. Spyrja má hins vegar hvers vegna þessar takmarkan- ir komu ekki til framkvæmda fyrr? Þar með hefði mátt ætla að deilum um Keflavíkursjónvarpið væri lokið en svo var þó ekki, og enn einu sinni komst málið inn í sali Alþingis. Nú var það Albert Guðmundsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem lagði fram tillögu til þingsályktunar um sjónvarps- mál og var hún tekin til umræðu þann 26. nóv- ember 1974. Vildi Albert afnema takmarkanir Keflavíkursjónvarpsins og athuga jafnframt möguleika íslendinga á að komast í samband við útsendingar erlendra sjónvarpsstöðva. í greinargerð með tillögunni sagði að með tak- mörkun Keflavíkursjónvarpsins áliti flutn- ingsmaður að verið væri að „skerða hinn helga rétt einstaklingsins í lýðfrjálsu landi til valfrelsis um það sjónvarpsefni sem í boði er hverju sinni.“ Fámennur hópur „menningar- vita“ hefði mótmælt starfsemi stöðvarinnar vegna slæmra áhrifa hennar á menningarlíf og málfar íslendinga, en hann liti svo á að ís- lensk þjóð og íslensk menning væri það rót- gróin og sterk að hún þyldi menningarsam- skipti við hvaða þjóð sem væri.80 Tillagan var felld. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Matthías Á. Mathiesen, Albert Guðmunds- son, Guðlaugur Gíslason, Gunnar Thorodd- sen og Ingólfur Jónsson, greiddu henni at- kvæði sitt, en fjörtíu alþingismenn voru henni mótfallnir.81 Alþingi kvað upp sinn dóm enda var þegar ljóst að íslendingar myndu ekki fá notið sjónvarps bandaríska hersins. Málið var því afgreitt en allt frá lokun Keflavíkursjónvarpsins hafa heyrst raddir sem fara um það fögrum orðum og tala um hversu dásamlega skemmtilegt það hafi verið. Þannig virðist Keflavíkursjónvarpið enn vera mönnum hugleikið því á vordögum 1997 birt- ist um það frétt í DV að hópur manna væri að athuga hvort mögulegt væri að opna fyrir 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.