Ný saga - 01.01.1998, Síða 35
Hernám hugans
sjónvarp varnarliðsins og það jafnvel án end-
urgjalds.82 Þessi frétt DVsýnir hversu áttavillt
umræðan á Islandi var og ber þessi viðleitni
keim af áráttu íslendinga til að græða á hern-
um. Eins og margoft hefur komið fram var
allsendis ómögulegt að bandaríski herinn
ræki hér sjónvarpsstöð sem næði til lands-
ntanna samhliða íslenskri sjónvarpsstöð.
Ógnin kemur að utan
Það sem hlaust af leyfi íslenskra sljórnvalda
til stækkunar á Keflavíkursjónvarpinu var
það að Islendingar eignuðust sína eigin sjón-
varpsstöð. Tilvist hennar var ekki að þakka
frumkvæði eða framsýni Islendinga, heldur
var hún mótleikur gegn sjónvarpsútsending-
urn erlends stórveldis sem hafði hreiðrað um
sig innan marka lýðveldisins. Vörn en ekki
djarfur sóknarleikur. Það sem stendur einna
helst upp úr aðdraganda Ríkissjónvarpsins
eru kröftug mótmæli menntamanna og stór
orð þeirra um þá hættu sem íslenskri þjóð
væri búin vegna sjónvarpsútsendinga Banda-
ríkjahers frá Keflavík.
Sú mynd sem dregin var upp af Islandi í
umræðunum um sjónvarpsmálið var oft á líð-
um æði fögur og var á stundum látið að því
liggja að allt sem frá Islandi kæmi væri gott og
blessað, og ívið betra en gerðist erlendis.
Enda sáu menn Islandi helst ógnað frá út-
löndum, og var það sem talið var þjóðlegt sett
upp sem andstæða við það sem var alþjóðlegt.
Þannig sagði Sigurður A. Magnússon: „Mönn-
um óar við að veita útlendingunt ótakmark-
aða heimild til búsetu og atvinnu á íslandi
eða veita erlendum aðilum óskoraðan rétt til
fjárfestingar og atvinnurekstrar hérlendis. ís-
lenskum veiðimönnum er meinilla við ásókn
utlendinga í ár landsins. Hvar er samkvæmn-
m í þessu?4183 Spyr sá sem ekki veit en augljósl
er að Sigurði fannst þessar skoðanir ekki
koma heim og saman við þá staðreynd að á
sama líma væri verið að flytja inn sjónvarps-
tæki til þess að horfa á erlent hermannasjón-
varp og taldi hann að menn hefðu í því máli
gerst einum of andvaralausir.
Þeirri hugmynd var haldið á lofti að íslend-
íngar væru á góðri leið með að verða nýlenda
Bandaríkjanna, aðeins nokkrunr árum eftir
að hafa losnað undan valdi Dana. Geir Gunn-
arsson þingmaður Alþýðubandalagsins lýsti
þeirri þróun á tilfinningaþrunginn hátt á Al-
þingi:84
Baráttan fyrir endurheimt sjálfstæðis ís-
lands tók tæp 700 ár, ol'l við sult og hörm-
ungar. En frá því að sá sigur vannst, var
ekki einn áratugur liðinn, þegar svo var
komið, að sú kynslóð, er við sigurlaunun-
um tók og lifði í vellystingum, hafði sjálf
kallað herlið erlends stórveldis til dvalar á
Islandi á friðartímum til frambúðar. I nær
700 ár hafði verið barizt, l'ram á við og til
sigurs, en síðan hefur verið hörfað og
dregnar lokur frá hurðum.
Víðar rnátti sjá tilvísanir til sjálfstæðisbarátt-
unnar og þannig sagði Sigurður A. Magnús-
son að: „Islendingar hefðu glatað bæði tungu
sinni og menningu á öldum danskrar undirok-
unar, hefðu Danir fengið svipaða aðstöðu í
landinu og Bandaríkjamenn hafa nú.“85 Enn-
fremur sagði hann að hlutverk 60-menning-
anna væri í ljósi sögunnar skylt hlutverki
Fjölnismanna, þó svo að hann væri ekki að
jafna þeim saman. En óneitanlega gerði hann
það þegar hann sagði: „Enginn skyldi láta sér
detta í hug, að Fjölnisntenn liafi hafl meiri-
hluta Islendinga á bak við sig þegar þeir hófu
upp nrerki þjóðlegs og menningarlegs frels-
is.“86 Vísaði Sigurður þarna til fylgismanna
Keflavíkursjónvarpsins og minnti á að meiri-
hlutinn þyrfti ekki alltaf að hafa rétt fyrir sér.
Algengt var að talað væri um að Keflavík-
ursjónvarpið væri farið að víkka út landamæri
Bandaríkjanna á kostnað íslands og einnig
var varað við því að um menningaráhrif úr
aðeins einni átt væri að ræða. Meðal þeirra
sem það gerðu var Þórhallur Vilmundarson
sem taldi óhjákvæmilegt að Keflavíkursjón-
varpið mótaði hugsunarhátt manna, viðhorf
þeirra og þekkingu. Islendingar yrðu ofur-
seldir rnáli og menningu Bandaríkjanna og
yrðu smátt og srnátt að heimamönnum í
Bandaríkjunum en yrðu um leið þjóðvilltir í
eigin landi.87
í umræðunni var aldrei vísað til þess að
slökkva mætti á sjónvarpstækjunum, eða for-
eldrar settu börnum sínum reglur um áhorf.
Sigurður A. Magnússon sagði t.d. í umræðu-
þætti í útvarpinu þann 26. nóvember 1961 að
Mynd 17.
Þórhallur Vilmundar-
son.
„íslendingar
hefðu glatað
bæði tungu
sinni og menn-
ingu á öldum
danskrar undir-
okunar, hefðu
Danir fengið
svipaða aðstöðu
í landinu og
Bandaríkjamenn
hafa nú“
33