Ný saga - 01.01.1998, Page 41
í aldarspegli
Sigurður Ragnarsson tók saman
Tjörnina (nú Menntaskólinn við Sund), sem
starfaði í húsinu, uns hann fluttist endanlega
inn í Voga árið 1976. Eftir það voru í húsinu
höfuðstöðvar Námsflokka Reykjavíkur, auk
þess sem aðrar skólastofnanir störfuðu þar
um tíma í sambýli við þá (Leiklistarskólinn,
Tjarnarskóli og Miðskólinn).
Þáttaskil urðu síðan í sögu þessa merka
húss árið 1996, þegar borgarstjórn Reykjavík-
ur ákvað að taka bygginguna undir Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur, sem þá var sett á stofn
vegna yfirtöku borgarinnar á grunnskólanum
frá ríkinu. Af því tilefni var ráðist í gagngerar
viðgerðir og endurbætur á húsinu, sem mið-
uðu ekki síst að því að færa sem flest til upp-
runalegs horfs. Raunar virðist mjög hafa ver-
ið til hússins vandað í upphafi. Má marka það
af því, að þegar fyrst var skipt um bárujárn á
veggjum hússins árið 1977 var timburhúsið
óskemmt undir bárujárninu fyrir utan smá-
vægilegar fúaskemmdir undir einum glugga á
suðausturhlið. Þegar skipt var um járn á þaki
hússins um 1960 voru fjarlægðir eldingavarar
úr járni, sem náðu milli reykháfa þess. Þeir
tóku mið af grindverki og settu á sínum tíma
mikinn svip á húsið.
Mynd 2.
Barnaskóli Reykja-
víkur. Myndin sýnir
skólann og umhverfi
hans skömmu eftir
að hann var reistur.
Eldingavarinn á þaki
hússins gefur þvi
sérstakan svip.
39