Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 54

Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 54
Óskar Guðmundsson Mynd 6 Móhraukar. Nú er þessu starfi lokið að móverka og allir þeir sem þar störfuðu farnir að hvíla sig. Og margir búnir að fá þá eilífu hvíld. Nú þarf ekki að erfiða lengur við móinn ég tók mér í elli minni fyrir fáum árum. Það var á sunnudaginn þann 10. ágúst 1952 að ég gekk mér til skemmtunar einsamall upp á Ólafsvíkurfjall til að líta yfir gamla og fagra átthaga. Ég gekk þar upp á klettaborg eina sem kölluð er Litlaborg. Þaðan er útsýni gott og sést yfir þar allt í kring þar á meðal yfir gamla mógrafasvæðið sem nú er allt að mestu orðið grasi gróið. Ég hvíldi mig þar um stund og teygaði að mér hið heilnæma fjallaloft. Lognið og sólskinið var svo unaðslegt og kyrrðin sem hvíldi þarna yfir öllu. Útsýnið var svo fagurt yfir fjöllin að sjá útí geiminn. Ég sá yfir allt Ólafsvíkurþorp og Fróðárhreppinn og svo Breiðafjörð sem var eins og hvítur spegill og Barðastrandarfjöllin í fjarlægð. Þetta fallega útsýni heillaði mig og endur- vakti margar gamlar minningar hjá mér frá fyrri árum. Svo leit ég þarna í kringum mig yfir holt og hæðir, móa og mýrar. Yfir þær gömlu slóðir þar sem áður var unnið mikið og erfitt starf við móverk bæði af mér og öðrum á þessu fjalli. Þetta var að mörgu leyti ævin- týraríkl starf og rifjaðist sumt af því upp í huga mínum. En þá hugsaði ég: Nú er þessu starfi lokið að móverka og allir þeir sem þar störfuðu farnir að hvíla sig. Og margir búnir að fá þá eilífu hvíld. Nú þarf ekki að erfiða lengur við móinn. Nú fannst mér hvíla einhver þögn og auðn sem á eyðimörku yfir þessu fjallalandi. Allir horfnir frá fyrri störfum og allir eldar slokkn- aðir í hlóðum og enginn reykur sést. Og holt- in sem öll voru þakin í mó og hraukunr eru nú auð, ekkert nema grjót og mosi og lyng. Þannig er allt mannlífið sem breytist með straumunr tímans og hverfulleikinn blasir móti öllu á jörðinni. Þegar ég var búinn um stund að dvelja á þessum stað við gamlar minningar, sem að sumu leyti voru nokkuð sársaukakenndar, stóð ég upp, lagði á stað í áttina heimleiðis. Niður grasi grónar götur sem áður voru troðnar bæði af hesta og manna fótum en nú eiga fáir leið þar um. Átökin um kirkjuna á Fróðá Ég hef lengi haft í huga að skrifa dálitla frá- sögn af því er Fróðárkirkja var rifin og flutt til Ólafsvíkur sumarið 1892, en sú breyting gekk ekki átakalaust einsog oft hefur borið við er kirkjur á fornhelgum stöðum hafa verið rifn- ar niður og fluttar á aðra nýja kirkjustaði. I fornöld þegar kristin trú var tekin á Is- landi og fornir siðir lagðir niður byggðu margir héraðshöfðingjar kirkjur á jörðum sín- um einsog stendur í íslendinga sögunr. Einn af þeim var Þóroddur skattkaupandi á Fróðá sem byggði þar kirkju eins og sjá má í Eyr- byggju, en þeir sem dóu í Fróðárundrunum voru jarðaðir þar við kirkjuna. En sagnir eru um það að bærinn á Fróðá hafi staðið á öðrum stað en nú er og því er það gamla bæjarstæði kallað á Fornu-Fróðá. En mér er ókunnugt um nær bærinn og kirkj- an hafa verið færð á þann stað þar sem nú er bær og kirkjugaröur, en það hefur víst verið snemma á fyrri öldum. Sveit sú sem liggur á milli Ólafsvíkurennis og Búlandshöfða var köll- uð Neshreppur innri og kirkjusóknin Fróðár- sókn. Innri hluti hreppsins senr nú heitir Fróðár- sókn var fjölmenn en fánrennt var í Ólafsvík, sem talin var vera lítið sjóþorp. í innsveitinni var töluverður landbúnaður og sjávarútvegur á árabátum frá nokkrum lendingarstöðum. En þegar fram liðu tímar og verslunarstaður var lagður niður í Rifi, var verslun sú flutt í Ólafsvík og þar löggilt höfn og kauptún. Úr því fór að fjölga fólki í Ólafsvík og útræði fór 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.