Ný saga - 01.01.1998, Side 60

Ný saga - 01.01.1998, Side 60
Guðmundur Hálfdanarsson Mynd 2. Auglýsing um atkvæðagreiðslu um sambandslögin 1918. í dag, laugardag 19. oklóber, kl. 12 á hádcgi hefst atkvæðagrciðslan um sambandsmálið í Barnaskólahúsinu. Það á að greiða atkvæði um: fullveldi f ■ j frelsiU; f a n a Pgir sem vilja fá pessar prjár aðalfrelsiSkröfur IjlendioJa viðurkendar omotmBBlanlega viðurkendar um aldur oj œfi komi á kjörslaðinn og setji kr055 Við J±. é alkvæðaseðiinum Panmj á seöillinn að lila ut cftlórai fyr hefir verið fyrir svo miklu að Janlast Jllórai fyr hefir verið svo mikilsviröi sem qu að f’ija ílkvsðisréll Jl/íir kjúsendur verða aö Jreiða atkvæði i daj Ulit fkki nnitir liiilut trggjask at frrita alhíti ínginn ma silja lnima. ■ Að lokum kvartaði greinarhöfundur sárlega undan agaleysi barna við athöfnina og bað um gott lögreglulið svo hægt væri „að hindra það, að krakkarnir vaði uppi með látum og gauragangi“, enda væri „tími til kominn að fara að venja þau af því og kenna þeim að hegða sér.“2 Þótt ekki sé ljóst hvort neikvæð frásögn Morgunblaðsins gefi rétta mynd af fögnuði Reykvíkinga - a.m.k. virðast fulltrúar hinna blaðanna á fullveldishátíðinni hafa skemmt sér mun betur3 - þá er greinilegt að gildistaka nýrra sambandslaga kom minna róti á hugi landsmanna en ætla mætti af tilefninu. Skýr- ast kom fálætið fram í mjög takmarkaðri þátt- töku í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna sam- bandslaganna sem fram fór 19. október 1918, en innan við helmingur atkvæðisbærra manna gaf sér tíma til að mæta á kjörstað og leggja dóm á lögin.4 Þessi staðreynd virðist vera í hróplegu ósamræmi við mikilvægi kosning- anna, af því að í hugum fólks við lok 20. aldar er sjálfstæðisbaráttan oftast talin miðpunktur íslandssögu síðari tíma og fullveldið dýrasta hnoss sem þjóðin hefur eignast. Hvernig stóð á því, hljótum við því að spyrja, að meirihluti þjóðarinnar sat heima á þessari örlaga- stundu? Lok sjálfstæðisbaráttunnar? „Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda ríki,“ segir í upphafi fyrstu greinar dansk-ís- lensku sambandslaganna og er þar ótvírætt kveðið á um að samningslöndin tvö teldust jafngild og í raun jafn sjálfstæð ríki í sam- bandi um einn og sama konung.5 Hér var greinilega um veigamikla breytingu að ræða frá uppkasti að sambandslögum sem gengið hafði verið frá árið 1908, en Alþingi hafnað árið eftir, eins og frægt er. í fyrstu grein þess segir að ísland skyldi verða „frjálst og sjálf- stætt land, er eigi verður af hendi látið“, og af því má sjá að árið 1908 vildu Danir hvorki viðurkenna formlega að ísland væri sérstakt ríki, né gefa í skyn að samband landanna tveggja yrði nokkurn tíma rofið.6 1 athuga- semdum við uppkastið var reyndar tekið fram að með því væri ísland í raun „sett jafnhliða Danmörku, sem sérstakt ríki með fulium um- ráðum yfir öllum málum, sem ekki eru berum orðum nefnd sameiginleg“,7 en ekki dugði það til að sætta íslendinga við frumvarpið. í sjálfu sér segir fyrsta grein sambandslag- anna allt sem segja þarf um endalok íslenskr- ar sjálfstæðisbaráttu, a.m.k. þeirrar sem háð var við Dani, vegna þess að hún kvað skýrt og skorinort á um það að með lögunum teldist ísland frjálst og fullvalda ríki.8 Önnur ákvæði laganna staðfestu þetta enn frekar, þar sem ávallt var tekið fram að í þeim málum sem Danir rækju áfram fyrir Islendinga gerðu þeir það annaðhvort einungis til bráðabirgða eða í umboði íslendinga. í lögunum var t.d. gert ráð fyrir að Danmörk færi áfram „með utan- ríkismál Islands í umboði þess“, eins og segir í 7. grein þeirra, en um leið varð sú breyting á að nú skyldu Islendingar marka sína eigin ut- anríkisstefnu sem dönsk utanríkisþjónusta átti að framfylgja fyrir íslands hönd. Nýmæl- in má glöggt sjá af síðustu málsgrein laga- greinarinnar, en þar er tekið fram að samn- ingar sem Danmörk hafði þá þegar gert við önnur ríki skyldu gilda áfram fyrir Island, en 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.