Ný saga - 01.01.1998, Page 61

Ný saga - 01.01.1998, Page 61
Fullveldi fagnað frá og með gildistöku sambandslaganna skuldbyndu danskir samningar ekki íslend- inga nema til kæmi samþykki fslenskra stjórn- valda. I 10. grein laganna var íslendingum einnig gel'inn kostur á að taka dómsvaldið að fullu í sínar hendur þótt Hæstiréttur Dan- merkur hefði áfram með hendi æðsta dóms- vald í íslenskum málum þar til annað yrði ákveðið.9 A næstu áratugum tóku íslendingar smám saman í sínar hendur flest þau mál sem Dan- •r höfðu farið með í umboði þeirra á grund- velli sambandslaganna. Hæst ber þar senni- lega stofnun Hæstaréttar íslands árið 1920, en þar með höfðu íslendingar náð fullum yfir- raðum yfir öllum þremur greinum ríkisvalds- ms. Lýðveldisstofnunin árið 1944 var eðlileg- ur lokapunktur þessarar þróunar fremur en sjálfstætl skref í sjálfstæðisbaráttunni. Olli 'mn litlum breytingum á íslensku stjórnkerfi eða stjórnarháttum umfram það að konungs- valdið, sem hafði ekki leikið sjálfstætt hlut- verk í íslenskum málum frá 1918, var flutl inn 1 landið og fengið kjörnum forseta. Sú niðurstaða sem fékkst árið 1918 í lang- dregnum deilum íslendinga og Dana um stöðu Islands í ríkinu var í fullu samræmi við vilja Islendinga eins og hann hafði birst allt frá upphafi sjálfstæðisbaráttunnar um miðja 19. öld. Þeir sem mæltu fyrir munn þjóðarinn- ar höfðu ávallt hafnað því að lúta dönsku lýð- ræði enda þótt íslenskir frammámenn hafi lengstum haft lítið út á einveldi danskra kon- unga að setja. Krafan um sjálfstætt og l'ull- valda ríki mótaðist reyndar ekki fyrr en seinl í sjálfstæðisbaráttunni, og varð tæplega meg- inmarkmið hennar fyrr en með deilunum um uppkastið á árunum 1908-1909. Það var svo fyrir einarða afstöðu íslensku samninga- nefndarinnar sumarið 1918 sem fullnaðarsig- ur fékkst, en danska þingmannanefndin féllst í öllum grundvallaratriðum á kröfur íslend- inga í samningaviðræðunum.10 Hvort þar hafi legið fyrst og fremst að baki dönsk sanngirni, áhugi Dana á að endurheimta dönskumæl- andi hluta Slésvíkur, eða einfaldlega sú stað- reynd að Danir sáu sér lítinn hag í að halda ís- lendingum nauðugum, skal ósagt látið. Mynd 3. Samninganefndirnar í viðræðunum 1918 á fundi í Alþingishúsinu. Sitjandi frá vinstri: J.C.Christensen, Einar Arnórsson, Jóhannes Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson, Bjarni frá Vogi, Chr. Hage, Erik Arup, F.J. Borgbjerg. Standandi eru ritarar nefndanna, f.v. Þor- steinn Þorsteinsson, Gísli ísleifsson, Svend Aage Funder og Magnús Jónsson. 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.