Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 61
Fullveldi fagnað
frá og með gildistöku sambandslaganna
skuldbyndu danskir samningar ekki íslend-
inga nema til kæmi samþykki fslenskra stjórn-
valda. I 10. grein laganna var íslendingum
einnig gel'inn kostur á að taka dómsvaldið að
fullu í sínar hendur þótt Hæstiréttur Dan-
merkur hefði áfram með hendi æðsta dóms-
vald í íslenskum málum þar til annað yrði
ákveðið.9
A næstu áratugum tóku íslendingar smám
saman í sínar hendur flest þau mál sem Dan-
•r höfðu farið með í umboði þeirra á grund-
velli sambandslaganna. Hæst ber þar senni-
lega stofnun Hæstaréttar íslands árið 1920, en
þar með höfðu íslendingar náð fullum yfir-
raðum yfir öllum þremur greinum ríkisvalds-
ms. Lýðveldisstofnunin árið 1944 var eðlileg-
ur lokapunktur þessarar þróunar fremur en
sjálfstætl skref í sjálfstæðisbaráttunni. Olli
'mn litlum breytingum á íslensku stjórnkerfi
eða stjórnarháttum umfram það að konungs-
valdið, sem hafði ekki leikið sjálfstætt hlut-
verk í íslenskum málum frá 1918, var flutl inn
1 landið og fengið kjörnum forseta.
Sú niðurstaða sem fékkst árið 1918 í lang-
dregnum deilum íslendinga og Dana um
stöðu Islands í ríkinu var í fullu samræmi við
vilja Islendinga eins og hann hafði birst allt
frá upphafi sjálfstæðisbaráttunnar um miðja
19. öld. Þeir sem mæltu fyrir munn þjóðarinn-
ar höfðu ávallt hafnað því að lúta dönsku lýð-
ræði enda þótt íslenskir frammámenn hafi
lengstum haft lítið út á einveldi danskra kon-
unga að setja. Krafan um sjálfstætt og l'ull-
valda ríki mótaðist reyndar ekki fyrr en seinl
í sjálfstæðisbaráttunni, og varð tæplega meg-
inmarkmið hennar fyrr en með deilunum um
uppkastið á árunum 1908-1909. Það var svo
fyrir einarða afstöðu íslensku samninga-
nefndarinnar sumarið 1918 sem fullnaðarsig-
ur fékkst, en danska þingmannanefndin féllst
í öllum grundvallaratriðum á kröfur íslend-
inga í samningaviðræðunum.10 Hvort þar hafi
legið fyrst og fremst að baki dönsk sanngirni,
áhugi Dana á að endurheimta dönskumæl-
andi hluta Slésvíkur, eða einfaldlega sú stað-
reynd að Danir sáu sér lítinn hag í að halda ís-
lendingum nauðugum, skal ósagt látið.
Mynd 3.
Samninganefndirnar í
viðræðunum 1918 á
fundi í Alþingishúsinu.
Sitjandi frá vinstri:
J.C.Christensen, Einar
Arnórsson, Jóhannes
Jóhannesson, Þorsteinn
M. Jónsson, Bjarni frá
Vogi, Chr. Hage, Erik
Arup, F.J. Borgbjerg.
Standandi eru ritarar
nefndanna, f.v. Þor-
steinn Þorsteinsson,
Gísli ísleifsson, Svend
Aage Funder og
Magnús Jónsson.
59