Ný saga - 01.01.1998, Síða 63
Fullveldi fagnað
fall í spænsku veikinni. Fæst al' þessu hafði þó
bein áhrif á kosningarnar; fyrstu tveir mánuð-
ir ársins voru þeir köldustu síðan skipulegar
veðurathuganir hófust á íslandi, en veðurfar í
október er alls ekki í minnum haft.14 Eins
verður spænsku veikinni ekki kennt um
áhugaleysi kjósenda, einfaldlega vegna þess
að hún varð ekki að faraldri fyrr en að kosn-
ingunum afloknum.15 Kötlugos hófst hins veg-
ar 12. október 1918, eða viku fyrir kosningar,
og skýrir örugglega hvers vegna svo margir
Vestur-Skaftfellingar sálu heima í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni, en þó tæplega hvers vegna
þátltakan í Eyjafjarðarsýslu var álíka léleg.
Ytri aðstæðum verður því varla kennt um
áhugaleysi Islendinga á sjálfstæðisbaráttunni
við lok fyrri heimsstyrjaldar, enda túlkuðu
sumir samlímamenn viðbrögðin við atkvæða-
greiðslunni sem skýrt nrerki þess að Islend-
ingar hefðu einfaldlega ekki pólitískan þroska
til að höndla fullveldi og sjálfstæði.16
I raun þarf deyfð kjósenda árið 1918 ekki
að koma á óvart því að ef litið er á þátttöku
íslenskra kjósenda í kosningum frá upphafi
löggjafarþings árið 1874 til fyrstu kosninga
lýðveldistímans sést að þjóðaratkvæða-
greiðslan fellur vel að almennri þróun á kjör-
sókn í landinu á fyrra helmingi aldarinnar. í
fyrsta lagi mynda kosningarnar 1918 botninn
í lægð í kosningaþátttöku sem einkennir árin
eftir stjórnarskrárbreytingu árið 1915 þegar
konum var fyrst veittur kosningaréttur í al-
þingiskosningum. í öðru lagi má sjá að hlut-
fall kjósenda af heildarmannfjölda eykst nokk-
uð jafnt og þétt frá upphafi aldarinnar þar til
það nær jafnvægi um miðjan 4. áratuginn.
Þróunarlínurnar tvær eru vitanlega nátengd-
ar, af því að fall kosningaþátttökunnar um
miðjan annan áratuginn skýrist að mestu af
snöggri rýmkun kosningaréttarins og slakri
þátttöku nýrra kjósenda fyrst eftir að kosn-
ingaréttur var fenginn. Þannig sést að hlut-
fallslega mun færri konur fóru á kjörstað í at-
kvæðagreiðslunni 1918 en karlar, eða 24% at-
kvæðisbærra kvenna á móti nær 60% karla.
Er frá leið minnkaði kynjamismunur í kosn-
Mynd 6.
Björn Þórðarsson.
Mynd 7. Þróun kosningaþátttöku á íslandi 1874-1946.
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
o 50 (N ^t- o (N m 00 tH 50 00 05 m r- t-H m N" (N
00 00 05 05 o o o o T—1 t-H t-H T—1 T—1 (N (N ro m m m N"
00 00 00 00 00 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05
T—1 T—1 T—1 T—1 T—1 T—H T—1 T—1 T—1 t-H t-H t-H H H t-H H H t-H t-H rH t-H
| Kjósendur afíbúum alls
| Kosningaþátttaka
Kosningaþátttaka afíbúum alls
Heimildir: „Þjóðaratkvæðagreiðsla um dansk-íslensk sambandslög,“ bls. 8. - Hagskinna. Sögulegar hagtölur um fsland. Hagstofa íslands.
Ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (Reykjavík, 1997), bls. 877.
1942