Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 70

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 70
Mynd 3. Þessi mynd frá Tángelgárda í Lárbro á Gotlandi sýnir gotlenskan sæfara í síðustu herferð hans og komuna að lokum til Valhallar. Steinninn er talinn vera frá 8. öld eftir Krists burð og er nú varðveittur f Statens Historiska Museum i Stokkhólmi. Gotasaga að mega búa þar daginn úl og daginn inn. Konungur sá leyfði þeim það, hugði, að það væri ekki nema lil eins mánaðar. En þegar hann var liðinn, vildi hann vísa þeim á braut. En þeir svöruðu, að daginn út og daginn inn væri æ og æ og þeim hefði verið lofað því. Þessi ágreiningur kom að lokum fyrir drottn- inguna, þá sagði hún: „Minn herra konungur! þú lofaðir þeim að búa hér daginn út og dag- inn inn, það er æ og æ. Þú getur því ekki synj- að þeim þess.“ Svo bjuggu þeir þar um sig og búa enn, og enn helzt þeim á sumu úr voru máli. Fyrir þennan tíma og lengi frameltir trúðu menn á holt og hauga, vé og stafgarða og á heiðin goð. Þeir blótuðu sonum sínum og dætr- um, gripum, einnig mat og mungáti. Það gerðu þeir af vantrú sinni. Æðsta blót um allt land voru mannfórnir. Annars hafði hver þriðjung- ur sín blót. Og smærri þing héldu minni blót með gripum, mat og mungáti. Allir ganga sam- an að blótum og kallast suðunautar. Margir konungar herjuðu á Gotland, með- an það var heiðið. Þá höfðu Gotar að jafnaði æ sigur og héldu rétti sínum. Síðan sendu Gotar marga sendimenn til Svíaríkis. En eng- inn þeirra fékk gert frið fyrr en Avair strabain [Ævar strábeinn, mjóbeinn?] úr Alfahreppi; hann samdi fyrstur frið við Svíakonung. Þeg- ar Gotar báðu hann fararinnar, svaraði hann: „Þið vitið, að ég er feigur mjög og að falli kominn. Gjaldið mér, ef þið viljið, að ég fari þessa háskaför, þrenn mannsgjöld, ein fyrir sjálfan mig, önnur fyrir fæddan son rninn og þriðju fyrir konu mína.“ Því að hann var snjallur og fjölkunnugur, svo sem sögur herma. Hann gerði fastbundinn samning við Svíakonung. Sextíu merkur silfurs ár hvert, það er skattur Gota, og hafi Svíakonungur fjörutíu merkur silfurs af þeim sextíu, en jarl tuttugu merkur silfurs. Þennan samning gerði hann með samþykki landsráðs, áður en hann fór að heiman. Þannig gengu Gotar sjálfvilj- ugir Svíakonungi á hönd og gátu þannig fríir og frjálsir farið til Svíþjóðar, hvert á land sem var, án tolls og allra gjalda. Eins geta Svíar leitað til Gotlands án kornbands eða annarra kvaða. Svíakonungur skyldi veita Golum vernd og aðstoð, ef þeir þyrftu þess eða krefð- ust. Konungur og jafnframt jarl skulu sömu- leiðis senda menn á þing Gota til innheimtu skatts þar. Þeir sendiboðar skulu lýsa yfir l'riði til handa Golum á siglingu þeirra til allra staða, er heyra undir Uppsalakonung, og eins skulu þeir friðhelgir, er hina leiðina fara hing- að. Það var síðar, að Ólafur konungur helgi flýði á skipi frá Noregi og lagði því í höfn, er heitir Akrgarn. Þar lá Ólafur helgi lengi. Þá fóru Ormíka frá Heinum og fleiri ríkir menn á fund hans með gjöfum. Ormíka þessi gaf honum tólf hrúla og aðra dýrgripi. Þá gaf Ólafur konungur helgi honum á móti tvo drykkjubolla og einn stríðsuxa. Þá tók Orm- íka við kristni eftir kennidómi Ólafs helga og gerði sér bænhús á sama stað og Akrgarna kirkja stendur nú. Ólafur helgi hélt þaðan til Jarisleifs í Hólmgarði. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.