Ný saga - 01.01.1998, Page 72
Gotasaga
Mynd 5.
Kirkja heilagrar
Karinar í Visby.
kveðið er á um fyrir kirkjurnar. Þeir, sem
veittu ekki viðurgerning í það skipti, skulu
gera það, þegar biskup kemur aftur á þriðja
árinu. Og þeir skulu þá greiða gjald, er fyrra
skiptið veittu viðurgerning.
Verði ágreiningur, er biskup skal skera úr,
skal hann leystur í sama þriðjungi, því að þeir
vita bezt, hvað sannast er, sem næst búa.
Verði ágreiningurinn ekki leystur, skal honum
skotið til allsherjarfundar, en honum eigi vís-
að frá einum þriðjungi til annars. Verði þræt-
ur og deilumál, sem biskupi byrjar að skera
úr, skal hér bíða biskupskomu og ekki fjalla
um þau, nema brýna nauðsyn beri til og af-
brotið sé svo mikið, að prófastur geti ekki
veitt aflausn. Þá skal farið yfir málið milli Val-
borgarmessu og Allraheilagramessu, en ekki
þar eftir að vetrarlagi fram til Valborgar-
messu.
Biskupssektir á Gotlandi eru ekki hærri en
þrjár merkur.
Eftir að Gotar réðu sér biskup og presta og
tóku við fullkomnum kristindómi, féllusl þeir
á að fylgja Svíakonungi í herferð á sjö snekkj-
um gegn heiðnum þjóðum, en ekki kristnum;
þó svo, að konungur skal bjóða út leiðangri
að loknum vetri og veita Golum mánaðar-
frest til leiðangursstefnunnar, en hún skal
vera fyrir mitt sumar og ekki síðar. Þá er lög-
lega til hennar kvatt, en annars ekki. Gotar
hafa þá rétt til að fara í leiðangur, kjósi þeir
það, með eigin snekkjur og átta vikna útivist,
en eigi lengri. Geti Gotar ekki orðið við
kvaðningunni, skulu þeir reiða fram fjörutíu
merkur fyrir hverja snekkju, ekki þó fyrr en
árið eftir og því ekki sama ár og boðið var út
leiðangrinum. Það nefnist leiðangursfall. í
þeim mánuði skal eina vikuna skorin upp her-
ör og þingi frestað. Verði menn sáttir á að
fara í leiðangur, skulu þeir búast til ferðar
hálfan mánuð og Ieiðangursmenn síðan vera
sjö nóttum fyrir stefnu farbúnir og bíða byrj-
ar. Fari svo, að ekki verði byr í þeirri viku,
skulu þeir enn bíða stefnunnar sjö nætur.
Renni byr ekki á á þeim l'resti, mega þeir að
ósekju fara heim, því að þeir gátu ekki kom-
izt róandi yfir hafið, heldur siglandi. Verði
boðið út leiðangri með minna en mánaðar-
fresti, skulu menn hvergi fara, en sitja heima
að ósekju. Vilji konungur ekki trúa, að útboð-
ið hafi verið ólöglegt eða veður hamlað á til-
teknum tíma, skulu sendimenn konungs, sem
innheimta skattinn á þingi næstu eftir Sankti
Pétursmessu, taka af tólf þar til kvöddum
mönnum eið að því, að setið hal'i verið heima
við lögleg forföll.
Enginn nefndareiður verður unninn á
Gotlandi annar en konungseiður.
Skuli svo illa að berast, að krýndur kon-
ungur verði brolt rekinn af ríki sínu, skulu
Gotar ekki reiða af höndum skatt, heldur varð-
veita hann í þrjú ár. Og þó skulu þeir leggja á
skatt árlega og geyma hann, en afhenda hann
að þremur árum liðnum þeim, er þá ræður
Svíaríki.
Lokað bréf með konungsinnsigli skal sent
að öllum konungsrétti og eigi opið.
70