Ný saga - 01.01.1998, Page 73

Ný saga - 01.01.1998, Page 73
Kristján Jóhann Jónsson Saga í sviðsljósi eiklistarsaga hefur verið fsviðsljós- inu allan síðasta áratug aldarinnar. Árið 1991 gal' Sveinn Einarsson út íslenska leiklist I (391 bls.) og 1996 kom svo íslensk leiklist II (526 bls.). Árið 1997 sendi Jón Viðar Jónsson frá sér bókina Leyndarmál frú Stefaníu (440 bls.) sem unnin er upp úr doktorsritgerð hans sem skrifuð er á sænsku, Geniet og vágvisaren. Sama ár kom út bókin Leikfélag Reykjavíkur. Aldarsaga, skrifuð af þeim Þórunni Valdimarsdóttur og Eggert Þór Bernharðssyni (503 bls.). Þessar fjórar bækur eru samtals 1860 blað- síður og allar í stóru broti. Áður hafði lítið sem ekkert verið gefið út um þetta efni. Lár- us Sigurbjörnsson skrifaði að vísu um leiklist- arsögu og varð fyrstur íslendinga til að hefja hana til nokkurs vegs enda tileinkar Sveinn honum rit sitt. Jón Viðar kallar hann braut- ryðjanda í fræðunum og frcmsta Ieiksögu- fræðing okkar á l'yrri hluta aldarinnar. I sama streng taka þau Eggert og Þórunn. Ritstjórn Nýrrar sögu bað undirritaðan að mynda sér skoðun á því hvers vegna höfund- ar leiklistarsögu hafa gyrt sig í brók og látið svo hraustlega til sín taka á síðustu árum. Skýringum á því má skipta í tvennt, annars vegar þær augljósu sem fyrst verða taldar og hins vegar örlítið langsóttari skýringar sem ekki verða með góðu móti ræddar l'yrr en dregið hefur verið saman hvað í þessum bók- um er og hvernig þær eru skrifaðar. Leikfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1897 og er því nánasl jafngamalt öldinni. Sveinn Einarsson lelur í bókum sínum að frambærileg leiklist verði til á tímabilinu 1890-1920. Á þeim tíma telur hann að Jeiktilburðirnir verði að listsköpun og list- llulningi í fyrsta skipti".1 íslensk leiklist er með öðrum orðum hundrað ára listgrein og * ‘ ' ' • ' • l • • það liggur beint við að stokka upp sögu h,enn-t ar núna, undir aldarlokin. , Sú árátta rnanna aö skoöa söguna í hundr- að ára tímabilum byggist kannski á því meðal annars að upplýsingar frá fyrstu héndi eru ennþá aðgengilegar, enn er lifandi fólk sem þekkti þá sem stóðu í eldlínunni. Jón Viðar Jónsson getur til dæmis í bók. sinni vitnað í yngsta son Stefaníu en hún lést í Kaupmanna- höfn árið 1926, tæplega fimmtug að aldri. Vit- undin urn þekkingu sem er að hverfa skýrir að einhverju leyti hvers vegna yið.fáum slíka leiklistarsöguskriðu núna á síðustu árum ald- arinnar. Það má skipta leikmenntum í þrjú svið ejns og bókmenntum; eða í lpiklistarfræði, leiklist- arsögu og leikgagnrýni. Gagnrýnin er jafn- gömul leiksýningum á Islandi en uml'ang hennar og gæði hafa verið upp og ol'an og oft á tíðum hefur leikhúsgagnrýni verið sorglega léleg. Það er að nokkru leyti vegna þess að til þessara starfa hal'a valist leikmenn enda ekki um fagmenn eða leikhúsfræðinga að ræða. Leiklistarsögurilun hefur takmarkasl af braut- ryðjandastarfi Lárusar Sigurbjörnssonar á fyrri hluta aldarinnar og fáum, dreil'ðum tímaritsgreinum. Leiklistarfræði hafa aðal- lega verið viðruð innan leikhúsanna en sára- lítið af fræðilegri umræðu eða fræðslu, ætlaðri almenningi, helur ratað úl úr þeim, það ég, viti. Fátækleg leikhúsumræða hefur að hluta til stafað af ofurviðkvæmni okkar litla samfélags, en líka af skorti á menntuðum mönnum og sérfræðingum. Nú höl'um við fengið þá fyrir nokkru, en leikhúsfræði eru enn ekki kornin á dagskrá Háskóla íslands. Það er auðvitað fá- ránlegt. Á öldinni sem er að líða hafa íslendingar sótt sér menntun í nýjum fræðigreinum ey-,. w - ■ 2 .' '-•y.a , ÍT'." ' '."• x\0 < Fátækleg leik- húsumræða hefur að hluta til stafað af ofur- viðkvæmrti okkar litla samfélags ert líka af skorti á menntuðum mönnum og sérfræðingum BÓKUM W h 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.