Ný saga - 01.01.1998, Page 76
Kristján Jóhann Jónsson
%
lr
Mynd 2.
Lárus Pálsson sem
Hamlet.
Aukin þjóðern-
iskennd átti sinn
þátt í þvi'að
sjónarmið Sig-
urðar málara
náðu sífellt
meiri fótfestu
Úthýsingin. Þar lætur Tómas eina af persón-
um sínum leggja athyglisverða spurningu fyr-
ir sýslumann, nefnilega hvort hann ímyndi
sér að hann geti gert allt í senn: umnsakað
mál, clœmt og hegnt. Drjúgum hundrað árum
seinna voru íslenskir sýslumenn ekki enn bún-
ir að ráða fram úr þessu svo leita varð svara
við sömu spurningu hjá Mannréttindadóm-
stóli Evrópu.
íslensk leiklist II tekur upp þráðinn 1890 og
má berlega sjá á skipulagi bókanna að þá er
ýmiss konar efni tiltækt sem höfundurinn get-
ur moðað úr. Þá hættir hann líka að vitna til
misljósra, fornra umsagna, dregur úr erlend-
um samanburðardæmum og frásögnum af
óbirtum handritum og fjallar um leiklist sem
er nær því formi sem við þekkjum. Fyrst er
fjallað um leikhús og önnur leiksvæði en saga
húsanna er áður þekkt. Hins vegar minnir út-
tekt Sveins á tengsl leiklistarsögu og bygging-
arsögu. Eitt af því sem einkennir íslenska
menningarsögu er að hún tengist byggingum
ekki á sama hátt og hjá þjóðum sem eiga sér
eldri borgarmenningu. Þar hefur saga leiklist-
arinnar sérstöðu því að eðli sínu samkvæmt
þrífst leiklistin alllaf best þar sem fjölmenni
myndast. Hús á borð við Glasgow, sem brann
1903, Góðtemplarahúsið, sem var ril'ið 1968,
Breiðfjörðsleikhús eða Fjalaköttinn, sem lok-
ið var við að rífa 1985 og Iðnó, sem enn stend-
ur, hafa verið eða eru minnisvarðar um ís-
lenska leiklistarsögu og spurning hvort Góð-
templarahúsið og Fjalakötturinn hefðu verið
rifin á sínum tíma ef fólk hefði gert sér betri
grein fyrir sögulegu hlutverki þeirra. En auð-
vitað er við ramman reip að draga þegar
handhafar eignarréttar og stjórnvöld samein-
ast gegn menningarverðmætum.
Skipulag og fjárreiður íslenskra leikhúsa
eru að sjálfsögðu hið merkasta efni en ntig
langar aðallega til að draga tvennt fram í
dagsljósið. Hér sprettur leiklistin upp á
heimavistum hjá skólastrákum, hjá iðnaðar-
mannasamtökum og góðtemplarareglu og
fjármögnun er nokkuð fram eftir öldinni
byggð á sameiginlegum sjóðum og deildri
áhættu.
Þessi fortíð hafði auðvitað sterk áhrif á
Leikfélag Reykjavíkur þegar það var stofnað.
Sveinn Einarsson telur að stjórnarfyrirkomu-
lag LR sé grundvallað á því sem yfirleitt kall-
ast lýðræði en Jón Viðar Jónsson telur að um
klíkuveldi hafi lengst af verið að ræða.5
Aður var á það minnst að íslenskt leikhús
blómstraði í ylnum frá sjálfstæðisbaráttu og
rómantískum hugmyndum. Því fylgdu nokkr-
ar andstæður sem fljótlega gerðu vart við sig.
Frumherjarnir sóttu stanslaust til Danmerkur
léttúðuga grínleiki með söngvum sem þóttu
prýðilegir til að byrja með. Frægast þessara
leikrita er áreiðanlega Ævintýri á göngttför
eftir Hostrup. Það leikrit var sýnt hér hvað
eftir annað fyrir fullu húsi og ntá el' til vill
segja að það hafi breyst í íslenskt verk.
Fljótlega snerust áhorfendur hins vegar
gegn sýningum af þessu tagi. Aukin þjóðern-
iskennd átti sinn þátt í því að sjónarmið Sig-
urðar málara náðu sífellt meiri fótfestu og
þegar Matthías skrifaði Útilegumennina og
Indriði Einarsson Nýjársnóttina, báðir undir
handarjaðri Sigurðar, þá urðu vinsældir þess-
ara verka ef til vill töluvert meiri en við mátti
búast. Bæði verkin vísa mjög eindregið til
þjóðernis og frelsis.
Annan áratug þessarar aldar kallar Sveinn
Einarsson íslenska áratuginn. Það er að vísu
ekki alveg nákvæmt orðalag því að verið er
að tala um tímabilið frá 1907-20.
A þessum árum koma þeir Jóhann Sigur-
jónsson og Guðmundur Kamban fram á svið-
ið og Einar H. Kvaran skrifar um Lénharð fó-
geta sem fyrr á öldinni þótti harla vel heppn-
aður þó að hann ætti síðar eftir að lenda í
kvikmynd og þola ótrúlegt magn af dönskum
háðsglósum.
Það er Ijóst af lestri þeirra bóka sem hér
eru til umræðu að möguleikar á því að gera
sér raunhæfa grein fyrir leikstjórn og leikstíl
um síðustu aldamót eru mjög takmarkaðir.
Eitthvað má ráða af ljósmyndum og lýsingunt
í leikdómum en þeir eru misjafnir og þar rek-
ur eitt sig á annars horn. Aðrar ritaðar lýsing-
ar á leikstjórn og leikstíl, til dæmis í ævisöguni
og bréfum, eru bæði fáar og smáar. Sveinn
Einarsson telur í bók sinni að Háskóli Islands
sé eini háskóli Norðurlanda sem ekki leggi
skipulega slund á fræðslu og rannsóknir í
leiklistarsögu. Ef það hefði verið gert hefði ef
til vill verið hægt að bjarga frá glölun l'leiri
heimildum um það hvernig leikið var í upp-
74