Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 79

Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 79
Saga í sviðsljósi við að neinu yrði sleppt. í báðum þessum til- vikum hefði djarfara úrval og víðfeðmari túlkanir verið vel þegið. Leyndarmál frú Stefaníu er saga einstak- lings og það sjálfsagt þess vegna sem hún verður skemmtilegri og persónulegri en hinar tvær. Hins vegar rná ef til vill segja að höfund- ur hefði vel getað sýnt meiri hlutlægni. Par bregður tæpast fyrir gagnrýnu viðhorfi til Stefaníu. Afstaða höfundar í „ættastríðinu“ er rnjög eindregin og sú mynd sem hann dreg- ur upp af Indriða Einarssyni og fjölskyldu hans er um margt ólík því sem sjá má í hinum tveimur bókunum. í meðförum Jóns verður Stefanía að snillingi sem stendur andspænis nokkuð forhertri menningarklíku en á sjálf enga sök á átökum. Minnið er auðvitað vel þekkt, klisja myndu margir segja, en þetta þarf alls ekki að vera rangt fyrir því. Allir sem um leiklist hafa skrifað á þeim tíma þegar Stefanía var helsta stjarnan í bæn- um virðast sammála um að hún beri af öðr- um leikurum. Þegar hún er ekki á sviðinu fær Guðrún Indriðadóttir að vísu svipaða dóma en það fer varla milli mála að Stefanía er fyrsta prímadonna íslenskrar leiklistar. Ritverk Jóns Viðars um Stefaníu er nokk- uð sérstætt. Að vísu hafa verið skrifaðar ævi- sögur listamanna áður og þar af nokkurra leikara. Merkum listakonum á borð við Stef- aníu hafa hins vegar sjaldan verið gerð jafn góð skil. Til rnarks um skemmtilegar túlkanir Jóns langar mig til að nefna hér umfjöllun hans um Kinnarhvolssystur eftir Carsten Hauch. Hauch þessi var eins og margir vita danskur rómantíker og lektor við háskólann í Sor0 þegar Jónas Hallgrímsson dvaldist þar. Kinnarhvolssystur náðu furðu góðu sam- bandi við íslenska þjóðernisorðræðu. Áður var minnst á Sigurð málara og þjóðernis- stefnu hans í leiklistinni. Undir hans handar- jaðri spruttu fram Útilegumenn Matthíasar og Nýjársnótt Indriða, hvort tveggja verk með sterkum, þjóðlegum blæ og bæði tengdu þau íslenskt sjálfstæði við þjóðsögurnar. í Reykja- vík var fólksfjölgun ör fyrstu áratugina eftir aldamótin og fólkið sem þar settist að kom með þjóðsagnaarfinn í farangri sínum. Eins og Jón bendir á urðu Reykvíkingar gripnir skammvinnu gullæði árið 1905 og kreppan gerði vart við sig síðla árs 1908. Henni fylgdu gjaldþrot, brask og almenn harka í peningamálum. Jón vitnar í bók sinni einnig til gagnrýnanda Ingólfs sem árið 1910 barmar sér yfir endalausum ævintýraleikjum en lætur þess jafnframt getið að ævintýri Carstens Hauchs um Kinnarhvolssyslur hafi þrátt fyrir allt ekki verið illa valið. Leikrilið um Kinnarhvolssystur var l'rum- sýnt í Kaupmannahöfn árið 1849. Það er dæmi- saga í búningi þjóðsögu og fjallar urn ágirnd. Efni leikritsins er á þann veg að systur eru tvær ólíkar. Önnur þeirra er ljúf og blíð en hin ágjörn og þó báðar trúlofaðar. Sú ágjarna kynn- ist málmleitarmanni sem reynist vera bei'g- þurs og hún hleypur frá unnusta sínurn og glatar æsku og lífshamingju vegna græðgi sinnar. í leikritinu snúast þannig saman tveir meg- Mynd 4. Þóra Borg og Valur Gíslason í Tengda- pabba eftir Gustaf af Geijerstam árið 1939. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.