Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 84

Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 84
Halldór Ármann Sigurðsson meirihlutasamkomulag „þeirra sem máli skipta“. „Sagan“ tjáir hugmyndir manna um heim- inn, mat þeirra á því hvað sé þess virði að vita það, ekki aðeins í fortíðinni heldur á öllum tím- um. Hún mótast því í stóru og smáu af áhuga og sjónarmiðum þess sem skráir hana. Fyrir nokkru tók ég mér fyrir hendur að skrifa um ættir og ævi Guðrúnar Olafsdóttur á Bjarna- stöðum í Unadal. Guðrún var fyrsta lærða ljósmóðir Skagfirðinga, tók próf sitt 1779, og líf hennar var að ýmsu öðru leyti ekki alveg hversdagslegt. Efnið hafði áður verið afgreitt í 12 línum í ljósmæðratali en varð nú að 60 blaðsíðna tímaritsgrein.3 Þeir sem sinna vilja um þessa hluti þurfa að eyða dýrmætum rannsóknartíma sínum við fornfá- legar rúllumaskín- ur Þjóðskjalasafns Sagan af Guðrúnu er lærdómsrík. Hennar hafði vissulega verið getið allvíða í heimildum en þá var hún sjálf ekki söguefnið heldur eig- inmenn hennar og synir. Guðrún var „bara kona“ og því datt sagnariturum víst ekki í hug að hún gæti verið fullgild sögupersóna og líf hennar söguefni. En þegar sú hugsun var til orðin var eftirleikurinn rakinn, aðeins þurfti að finna tiltækar heimildir og skrá söguna. „Sagan“ er ekki aðeins breytileg eftir mönn- unum sem skrá hana heldur líka eftir mann- félögunum sem geyma hana. Safnarar og veiði- menn eiga sér miklar sagnir en litla sögu. Landbúnaðarsamlelög forn- og miðalda eiga sögu ættar og óðals. Hagssaga varð miðstæð í iðnbyltingunni og síðan í efnis- og hluta- hyggju samtímans. Þess utan fara hugmyndir manna um söguna að talsverðu leyti eftir hugsunartískunni hverju sinni. Á 20. öld hætta ættir að vera saga en fund- argerðir frystihúsa verða saga, a.m.k. hér í ei- lífðar útsæ. Fundargerðin þar sem fram kem- ur tillagan um að frystihúsið Þorskurinn hf. komi upp flæðilínu og láti stækka togarann Steinbít IS 940 þykir nú engu síður eða jafn- vel fremur frásagnarverð en ættartölu- og kirkju- bækurnar sem rekja þráðinn frá „þeim lærðu Vídalínum“ til Guðrúnar frá Lundi. Síst situr á mér að lasta sögur af flæðilínum og togarastækkunum en má ég þá heldur biðja um ættartölur skáldsins frá Lundi og formóður hennar og nöfnu á Bjarnastöðum, fyrir mína einkaparta a.m.k. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ættaþulur okkar fslend- inga auðvitað engu ómerkilegri sagnfræði en fundagerðir frystihúsa. Mín skoðun er raunar sú að sagnfræðin í þeim sé talsvert merkilegri en ýmis önnur. Auk þess eru þær aldeilis kjörnar til þess að efla söguáhuga og ættu því með einhverju móti að verða hluti af sjálf- sagðri sögukennslu í skólum. Það að rekja ætt- ir sínar þó ekki sé nema nokkra liði aftur teng- ir menn persónulega við söguna, eykur þeim forvitni um forfeðurna, lífsbaráttu þeirra og samfélag. Þar sem frásögn kemur mannlegum örlög- um ekki lengur við, þar hættir hún að vera saga. Lýsing á skrúfunum í flæðilínunni góðu getur verið tæknilega kórrétt en líkast lil verða samt ekki dregnar af henni miklar á- lyktanir um manneskjuna. Aftur á móti getur meira en verið að sagan af því hvernig flæði- Jínan breytti lífinu í plássinu veki áhuga ann- arra en skrásetjarans sjálfs, komi fleirum við. Það má þykja gott ef almenn íslandssaga örvar fróðleikslöngun forvitinna Islendinga og örfárra útlendra sérfræðinga. Venjulegan Dana, Kínverja eða Búrúndía varðar víst ekk- ert um hana frekar en okkur flest um skrúf- urnar í flæðilínunni. En auðvitað er þó líka ýmislegt í Islandssögunni sem kemur öðrum við en aðeins Islendingum og Islandsfræðing- um og í Búrúndísögunni, til dæmis að taka, er að sjálfsögðu líka sitthvað sem fleiri en Búrúndía varðar um. 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.