Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 86

Ný saga - 01.01.1998, Qupperneq 86
Um áttvísinnar gagn og nauðsynjar búa erlendis (9,4%). Þetta eru athyglisverðar tölur en túlkun þeirra verður að bíða betri tíma - þar til unnt verður að bera þær saman við niðurstöður úr sams konar athugun á öðr- um ættum og reyndar einnig annars konar at- hugunarhópum. Heil 27% karla (rúmlega 13% fullorðinna) í 4. kynslóð Krákustaðaættar hafa atvinnu af sjómennsku. Þetta er um 2,5 sinnum hærra hlutfall en landsmeðaltalið.5 Ællin er sem fyrr segir upprunnin úr Sléttuhlíð en barst fljót- lega að talsverðu leyti vestur yfir Skagafjörð, út á Skaga. Bæði Sléttuhlíð og Skagi voru mikil sjósóknarhéruð á seinni hluta 19. aldar og framan af þessari öld. Þetta er því merki- leg vísbending um að uppruni manna hafi umtalsverð áhrif á starfsval þeirra, jafnvel áralugum eftir að fjölskylda þeirra flyst á brott úr ættarhéraði sínu. En reyndar aðeins vísbending. Það blasir við að hér skortir mikl- ar rannsóknir og engin þurrð á spurningum. Til dæmis: Augljóslega eru ekki allar æltir úr skagfirskum útsveitum jafnmiklar sjómanna- ættir og því má spyrja: Er hægt að tala um sér- stakl „sjómennskugen“ í vissum ættum eða fer starfsval manna eingöngu eftir uppeldis- aðstæðum þeirra? Spyr sá sem ekki veit. íslendingar hafa einstakt tækifæri til þess að taka heimsforystu í rannsóknum á sviði fé- lagsættfræðinnar og skortir ekkert til þess nema metnaðinn. En hann skortir þá sárlega. Það er t.d. frámunalegt að þeir sem þó vilja sinna um þessa hluti skuli þurfa að eyða dýr- mætum rannsóknartíma sínurn í að staula sig fram úr kirkjubókum í fornfálegum rúllu- maskínum Þjóðskjalasafns. Hundrað sinnum hafa þeir setið við þessar skelfilegu maskínur og leitað að Jóni Jónssyni fæddum árið 1800 á Andapolli í Silungasveit, hundrað sinnum hafa þeir fært feng sinn í snjáða kompu og hundrað sinnum hafa þeir þrætt rolluna úr skröltandi skrapatólinu svo að aðrir komisl að til að þræða hana í aftur. Það kostar aðeins fáeinar krónur að ráða nokkra menn til að skrá kirkjubækur og manntöl Þjóðskjalasafns á tölvur og úlbúa þannig mannfræðilegan gagnagrunn sem væri öllum frjáls til afnota um ókomna tíð. Fram- sýnir athafnamenn hafa raunar tekið sig fram um hluta af þessu verkefni, eru að viða í gagnagrunn um ættartengsl nær allra þekktra íslendinga frá upphafi. Svo merkilegt sem þetta afrek er gerir það þó of litla stoð. Okk- ur vanhagar ekki aðeins um einfölduslu upp- lýsingar um ættartengsl úr heimildunum held- ur þarf bókstaflega að „ryksuga" þær, af ítrasta metnaði. Ég nefni, nánast af handa- hófi, nýlega athugun Gísla Agústs Gunn- laugssonar og Lofts Guttormssonar á því hverjir voru vottar að hjónavígslum og skírn- um á 19. öld og merkilegar ályktanir þeirra af henni.6 Þeir ættfræðigrunnar sem unnið er að um þessar mundir eru gagnslausir í rannsókn af þessu lagi og því miður er það nú þegar deginum Ijósara að alla þessa gagnagrunns- vinnu þarf von bráðar að vinna að talsverðu leyti upp á nýtt. Auk þess er nauðsynlegt að tölvuskrá fleiri heimildir en hinar „hreinu ættfræðiheimildir“, t.d. dóma- og þingbækur, sakeyrisreikninga og ýmsar skrár og skýrslur í Biskupsskjalasafni, og tengja alla þá mann- fræðilegu gagnagrunna sem þannig verða til. Síst skyldi vanþakka framtak og framsýni athafnamanna en það segir sig sjálft að þeim er ekki ætlandi að liafa á hendi forystuna á þessu sviði, til þess er verkefnið bæði of viða- mikið og viðurhlutamikið. Háskóli Islands ætti að sjálfsögðu að hýsa og efla til mikilla verka rannsóknarstofnun á sviði ættfræði og tengdra fræða, gjarnan í góðri samvinnu við athafnamennina, og hirða þannig um þjóðar- arf íslendinga eins og vert og virðulegt væri. Tilvísanir 1 The First Grammatical Treatise (Reykjavík, 1972), bls. 208. Þær skoðanir sem hér er haldiö fram voru fyrst viðraðar í fyrirlestrinum„Ættfræðin og akadem- ían“ sem haldinn var 7. október 1995 á ráðstefnu Fé- lags 18. aldar fræða um ættfræðirannsóknir. 2. I. Mósebók, 5. 3 Ljósmœður á íslandi I (Reykjavík, 1984), bls. 211-12. - Skagfirðingahók 24, bls. 39-98. 4 Halldór Ármann Sigurðsson, Krákustaðaœtt (Reykja- vík, 1996), bls. 33-35. 5 Sjá ritið Hagskinna. Sögulegar hagtölur um ísland. Hagstofa Islands. Ritstjórar Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (Reykjavík, 1997), bls. 217. 6 Gfsli Ágúst Gunnlaugsson, Saga og samfélag. Pœttir úr félagssögu 19. og 20. aldar (Reykjavík, 1997), bls. 312-26. 84
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.