Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 88

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 88
Kristján Sveinsson Mynd 3. Teikningin sýnir úlfa gera atlögu að sauðnautaflokki. í slíkum tilvikum slá fullorðnu dýrin skjaldborg um ungviðið því til varnar. hverju sem gengur og eru ekki árennileg. Úlfa og refi lysir því að jafnaði ekki að leggja lil at- lögu við hjörðina og eru það yfirleitt aðeins veikluð sauðnaut sem falla fyrir rándýrum. Þessi varnarháttur hafði reynst sauðnaulum vel um árþúsundaskeið, en kom fyrir lítið þegar veiðimenn nreð nútímaleg skotvopn fóru að leggja leið sína á slóðir þeirra upp úr miðri síðustu öld. Veiðimennirnir ásældust dýrin því kjötið þótti eftirsóknarverð hressing eftir langferðina frá byggðum slóðum og feld- irnir seldust vel. Kálfarnir voru einnig í met- um hjá eigendum dýragarða, sem greiddu vel fyrir þá. Yfirleitt höfðu veiðimennirnir þann hátt á að fella öll fullorðnu dýrin en nerna kálfana á brott. Þessar aðfarir þóttu ómannúðlegar og mættu fordæmingu meðal dýraverndarfólks. Einnig tók fljótt að bera á þeirri skoðun, bæði í Kanada og meðal þeirra Dana sem höfðu spurnir af sauðnautaveiðum á Norðaustur- Grænlandi, að framtíð dýrastofnsins væri í hættu vegna veiðanna. Landaþrætur og sauðnautaveiðar Það voru einkum norskir veiðimenn sem lögðu sig eftir veiðum á sauðnaulum á Austur- Grænlandi2 og lýsingar á veiðiháttum þeirra vöktu andúð í Danmörku. í því sambandi skipti líka máli að togstreita var milli land- anna um yfirráð yfir Grænlandi. Danir höfðu tögl og hagldir á byggðum svæðum þar og kölluðu nýlendur sínar, en Norðmenn drógu í efa að Danir æltu nokkurt réttmætt tilkall lil óbyggðra landshluta, þar á meðal Austur- Grænlands, sem var að mestu leyli óbyggt. Bandarískir landkönnuðir létu að hinu leyt- inu til sín taka á Norðvestur-Grænlandi á síð- ari hluta 19. aldar, án þess þó að gera beinlín- is tilraunir til að eigna sér landið, þótt af og lil heyrðust þarlendis raddir um að rétt væri að Bandaríkin föluðust eftir því til kaups.3 Með- an svona stóð voru Danir ekki ýkja vissir um réttarstöðu sína á Grænlandi og þótti vissara að fara sér hægt gagnvart grönnum sínum.4 Forsendur deilnanna um Grænland rnilli Noregs og Danmerkur áttu sér rætur í sam- eiginlegri fortíð landanna. Þau heyrðu öll undir einn og sama konung allt frá árinu 1381s þar til Danir urðu að súpa seyðið af stuðningi sínum við Frakka í Napóleonsstríð- unum með því að eftirláta Svíakóngi ríkis- stjórnarvöld í Noregi við friðargerðina í Kiel árið 1814, en fengu að halda Islandi og Græn- landi. Þeirri skipan undu þjóðernissinnaðir Norðmenn illa eftir að land þeirra var orðið sjálfstætt og héldu því óspart fram að Noreg- ur ætti réttmætt tilkall til Grænlands. Noregur hlaul sjálfstæði frá Svíum árið 1905. Eflir það létu norsk stjórnvöld sér annt um að efla áhrif sín á norðurslóðum og seild- ust til áhrifa við suðurheimskautið einnig, eft- ir því sem þeim var það unnt. Spitsbergen- eyjaklasinn, sem þá hlaut heitið Svalbarði, var gerður norskur eftir landaskipti og friðar- gerð í Versalahöll eftir lok fyrri heimsstyrjald- ar. Bouvetey við Suðurheimskautslandið varð norsk árið 1927, Péturs I-ey, sem einnig er við Suðurheimskautslandið, féll til Noregs 1929 og Jan Mayen sömuleiðis það sama ár. Utan- ríkisráðherra Noregs, Nils Ihlen, hafði lýst því yfir í tengslum við samningana um Svalbarða árið 1919, að Norðmenn myndu ekki setja sig upp á móti yfirráðum Dana á öllu Grænlandi, en ámóta yfirlýsingar höfðu þá þegar fengist frá fleiri ríkjum, þar á meðal Bandaríkjunum. Þegar svo var komið þótti Dönum tíma- bært að taka af öll tvímæli um fullveldisrétt sinn yfir öllu Grænlandi. Kristján X Dana-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.