Ný saga - 01.01.1998, Page 90

Ný saga - 01.01.1998, Page 90
Kristján Sveinsson Mynd 5. Skipverjar á Gottu áður en lagt var upp í Grænlands- leiðangurinn. Efri röð talið frá vinstri: Vigfús Sigurðsson, Óskar Pálsson, Ár- sæll Árnason, Krist- ján Kristjánson, Baldvin Björnsson og Edvard Fredrik- sen. Neðri röð frá vinstri: Finnbogi Kristjánsson, Mark- ús Sigurjónsson, Gunnar Kristjáns- son, Kristján Krist- insson og Þorvaldur Guðjónsson. stjórninni væri ekki um þessa framtakssemi veiðimannanna gefið blésu vindar þannig í norskum stjórnmálum að hún sá sér ekki ann- að fært en að styðja hana. Danir lögðu málið þegar í stað fyrir alþjóðadómstólinn í Haag og var það dæmt Danmörku í vil í aprílbyrjun 1933.11 Þar sem svo óvíst var um réttarstöðu Dana á sauðnautaslóðum á Grænlandi fyrir 1933 þótti þeim ekki fært að setja einhliða friðun- arreglur til verndar sauðnautum, en fólk sem var velviljað dýrunum leitaði ákaft leiða til að bjarga þeim. I þeim hópi var meðal annarra Adolf S. Jensen dýrafræðiprófessor við Kaup- mannahafnarháskóla. Hann naut álits meðal dýrafræðinga og áður en unnt var að setja haldbærar reglur um sauðnautaveiðar tókst honum að koma því til leiðar að dýragarðar í Evrópu hættu að mestu að kaupa sauðnauta- kálfa af veiðimönnum.12 Ráðagerðir í félaginu De danske Atlanterhavsner um að flytja sauðnaut / / til Islands og viðbrögð Islendinga A jólaföstunni árið 1902 var stofnaður í Kaupmannahöfn félagsskapurinn De danske Atlanterhavsper, í þeim tilgangi að efla sam- heldni Dana með eylendum þeirra í Atlants- hafi, Islandi, Grænlandi, Færeyjum og Jóm- frúareyjum í Vestur-Indíum. Forkólfar félags- ins komu einkum úr röðum embættismanna og fjármálajöfra í borginni. Þeir greindu frá því að helsta ástæðan fyrir því að félagið var stofnað væri sú sögulega staðreynd, að ýmsir hinir fjarlægari hlutar danska ríkisins hefðu í tímans rás losnað úr tengslum við það, en ekki voru það síst áformin sem þá voru uppi, um að láta Jómfrúareyjar af hendi við Banda- ríkin gegn fégjaldi, sem höfðu hreyft við góð- borgurunum.13 Bandaríkjamenn voru volgir með að kaupa eyjarnar og dönsk stjórnvöld á báðum áttum með að selja. Það mátti aldrei verða, fannst liðsoddum De danske Atlanter- havsper, sem vildu leggja sitt af mörkum til að halda ríkinu saman. Þeir töldu vænlegast að vinna að hugðar- efni sínu með því að kynna málefni eyland- anna fyrir Dönum og vekja þá þannig til vit- undar um hina fjarlægu útnára konungdæmis- ins. Meðal annars var tekið til við að gefa út tímaritið Atlanten, í því skyni að útbreiða boð- skap félagsmanna. Tímaritið kom reglulega út árabilið 1904-18, og félagið náði talsverðri útbreiðslu, þar á meðal á íslandi. Þrátt fyrir býsna ötult starf varð árangur félagsmanna ekki í samræmi við vonir þeirra og fyriræll- anir. Eftir að Panama-skipaskurðurinn var opnaður árið 1914 glæddist áhugi Bandaríkja- manna á Jómfrúareyjum, þar sem þær lágu nærri skipaleið að skurðinum og gátu nýst óvinum sem flotastöð. Bandaríkjastjórn opnaði því pyngju sína og galt Dönum 25 milljónir dala fyrir eyjarnar árið 1917 og not- uðu Danir jafnframt tækifærið til að fá Bandaríkjamenn til að fallast á að þeir einir hefðu rétt til að beita áhrifum sínum á öllu Grænlandi, einnig óbyggðum landsvæðum.14 Island varð fullvalda ríki árið eftir sölu Jómfrúareyja og voru þannig höggvin væn skörð í starfsgrundvöll De danske Atlanter- havsper á skömmum tíma. En meðan eylönd- in voru enn öll í ríki Dana og stjórn þess full af baráttumóði áttu þeir, sem vildu sinna mál- efnum þessara landa, kost á að koma þeim á framfæri á vegum félagsins. Það var árið 1905 sem landbúnaðarráðu- nautur í Kaupmannahöfn, Friis að nafni, bar sig upp við stjórn De danske Atlanterhavsper og tjáði henni áhyggjur sínar af framtíð sauð- nautastofnsins á Norðaustur-Grænlandi. Hann 88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.