Ný saga - 01.01.1998, Side 92

Ný saga - 01.01.1998, Side 92
Kristján Sveinsson Mynd 7. Kristján Kristjáns- son skipstjóri á Gottu. Mynd 8. Til að ná kálfunum varð fyrst að fella öll fullorðnu dýrin. Hér liggur foring- inn í valnum. mál fram til ársins 1914, en á aðalfundi marg- nefnds félagsskapar það ár var Friis enn kom- inn á stúfana að tala fyrir því áhugamáli sínu að búa sauðnautum griðland. Nú hafði hann ekki einungis uppi áform um að flytja sauð- naut frá Norðaustur-Grænlandi til íslands, heidur og frá Kanada til Vestur-Grænlands. Félagið hafði sem fyrr fullan hug á að leggja honum lið sitt, og var sauðnautamálinu vísað til Grænlands- og íslandsdeilda félagsins til umfjöllunar.-23 Friis sat þann fund sem vænta mátti. Hann var sem fyrr allsendis sannfærður um að Is- land væri framtíðarland sauðnauta og lagði mikla áherslu á að haft yrði samstarf við stjórnvöld þar um viðtöku á dýrunum. Hann var þeirrar skoðunar að heppilegast væri að sauðnaut þau, sem flutt yrðu til íslands, yrðu opinber eign og þóttist þess fullviss að dýrin myndu dafna vel í landinu. í því efni bar hann fyrir sig álit Þorvaldar Thoroddsens, sem hafði bent á Vestfjarðakjálkann og Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslur sem álitlega sauðnauta- haga á íslandi. Friis hafði sýnilega undirbúið mál sitt vel og flutti ýmis rök því til stuðnings. Mikilvægast þótti honum að búa dýrunum griðland, en taldi jafnframt, að þessar skepn- ur yrðu ótvírætt til mikilla nytja fyrir íslend- inga. Hann vakti athygli á því að dýrin gæfu af sér fyrirtaks kjöt, ull, mjólk og skinn. Einkum væri ullin mesta afbragð og hentaði vel til klæðagerðar. Því til sönnunar dró hann úr pússi sínu vaðmálsbút úr sauðnautaull og kvað prýðilegan kvöldslopp hafa verið gerð- an úr þessu efni og að sjálfur konungur Svía hefði gengið til veiða í klæðum úr samskonar efni á árum sínum sem krónprins. A þessum fundi talaði einnig Knud Ras- mussen, sem þá þegar hafði getið sér mikið orð í Danmörku fyrir könnunarferðir sínar á Grænlandi, þar sem hann hafði komist í tengsl við íbúa Norðvestur-Grænlands fyrstur Dana og sett upp verslunarstöðina Thule við Uummannaq-fjall ásamt Peter Freuchen fé- laga sínum. Knud Rasmussen var á sama máli og Friis um nauðsyn þess að stemma stigu við hóflausu sauðnautadrápi á Austur-Græn- landi, þótt hann reyndar efaðist um að stofn- inn þar væri í bráðri hættu. En ekki þótti hon- um líklegt að sauðnaut gætu orðið nytja- skepnur á Islandi og kvaðst þeirrar hyggju, að íslendingar myndu vart taka sauðnautakrof fram yfir íslenskt kindakjöt eða þykja sauð- nautareyfi betri til nytja en ull af íslensku fé. Aleit hann, að ef ætti að leggja í kostnað við að flytja sauðnaut í griðland, væri réttara að gangast í það að flytja dýr frá kanadísku eyjunum vestan Baffinsflóa til Vestur-Græn- lands.24 Svo fór, að Knud Rasmussen gerði fé- laginu tilboð um að sjá um flutning á sauð- nautum frá Ellesmere-eyju til Vestur-Græn- lands, en hann hugðist senda skip til móts við bandaríska Crockerland-leiðangurinn, sem dvaldist við Etah á Norðvestur-Grænlandi veturinn 1914-15. Ekkert varð af því að sú ferð væri farin,25 og þar sem skollin var á styrj- öld í Evrópu hlutu sauðnautamál að liggja í láginni næstu árin. Dýrin og velferð þeirra voru þó alls ekki gleymd. Kanadísk stjórnvöld gengust í það að friða sauðnaut og bönnuðu Grænlending- um á Norðvestur-Grænlandi að veiða þau á Ellesmere-eyju árið 1920,26 en þeir höfðu um langt skeið gert för sína yfir Smith-sund eftir sauðnautakjöti. Jafnframt voru á næstu árum gerðar lilraunir í nyrstu héruðum Kanada til að nytja sauðnaut og hreindýr. Vilhjálmur Stefánsson mannfræðingur í Bandaríkjunum, sem var af íslensku ætterni og í miklum met- um á íslandi, var einn af ráðunautum Kanada- 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.