Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 98

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 98
Kristján Sveinsson Mynd 15. Fjölmargir Fteyk- víkingar lögðu leið sína á Austurvöll til að virða sauðnautin fyrir sér. Kálfarnir hafa myndað breiðfylk- ingu sér til varnar. engan veginn gæti taiist fullreynt að sauð- nautarækl á íslandi væri vonlaust verk og þar sem málið hefði vakið athygli út fyrir land- steinana væri vart sæmandi að gefast upp við svo búið.76 Dýravinum þótti heldur ekki gott til þess að vita að Sigga væri ein sinnar tegundar í landinu meðan hún enn tórði, ein sauðnauta- kyns, og fráleitt væri einlífi hennar líklegt til að verða landinu til gagns. Ingvar Pálmason alþingismaður tók af skarið um þetta í um- ræðum á Alþingi um framtíð sauðnautarækt- ar veturinn 1930 og sagði: það mun mála sannast, að þessi eina kvíga, sem nú er á lífi, muni aldrei verða til mik- illa þjóðnytja, ef ekki verður fengið eitt- livað með henni. Það er ekki gott að kvíg- an sé ein, fremur en aðrar skepnur jarðar- innar, og sýnist því ærin ástæða til þess að útvega henni eitthvað til hugnunar á lífs- leiðinni. Ég verð að segja þetta eins og það er, enda virðist þetta sjálfsagt, bæði frá hags- munalegu og mannúðlegu sjónarmiði.77 Þegar þessi orð voru sögð á Alþingi hafði mjög brugðið til hins lakara í efnahagsmálum frá þeirri bjartsýnistíð þegar sauðnautalögin voru sett og Gottuleiðangurinn farinn. Efna- hagsörðugleikanna, sem heimskreppa í við- skiptum olli, var farið að gæta á íslandi og leitað var leiða til að bregðast við henni. Meðal þess sem vonast var til að gæti bætt ástandið voru nýjar búgreinar, einkum loð- dýrabúskapur. Um þá nýbreytni ritaði Met- úsalem Stefánsson í blaðagrein um það bil þremur árum eftir að tilraunirnar hófust að marki: A krepputímum eru menn tilleiðanlegri en ella fyrir ýmsri nýbreytni, ef henni verður þá við komið, og reyna að slá inn á nýjar leið- ir, þegar hinar gömlu eru að lokast. Þetta lýs- ir sér nú hér m.a. í því að ýmsir hafa fengið bjargfasta trú á því, að loðdýrarækt (refir, minkfar] eða þvottabirnir, nútríur o.fl.) muni reynast hið mesta bjargráð, og er nú nokk- ur vísir til þessa atvinnureksturs.78 Og vissulega féll sauðnautarækt undir ný- breytni í búnaðarháttum, enda var horfið að því ráði að reyna aftur við sauðnautainnflutn- ing haustið 1930. Félagsmenn í veiðifélaginu Eiríki rauða h.f. höfðu ekki orðið hökufeilir af Gottuleiðangrinum, en sluppu þó því sem næst skaðlausir eftir að Alþingi samþykkti að greiða meginþorra þess halla sem af förinni varð.79 Ekki voru þó líkur á sambærilegum leiðangri í bráð og var því tekið til bragðs að kaupa sjö sauðnautakálfa af norskum veiði- mönnum í Álasundi fyrir milligöngu aðalræð- ismanns Norðmanna á Islandi.80 Sauðnautakálfarnir sjö komu til Reykja- víkur með gufuskipinu Lyru í byrjun nóvem- ber 1930 og kostaði hver þeirra 950 krónur þangað kominn. Búnaðarfélag Islands lekk fimm þeirra í sína umsjá og voru þeir fluttir í Gunnarsholt til Siggu, sem þá var enn á róli. Ársæll Árnason bóksali keypli tvo kálfa í fé- 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.