Ný saga - 01.01.1998, Page 99
íslensk sauðnautasaga
lagi við nokkra aðra sauðnautavini og kom
þeini í fóstur á bænum Litlu-Drageyri í Skorra-
dal.81 Fontenay sendiherra hafði fylgst með
framvindunni, heldur óglaður, og stóðst loks
ekki mátið að brydda upp á sauðnautakaup-
unum við Tryggva Þórhallsson forsætisráðherra,
sem þá tjáði honunr að hann væri enn sem
fyrr afar áhugalítill um sauðnautarækt og ófús
að kosta meiru til en þegar hafði verið gert.82
Eins og við nrátti búast átti nú að vanda
mjög til sauðnautaræktarinnar og var það því
einkar heppilegt að borist höfðu ráðleggingar
frá Vilhjálmi Stefánssyni í bréfi sem hann rit-
aði Búnaðarfélagi íslands og birt var í heild
sinni í blaðinu Tímanum. Þar fórust honum
svo orð:
Mér virðist það einkum þrent, sem ykkur
ber að aðgæta. Þið verðið að reyna að
varðveita dýrin frá því að vera með öðrum
húsdýrum. Það er mögulegt, að sýklar lítt
skaðlegir nautpeningi og sauðfé geti orðið
sauðnautunum banvænir. Þið verðið að
vernda þau fyrir hundum á meðan þau eru
ung en það ætti að vera auðveldara á Is-
landi en víðast hvar annarsstaðar, því hund-
arnir ykkar eru hvorki stórir né grimmir.
Þið verðið að umgangast þau daglega, svo
að þau verði tamin með aldrinum. Auðvit-
að er hægt að fara með þau eins og kúrek-
arnir í Ameríku fara með vilta, mannýga
naulpeninginn, en betra væri að ala þau
upp með lempni og temja þau, ef það get-
ur samrýmst skapferli þeirra.83
Alveg áreiðanlega var ekki att hundum á
sauðnautin í Gunnarsholti og þau hlutu hinn
besta viðurgerning í fóðri og hirðingu. Engu
að síður vesluðust þau upp, urðu horuð og
ótótleg, og drápust öll sumarið 1931. Það var
ekki gerð nákvæm rannsókn á orsökum þess
að svona fór, en útlit dýranna og innanmeg-
urð þótti benda lil vannæringar þrált fyrir að
þau hefðu haft ríkulega vetrargjöf og gotl
haglendi sumar sem vetur. Hið eina sem
fannst alhugavert við líffæri þeirra voru
breytingar á eitlurn, en dýralækni þótti ekki
stætt á að álykta um raunverulegt dauðamein
út frá því.84
Sauðnautaparið í Skorradalnum, þau Skorri
og Flóka, eins og þau voru nefnd, áttu heldur
ekki langa lífdaga fyrir höndum. Þau voru
1 % 3
i ■ f 1 rf* oBm m
hýst veturinn eftir kornuna til íslands, þrifust
vel á töðu og haframjöli, og voru hin bragg-
legustu um vorið. Þá var þeim að sjálfsögðu
sleppt á fjall eins og öðrum peningi og þau
héldu á vit Skarðsheiðarinnar. Eitthvert ó-
happ henti Skorra um sumarið, líklega hrap-
aði hann niður í gegn um holfönn á lækjargili
og lenti í svelti því hann var hrakmagur þegar
hann fannst í ágústlok, náði sér ekki, og drapst
í september. Flóka var þá flutt í Gunnarsholt
þar sem hennar biðu sömu örlög og annarra
sauðnauta þar.85
Mynd 16.
Skorri hvessir
augun framan í
Ijósmyndarann.
Áforin veiöifélagsins Eiríks rauða
uni dýraveiðar á Norðaustur-Græn-
landi
Þótt hagnaðarvon af sauönautaeldi og vit-
neskjan um að dýrunum væri talið hætt við al-
dauða væru meginástæður þess að lagt var í
kostnað við að afla þeirra til Islands fór ekki
hjá því að tengsl Islands og Danmerkur mót-
uðu afstöðu íslendinga til sauðnautamálsins.
Arsæll Arnason og félagar hans á Gottu
höfðu pata af því að dönskum stjórnvöldum
væri lítið um Grænlandsferð þeirra gefið:
„Það er eins og sambandsþjóð okkar hafi
fengið stungu af hvössu sauðnautshorni í kvið
„Það er eins og
sambandsþjóð
okkar hafi
fengið stungu
afhvössu
sauðnautshorni
í kvið sér við
það, að við
skyldum gera
þessa ferð“,
ritaði Ársæll
í frásögn sinni
af Gottu-
leiðangrinum
97