Ný saga - 01.01.1998, Side 101
s
Islensk sauðnautasaga
rænna röksemda meira og þeir voru fleiri sem
álilu að dýrin gætu orðið til nytja á Islandi,
svo harðgerð og dugmikil sent þau væru.
Stofnað var hlutafélag í eigu einstaklinga
um veiðar á sauðnautum og öðrum grænlensk-
um dýrum, en svo fór að stjórnmálamenn á
íslandi tóku sauðnautamálið upp á arma sína
og ríkissjóður bar stærstan hluta þess kostn-
aðar sem lagt var í vegna tilrauna til sauð-
nautaræktar á íslandi. Þessar tilraunir fóru sam-
an við upphaf loðdýraræktar og voru hvor um
sig viðleitni til nýbreytni í íslenskum landbún-
aði sem stjórnvöld töldu sér skylt að styðja.
Sauðnautaáhugi Islendinga kom Dönum
heldur illa. Einkum vegna deilu þeirra og
Norðmanna um yfirráðarétt yfir óbyggðum
svæðum á austurströnd Grænlands, en einnig
vegna þess hversu sauðnautaveiðar voru orðn-
ar óvinsælar meðal almennings þar í landi. Af
þeim sökum fylgdust dönsk stjórnvöld gaum-
gæfilega með framvindu málsins og reyndu
hvað unnt var að telja íslendinga ofan af veiði-
ferð lil Grænlands. Afskiptum Dana af ís-
lenskum sauðnautamálum var tekið fálega og
þóttu þau bera merki um óþarfa meinbægni
og afskiptasemi af hálfu sambandsþjóðarinn-
ar. Ársæll Ámason, einn helsti forsprakki Gottu-
leiðangursins, var ákafur þjóðernissinni og
fyrir honum og fleirum sama sinnis varð sauð-
nautamálið að þjóðernismáli.
Stofnun veiðifélagsins Eiríks rauða h.f.,
Gottuleiðangurinn, sauðnautaræktin og áform-
in um dýraveiðar á Norðaustur-Grænlandi
Mynd 18. „Uppeldissystkinin" Skorri og Flóka.
Jlj~ooí lÝ U u> iZyay * cCty •=. 3/ófA.ý. * /A. =— t?/jý_, —•—y-fr /£. —;—>> JCC — -99 /// //>r w
. OOt AÁ- .1/9 ic..
tyvu/
Mynd 19.
fíeikningur vegna
tilkostnaðar við
sauðnautaeldi í
Gunnarsholti.
eru til marks um að full alvara bjó að baki þeg-
ar haft var á orði að íslendingar gerðu rétt í
að reyna búskap með grænlensk dýr og hag-
nýta sér veiðiskap á Grænlandi. En skammlífi
sauðnautanna á Isladi hvatli ekki til frekari
sauðnautaræktar og lítil viðbrögð við áform-
unum um að efla veiðifélagið Eirík rauða til
sóknar á veiðilendur Grænlands benda til þess
að einungis fámennur hópur manna liafi haft
trú á því að slík starfsemi myndi reynast arð-
vænleg.
Ritstjórn Nýrrar Sögu þakkar Pétri Péturs-
syni, fyrrverandi útvarpsþul, og Þorsteini
Ársælssyni, veitta aðstoð við myndaöflun.
Ársæll og
félagar hans
litu svo á að
nýting
grænlenskra
auðlinda utan
mannabyggða
væri íslendingum
fjárhagslegt
hagsmunamál
og þjóðernismál
í senn
99