Ný saga - 01.01.1999, Side 56

Ný saga - 01.01.1999, Side 56
Menn eru í raun þvingaðir til þess að skrifa hver fyrir annan ætli þeir sér að fá fasta stöðu við háskóla „Hlutlægni er ekki leí Viðtal við þýsk-bandaríska frœðimanninn Georg G. Igged Páll Björnsson sagn frœðingur rœddi við hann eorg G. Iggers er einn helsti sér- fræðingur heims í sögu vestrænnar sagnaritunar og hafa bækur hans veriö þýdd- ar á ýmsar tungur. Þrjár þær þekktustu eru The German Conception of History, sem fyrst var gefin út 1968, New Directions in Historio- graphy, sem kom út 1984, og Historiography in the Twentieth Century frá 1997. Hann hefur einnig skrifað mikið um austur-þýska sagna- ritun en á dögum kalda stríðsins var hann einn af fáum vestrænum sagnfræðingum sem hélt sambandi við þarlenda fræðimenn. Ohætt er að segja að hann sé maður tveggja álfa því að hann á sér heimili bæði í Þýska- landi og Bandaríkjunum. Hver er maðurinn? Iggers, sem er af gyðingaættum, fæddist í Hamborg 1926 og gekk þar í skóla fram til tólf ára aldurs. Hann flúði ásamt foreldrum sínum til Bandaríkjanna skömmu fyrir Reichskristallnacht 1938 þegar fyrstu fjölda- morðin á gyðingum voru framin. Fjölskyldan settist að í Richmond í Virginíufylki sem var ein helsta miðstöð þeirrar sérstöku vitundar sem margir hvítir Suðurríkjamenn hafa lil- einkað sér. í handriti að sjálfsævisögu sinni, sem hann situr nú við að skrifa, segir hann svo frá að sér hafi þótt skrýtið að koma til Suður- ríkjanna og sjá skilti sem meinuðu blökku- mönnum aðgang að stofnunum og þjónustu, skilti sem minntu hann óþyrmilega á síðustu ár hans í Þýskalandi. Hann hafði brennandi áhuga á jafnréttis- baráttu blökkumanna á námsárum sínum. Ahuginn var raunar það mikill að árið 1950 tók hann óhikað við kennarastöðu við lítinn háskóla í Little Rock í Arkansas sem var ein- ungis ætlaður stúdentum af afrískum upp- runa. Þar hóf hann baráttuna gegn aðskilnað- arstefnunni með því að senda lesendabréf til eins af fylkisblöðunum og krafðist þess að blökkumönnum yrði veittur aðgangur að að- alborgarbókasafninu í Little Rock. Orðið var við beiðninni sem vakti slíka athygli, að stað- ardeildin í NAACP (National Association for the Advancement of Colored People) óskaði eftir liðsinni hans; átti hann síðan eftir að gegna margvíslegum embættum í samtökun- um þau sjö ár sem hann bjó í Little Rock. Á þeim tíma tók hann ásamt eiginkonu sinni, sem kenndi við sama háskóla og hann, virkan þátt í baráttunni gegn kúgun blökkumanna, m.a. fóru þau með ófá mál fyrir dómstóla. Næstu árin kenndi Iggers við tvo smærri háskóla fyrir blökkumenn, en árið 1965 fékk hann stöðu við Ríkisháskóla New York í Buffalo. Þar kennir hann enn þótt hann sé kominn á aldur en að auki hefur hann verið gistiprófessor í ýmsurn löndum. Síðan 1990 hefur hann búið liálft árið í háskólabænum Göttingen í rniðju Þýskalandi þar sem ég sótti hann heim um miðjan júlí 1999. Iggers þekkir nokkuð til íslenskra aðstæðna enda hefur hann komið einu sinni til landsins. Eftir að hafa skýrt út tilgang Nýrrar sögu lá beinast við að spyrja hvers vegna svo margir vestrœnir sagnfrœðingar skrifuðu einungis fyrir hvern annan. Þetta tengist niikið sérfræðiþróun sagnfræð- innar en menn eru í raun þvingaðir lil þess að skrifa hver fyrir annan ætli þeir sér að fá fasta stöðu við háskóla. Þetta kerfi varð til á 19. öld, raunar sér maður fyrstu merki þess á 18. öld, t.a.m. hér við háskólann í Göttingen, en það var ekki fyrr en á síðustu öld sem það náði almennri fótfestu við þýska háskóla. Og það varð síðan fyrirmynd háskólakerfa ann- arra landa. Ég vil þó taka fram að surnir sagn- | 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.