Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 98

Ný saga - 01.01.1999, Qupperneq 98
Einnig má geta þess að í Odda- verjaþætti morar allt í jarteinum sem gætir ekki í A-gerð Þorláks- sögu fyrr en eftir lát Þorláks og í öðrum viðbótum B-gerðar sjást einnig fleiri krafta- verk í lifanda lífi Ármann Jakobsson og Ásdís Egilsdóttir kona hans ekki lifað lengi.36 En samkvæmt annálum deyr Eyjólfur ekki fyrr en árið 1213, löngu síðar en Þorlákur byskup og væntan- lega saddur iífdaga. Þar er Oddaverjaþáttur því sem fyrr á villigötum.37 Hér hafa verið rakin nokkur dæmi um vill- ur í Oddaverjaþætti. Einnig má geta þess að í Oddaverjaþælti morar allt í jarteinum sem gætir ekki í A-gerð Þorlákssögu fyrr en eftir lát Þorláks og í öðrum viðbótum B-gerðar sjást einnig fleiri kraftaverk í lifanda lífi. Nú hafa jarteinir þessar að sjálfsögðu verið vel kunnar þeim fræðimönnum sem trúaðir hafa verið á heimildargildi sögunnar en þeir hafa haft þá trú „að ef galdur er tekinn úr galdra- sögu, verði afgangurinn sönn saga.“38 Nú eru byskupasögur aldrei lausar við Guð eða jarteinir hans og milligöngumanna hans. í sjálfu sér er ekki hægt að hafna sögu af helgi- sagnaætt sem heimild aðeins þess vegna. A hinn bóginn felst tvískinnungur í því að telja A-gerð varasama heimild vegna hneigðar til að lyfta Þorláki sem helgimynd á stall en Oddaverjaþátt góða heimild þrátt l'yrir öll kraftaverkin. Oddaverjaþáttur er engu síður grein af meiði helgisagnaritunar en hin eldri Þorlákssaga og í honum er gnótt helgisagna- minna. Þannig háðu hinir helgu byskupar Þorlák- ur og Ambrosius báðir baráttu við veraldlegt vald og minnir margt í Þorlákssögu á sögu Ambrosiusar byskups. Þetta kemur einnig fram í Oddaverjaþætti. Hendur andstæðinga beggja byskupanna stirðna þegar þeir ætla gegn þeim með vopnum.39 Ambrosius og Þor- lákur sýna sama styrk og staðfestu í barátt- unni gegn andstæðingum sínum og hátterni og orðfæri andstæðinganna er keimlíkt. Þá má nefna að í báðum sögunum hyggjast and- stæðingarnir gera kirkjur að hrossahúsum, byskupunum til háðungar.40 Staðamál hin fyrri Að síðustu verður að víkja aðeins að staða- málum fyrri sem Oddaverjaþáttur er eina heimildin um. Rétt er þó að geta þess að í þættinum er fyrst og fremst deilt um siðsemi í hjúskap og samlífi karla og kvenna, staðamál- in eru aukaatriði í þættinum. Ein þeirra setn- inga sem B-gerð hefur umfram A-gerð Þor- lákssögu til viðbótar við Oddaverjaþátt er á þessa leið: „Það er og greinanda að herra Ey- steinn erkibyskup opinberaði honum sinn boðskap með bréfum til Islands að allir stað- ir er eftir fornum vana héldust af leikmönn- um skyldu nú allir vera undir byskupa valdi.“41 Um þennan boðskap er deill í fyrstu köfluni Oddaverjaþáttar en Þorlákur er þar sagður láta undan og eyðir mestu púðri í að bæta siðferði höfðingja og annarra lands- manna. Þó tekst honum að fá Sigurð Orms- son og aðra höfðingja í Austfirðingafjórðungi til að láta undan þannig að kirkjan telst eiga staðina að nafninu til en Þorlákur veitir Sig- urði og öðrum höfðingjum þá í „lén“ í stað- inn. Eins og segir í Þorlákssögu: Og eftir messuna skipaði hann Sigurði staðinn í lén urn stundar sakir og hann jár honum að halda. Fór byskup þaðan til Rauðalækjar; bjó þar Ormur hinn gamli; hóf hann þar slíkt kall sem að Svínafelli ... En þó að margir væri tregir til að já undan sér sínar erfðir, þá kom þó í einn stað nið- ur að Þorlákur byskup l'ékk forræði á öll- um stöðum fyrir austan Hjörleifshöfða, utan að Þvottá og Hallormsstöðum, og það hefir þar haldist jafnan síðan.42 Velta má fyrir sér hvort orðið „lén“ sé til merkis um áhrif sunnan frá Evrópu og sé því enn ein vísbending um hvernig Oddaverja- þáttur dregur dám af samtíma sínum.43 Um þennan samning Þorláks við Sigurð og aðra austfirska höfðingja er einnig getið í Arnasögu byskups: Þat sumar reið Árni byskup fyrir norðan Sólheimajökul ok rak byskupligt embætti um Austfirðingafjórðung, ok eptir tilskip- an herra Jóns erkibiskups hóf hann tilkall á alla staði, þá sem þar vóru. En þótt þat yrði með nokkurum mótmælum af þeira hendi sem heldu þess kyns eignir fekk hann vald yfir flestum öllum stöðum utan Þváttá ok Hallormsstöðum. Gengu því Austfirðingar léttligar at þessu en aðrir menn at hinn sæli Þorlákr með ráði Eysteins erkibiskups hóf þat sama tilkall á Svínafelli við Sigurð Ormsson, ok hann jáði biskupi þeiri kirkju- eign; vóru ok eptir þessu dæmi vel flestir 96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.