Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 1

Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 1
M Á N U D A G U R 1 6. M A Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  113. tölublað  99. árgangur  BÆTA ÞARF STÖÐU KVENNA Í LANDBÚNAÐI SKRIFAR UM MERK TRÉ Í REYKJAVÍK EKKI TÖFF AÐ FÍLA ELECTRIC LIGHTS ORCHESTRA SAFNAR SÖGUM 10 PÖNKARAR HLUSTA EKKI Á ELO 27HEFÐI GRÍÐARLEG ÁHRIF 6 Harpa varð hús barnanna og fjölskyldnanna á sér- stökum barnadegi í gær. Alls mættu 32.000 manns í tónlistarhúsið til- komumikla við sjóinn til að fylgjast með fjöl- breyttum tónlistaratriðum þessa viðburðaríku opnunarhelgi. »9 Morgunblaðið/Ernir 32.000 manns í Hörpu á opnunarhelgi Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, var í gær ákærður fyrir frelsissviptingu og tilraun til nauðg- unar. Hann var handtekinn á laug- ardag eftir að 32 ára þerna á hóteli sem hann hafði gist á sakaði hann um að hafa reynt að nauðga sér rétt áður en hann yfirgaf hótelið. Strauss-Kahn neitar öllum sak- argiftum en hann var færður fyrir dómara í gær. Tíðindin hafa vakið mikla furðu um heim allan en auk þess að hafa notið farsældar í stöðu framkvæmdastjóra AGS hefur Strauss-Kahn notið mikils stuðnings í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi á næsta ári. Búist hafði verið við því að hann myndi gefa kost á sér sem forsetaefni sósíalista á næstu vikum. Þrátt fyrir að margir forystumenn í frönskum stjórmálum hafi ítrekað í gær að allir séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð – og sumir jafnvel ýjað að því að um einhverskonar til- raun væri að ræða til að koma á hann höggi – einkenndust viðbrögð landa hans við fréttunum af mikilli undrun. Þannig lýsti AP-fréttastof- an viðbrögðum þjóðarinnar við frétt- unum sem blöndu af undrun og and- styggð. »13 Uppnám vegna handtöku  Strauss-Kahn fyrir dómara og ákærður fyrir til- raun til nauðgunar Reuters Ákærður Dominique Strauss-Kahn. Skattbyrði sem hlutfall af launa- kostnaði jókst verulega á Íslandi á seinasta ári samkvæmt nýj- um samanburð- artölum OECD. Ísland var þó ekki eina landið þar sem skattlagning launa jókst því hún óx í 22 af 34 aðildarlöndum OECD í fyrsta skipti í mörg ár. Í mælingum OECD er reiknuð samanlögð álagn- ing skatta á tekjur og launatengd gjöld atvinnurekenda og launþega sem hlutfall af heildarlaunakostnaði. Hlutfallið hér á landi er undir með- altali OECD ríkja en byrðin þyngd- ist hlutfallslega meira hér á landi en í nokkru öðru ríki OECD á milli ár- anna 2009 og 2010. Dæmi af ein- stæðu íslensku foreldri með 2/3 af meðallaunum, sem greiddi enga skatta fyrir 10 árum, sýnir að í fyrra var hlutfall gjalda komið í 9,5% og hafði hækkað um 14 prósentustig á ellefu árum. »14 Þyngri byrðar skattsins  Hærri álögur á launin í fyrra að mati OECD Kristján Jónsson kjon@mbl.is Formaður þingflokks Framsóknarmanna, Gunnar Bragi Sveinsson, segir að sumt í kvóta- frumvörpum ríkisstjórnarinnar sé í anda álykt- unar um fiskveiðistjórnun sem samþykkt var á síðasta þingi flokksins, annað ekki. En honum líst almennt ekki vel á hugmyndirnar. „Það eru þarna atriði sem ganga hreinlega ekki upp og eru ekki í sam- ræmi við ályktun okkar, eins og að ekki sé tryggð framlenging nýt- ingarsamninga, framsal og fleira,“ segir Gunnar Bragi. „Veðsetn- ing til fjárfestingar í greininni verður líka að vera til staðar, verðmæti skipsins er lagt að veði og verðmæti þess er auðvitað tengt aflaheimildunum. Mér finnst mikilvægast að bæði stjórnvöld og aðrir haldi ró sinni, hafi samráð um að finna bestu leiðina. Það er það sem hefur vantað í þetta.“ Hann segir að þótt segja megi að byggt sé á þeirri vinnu sem fram fór í sáttanefndinni sé gengið mun lengra í ákveðnum atriðum, önnur ekki kláruð. „Ég sé ekki að eins og þessi frum- vörp líta út núna sé þetta greininni eða þjóðinni til góðs. Það þarf að laga þetta töluvert.“ Margt hangir á kvótaspýtunni. Sjómenn hafa verið samningslausir frá áramótum og hafa útgerðarmenn ekki viljað semja meðan kvótamálin séu í óvissu. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, er svartsýnn á að úr rætist á næstunni. Hann bendir m.a. á að nú sé rætt um að afgreiðsla stóra frumvarpsins geti dregist fram á haustið. Frum- vörp ekki til góðs  Gunnar Bragi gagn- rýnir kvótafrumvörp Vilja öryggi » Framsóknarmenn hafa sagt að útgerð- ir þurfi að geta treyst því að ráða yfir kvótanum í minnst 20 ár til að geta gert áætlanir. » Einnig að end- urnýjunarákvæði verði að vera í kvótasamningum. MHreyfingin vill kvóta á uppboð »2  ÚÍ1 ehf., rekstrarfélag út- varpsstöðv- arinnar Kanans, hefur selt allan tækjabúnað stöðvarinnar nýju félagi sem nefnist Skeifan 7. Þann 20. apríl síðastliðinn felldi Landsbankinn niður rekstrarfyrirgreiðslu í formi yfirdráttarheimildar til félagsins. Einar Bárðarson, eigandi Kan- ans, er ósáttur við aðgerðir Lands- bankans sem hann segir harkaleg- ar og ekki í samræmi við loforð stjórnvalda. »4 Ósáttur við aðgerðir Lands- bankans í garð Kanans Kona á fimmtugsaldri er þungt hald- in eftir alvarlega líkamsárás í aust- urhluta Reykjavíkur í gærmorgun. Hún fannst meðvitundarlaus og var flutt á slysadeild eftir að hafa verið endurlífguð. Eiginmaður hennar var handtek- inn síðar í gærdag og sagði í tilkynn- ingu frá lögreglu að málið væri rann- sakað sem tilraun til manndráps. Maðurinn er á sjötugsaldri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði svo í gærkvöld fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum til 30. maí næstkomandi. Krafan var lögð fram á grundvelli rannsóknarhags- muna og féllst dómari á hana. Að sögn lögreglu er ástand kon- unnar mjög alvarlegt en ekki hafa verið veittar frekari upplýsingar um tildrög árásarinnar. haa@mbl.is Þungt haldin eftir alvarlega árás  Kona endurlífguð og flutt á slysadeild

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.