Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 27

Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Það er svo sannarlega ekki hipp og kúl að fíla Jeff gamla Lynne og félaga hans í hljómsveitinni Electric Light Orchestra. Það hefur undirritaður rekið sig afar þægilega á. Þegar nafn þessarar dægilegu poppsveitar er nefnt í eyru tónlistarspekúlants ligg- ur við að hann löðrungi viðmæland- ann og snúi upp á nefið á honum í fyr- irlitningu og hroka. ELO var aldrei kúl, því þegar hún var upp á sitt besta var pönkið alls- ráðandi og þeir sem voru móðins hlustuðu á pönk. Hinir, sem lutu of- urvaldi samfélagsins og hefða þess, hlustuðu á ELO. (Þetta er tilgáta mín – ég var ekki kominn nægilega vel til vits og ára á áttunda áratugnum til að skynja undirstrauma í tónlistarmenn- ingu Vesturlanda.) Ég hlustaði mikið á ELO í barn- æsku. Ég man hvað mér fannst um- slagið með Discovery-plötunni, sem kom út árið 1979, svakalega heillandi og fallegt. Þá var ég fimm ára. Dis- covery er alveg frábær plata, með lögum á borð við „Shine a Little Jeff Lynne er ekki kúl  Pönkarar hlustuðu ekki á ELO  Jeff Lynne, aðalmaðurinn í sveitinni, hafði mikið dálæti á samskiptatækni  Hljómsveitin hefur ekki spilað síðan 2000 Kátir Óhætt er að segja að Jeff Lynne og félagar í Electric Light Orchestra hafi ekki gert út á líkamlegan þokka á tónlistarferli sveitarinnar. Love“, „Last Train to London“ og „Confusion“. Reyndar er það þannig með þessa tónlist, eins og með flesta þá tónlist sem maður ólst upp við, að maður er ekki viss hvort maður kann að meta hana vegna þess að hún er góð eða vegna nostalgíu. Ég hallast að því að hér sé um að ræða blöndu af þessu tvennu. Það sem einkennir Jeff Lynne (sem var aðalmaðurinn í bandinu frá stofn- un) er einstakt lag á grípandi mel- ódíum, tilfinning fyrir trommutakti og gríðarlegir útsetningarhæfileikar. Lynne bjó til hljóðheim sem er al- gjörlega sér á parti í tónlistarsögunni. Hann var líka skemmtilegur texta- smiður og það sem hefur alltaf vakið kátínu mína er hvernig dálæti hans á samskiptatækni – mér liggur við að segja blæti – birtist í textagerðinni á tímabili. Dæmi um þetta dálæti hans birtist í textum við lögin „Telephone Line“ („Ok. So no one’s answering/ Well can’t you just let it ring a little longer longer longer), „Your’s Truly 2095“ („I sent a message to another time/But as the days unwind, this I just can’t believe“), „Here Is the News“ („Here is the news/Coming to you every hour on the hour“), „Secret Messages“ („A moving stream of in- formation/That is floating on the wind“) og „Calling America“ („Talk is cheap on satellite/But all I get is sta- tic“). Þetta samskiptablæti náði hámarki á plötunni Balance of Power, sem kom út árið 1986. Sú plata var mikið spiluð á heimili mínu og á öruggan sess í æskuminningum mínum. Einhvers staðar las ég að Lynne hefði verið orðinn ansi þreyttur á ELO-konseptinu eftir gerð snilld- arverksins Time frá 1981. Útgáfufyr- irtækið, CBS, vildi ekki leyfa honum að gera tvöfalda plötu vegna kostn- aðar. Secret Messages, sem kom út 1983, var því plata eigi tvöföld. Secret Messages er enda frekar bágborin smíð, fyrir utan titillagið. Eftir síð- ustu ELO-plötu aldarinnar, Balance of Power frá 1986, tók Lynne sér dá- góða pásu. Hann dustaði rykið af ELO-nafninu árið 2001 og sendi frá sér plötuna Zoom. Hann var eini upp- haflegi ELO-meðlimurinn sem kom við sögu á þeirri plötu, fyrir utan Richard gamla Tandy. Þessi plata var ekki minnisstæð. Margir eru á þeirri skoðun að platan Time frá 1981 sé meistaraverk ELO. Á henni er lag sem er í uppáhaldi meðal margra aðdáenda sveit- arinnar, „Here Is the News“. Ýmsir framsæknir tónlistarmenn hafa horft mjög til þessarar plötu, enda má heyra greinileg áhrif hennar á plötunum The Sophtware Slump með Grandaddy og Yoshimi Battles the Pink Robots með The Flaming Lips. Tímalaus Tími MEISTARAVERKIÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 3-D PRIEST 3D KL. 6 - 8 - 10 16 PRIEST 3D Í LÚXUS KL. 6 - 8 16 PAUL KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 4 - 6 L FAST FIVE KL. 5.20 - 8- 10.40 12 FAST FIVE Í LÚXUS KL. 10 12 THOR 3D KL. 8 - 10.30 12 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L RIO 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L FAST FIVE KL. 5.40 - 8 - 10.25 12 PRIEST 3D KL. 8 - 10 16 GNÓMEÓ & JÚLÍA 3D KL. 5.40 L WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 6 L FAST FIVE KL. 5.20 - 9 12 HÆVNEN KL. 8 - 10.20 12 HANNA KL. 8 - 10.20 16 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 6 L LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum PRIEST 3D Sýnd kl. 8 og 10 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 5 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 FAST & FURIOUS 5 Sýnd kl. 7 og 10 THOR 3D Sýnd kl. 7:30 og 10 HOPP ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 5  „Brjáluð afþreyingarmynd sem mun gefa þér nákvæmlega það sem þú sækist eftir, hvort sem þú ert aðdáandi seríunnar eða hasarfíkill almennt.” T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt “Thor er klárlega ein óvæntasta mynd ársins... Hasar, húmor og stuð alla leið. Skottastu í bíó!” T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt  “Myndin er algjör rússibana- reið og frábær bíóupplifun” A.E.T - MBL STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Leikkonan Jenna Fischer, sem flestir þekkja sem Pam Beesly úr bandarísku gamanþáttunum The Office, á von á sínu fyrsta barni með eiginmanninum Lee Kirk. Talsmaður Fischer staðfesti þetta við tímaritið People. Fischer og Kirk giftu sig síðasta sumar en nýlega lét Fischer hafa eftir sér að hana hafi lengi langað í börn en eftir að hafa eignast litla frænku nýverið hafi löngunin auk- ist til muna. Það mun væntanlega skýrast síð- ar hvort handritshöfundar The Of- fice munu flétta þungunina inn í söguþráðinn en persónan sem Fisc- her leikur í þáttunum eignaðist barn fyrir skömmu. Jenna Fischer á von á barni Ófrísk Leikkonan Jenna Fischer. Tónlistarmenn, blaðamenn og aðrir tónlistarfræðingar eru sammála um að lagið „Like a Rolling Stone“ sé besta lag tónlistarmannsins Bob Dylans. Lagið er að finna á plötunni Highway 61 Revisited frá árinu 1965. Þetta eru niðurstöður könn- unar sem var unnin fyrir banda- ríska tónlistartímaritið Rolling Stone – sem er einkar viðeigandi. Könnunin var gerð til að fagna afmæli tónlistarmannsins, en Dylan verður sjötugur þann 24. maí nk Í öðru sæti varð lagið „A Hard Rain’s A-Gonna Fall“ og „Tangled Up in Blue“ er í því þriðja. Besta Dylan-lagið Svalur Bob Dylan er maðurinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.