Morgunblaðið - 16.05.2011, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011
Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is
Er vagninn rafmagnslaus
Frístunda rafgeymar í miklu úrvali
?
VIÐTAL
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
„Ein af merkilegri niðurstöðum
þessarar skýrslu er sú að býli í þró-
unarríkjum sem stjórnað er af kon-
um framleiða að jafnaði töluvert
minna í landbúnaði en býli sem karl-
menn hafa umsjón með. Við höfum
komist að því að þessi munur er að
meðaltali um 20 – 30%. Ástæðan fyr-
ir þessum mun er ekki sú að konur
séu vanhæfari til slíkra starfa en
karlmenn heldur að konur hafa mun
takmarkaðri aðgang að auðlindum
og úrræðum sem tengjast fram-
leiðslunni í þessum ríkjum en karl-
menn,“ segir Marcela Villarreal, yf-
irmaður kynja- og jafnréttisdeildar
Matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna. Hún er stödd
hér á landi til að kynna nýja skýrslu
stofnunarinnar sem fjallar um stöðu
kvenna í landbúnaði. Kynningin fer
fram í fyrirlestrarsal Þjóðminja-
safnsins klukkan 14 í dag.
Fæðuskortur myndi minnka
umtalsvert
„Við höfum velt því upp hvaða
áhrif það myndi hafa á landbúnað í
veröldinni ef við veittum konum ná-
kvæmlega sama aðgang að auðlind-
um og úrræðum sem karlmenn hafa.
Niðurstöður okkar hafa verið þær að
með því að auka aðgang kvenna
myndi framleiðsla þeirra verða sam-
bærileg við framleiðslu karla og það
myndi leiða til um 2,5 – 4% aukn-
ingar á framleiðslu í landbúnaði í
heiminum,“ segir Marcela.
Hún bendir jafnframt á að þó
sumum kynni að finnast þetta vera
lítil aukning þá myndi hún leiða til
þess að 12 – 17% færri mundu lifa
við fæðuskort í heiminum. „Sam-
kvæmt þeim formúlum sem við
styðjumst við til að reikna út fjölda
þeirra sem lifa við fæðuskort í heim-
inum þá teljum við að þeim, sem lifa
við slíkan skort, myndi fækka um
100 – 150 milljónir ef við veittum
konum sömu tækifæri og karlar hafa
í framleiðslu í landbúnaði. Í dag er
áætlað að um 925 milljónir manna
búi við fæðuskort. Og þetta eru ein-
ungis beinu áhrifin sem kæmu strax
fram. Önnur afleidd áhrif gætu jafn-
framt reynst gríðarlega mikilvæg.“
Takmörkuð þjónusta veitt
Aðspurð segir Marcela að þau
gögn, rannsóknir og kannanir sem
Matvæla- og landbúnaðarstofnunin
hefur stuðst við sýni að víða halli á
konur í landbúnaði í þróunarríkjum.
„Eitt besta dæmið er landsvæði. Það
er gríðarlegur munur milli kynjanna
hvað varðar eignarhald á landi og
jafnframt gæði og stærð þeirra land-
svæða sem um ræðir. Þetta á einnig
við um þróuð ríki. Það er jafnframt
mikill munur milli svæða; í
ákveðnum ríkjum Afríku, svo dæmi
sé tekið, eru 97% þeirra landsvæða
sem notuð eru til framleiðslu í eigu
karlmanna en í öðrum ríkjum eru
70% í eigu karlmanna.“
Marcela bætir við að konur hafi
mun takmarkaðri aðgang að fjár-
hagsþjónustu, þekkingu og tækni-
nýjungum en karlmenn. „Ástæð-
urnar geta verið margvíslegar. Oft
eru t.d. þeir sem veita býlum þjón-
ustu karlmenn og á ákveðnum
menningarsvæðum mega þeir ekki
tala við konur.“
Stefnumótun lykilatriði
Marcela segir að markmiðið með
skýrslunni sé að fá ríkisstjórnir til
að taka mið af kynbundnu misrétti í
landbúnaðarstefnum sínum og
stuðla að því að fjárfesting í land-
búnaði taki tillit til stöðu kvenna í
greininni. „Skýrslan sýnir í raun
fram á hvernig samfélög geta aukið
hagnað sinn með því að taka á kyn-
bundnu misrétti í landbúnaði. Oft
tengir fólk ekki kynbundið misrétti
við raunveruleg efnahagsáhrif held-
ur einblínir einvörðungu á kynbund-
ið misrétti sem mannréttindabrot.“
Aðgangur kvenna verði aukinn
Bætt staða kvenna í landbúnaði gæti haft gríðarleg áhrif á fæðuframleiðslu heimsins
Konur í landbúnaði
» Skýrslan, sem kom út í mars
síðastliðnum, verður kynnt í
nokkrum völdum borgum í
heiminum og hefur nú þegar
verið kynnt í Róm, New York og
Washington.
» Að lokinni kynningu í Þjóð-
minjasafninu í dag verður hún
m.a. kynnt í London og París.
» Á kynningunni í dag mun
Marcela Villarreal, yfirmaður
kynja- og jafnréttisdeildar Mat-
væla- og landbúnaðarstofn-
unar SÞ, m.a. halda erindi um
skýrsluna og pallborðs-
umræður verða haldnar í kjöl-
farið.
Reuters
Akur Niðurstöður nýrrar skýrslu frá Matvæla- og landbúnaðarskýrslu Sameinuðu þjóðanna eru að vegna kynbundins misréttis framleiði konur um 20-30%
minna í landbúnaði í heiminum en karlar. Skýrslan verður kynnt í Þjóðminjasafninu í dag og pallborðsumræður verða haldnar í kjölfarið.
Morgunblaðið/Ernir
SÞ Marcela Villarreal er yfirmaður kynja- og jafnréttisdeildar Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún kynnir skýrsluna í dag.
Rýma þurfti
hluta tónlistar-
hússins Hörpu
síðastliðinn
fimmtudag í kjöl-
far óson-
myndunar í
hreinsibúnaði
loftræstiháfa í
ofnum í eldhúsi
byggingarinnar.
Orsök þess að
þetta óhapp varð hefur verið rakið
til þess að ekki slokknaði á hreinsi-
búnaðinum eins og á að gerast,
þegar virkni loftræstikerfis í Hörpu
var rofin vegna prófana.
Allir starfsmenn sem leituðu
læknishjálpar eru við góða heilsu
og hafa snúið aftur til vinnu.
Um leið og fyrir lá hvað valdið
hafði óson-mynduninni í eldhúsinu
ákváðu stjórnendur Hörpu að
hrinda í framkvæmd úrbótum til að
tryggja að slíkt geti ekki end-
urtekið sig. Þessar úrbætur voru
kynntar fulltrúa Vinnueftirlits,
slökkviliði og rekstraraðilum veit-
ingastaða á fundi í gærmorgun.
haa@mbl.is
Úrbætur
gerðar í
Hörpu
Óson myndaðist í
ofnum í eldhúsinu
Harpa Hreinsibún-
aður brást.
Stefán Einar
Stefánsson, for-
maður VR, var
kjörinn formaður
Landssambands
ísl. verzl-
unarmanna á
þingi sambands-
ins sl. laugardag.
Stefanía
Magnúsdóttir
hefur gegnt
stöðu formanns LÍV frá nóvember
sl. eftir andlát Ingibjargar R. Guð-
mundsdóttur fyrrverandi formanns
LÍV. Ný stjórn LÍV var kosin á
þinginu til tveggja ára. Í kjara-
málaályktun þingsins eru fé-
lagsmenn hvattir til þess að sam-
þykkja nýgerða kjarasamninga og
gerð er sú krafa til ríkisstjórn-
arinnar að hún standi við þau lof-
orð sem gefin hafa verið. „Þingið
krefst þess að stjórnendur fyr-
irtækja haldi aftur af sér í verð-
hækkunum og standi við gerða
kjarasamninga.“
Stefán for-
maður LÍV
Stefán Einar
Stefánsson
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu
hafði í nógu að snúast aðfaranótt
sunnudagsins.Tilkynnt var um þrjú
innbrot og fjórar líkamsárásir.
Gestir á skemmtistað í Kópavogi
kærðu dyravörð fyrir að hafa beitt
þá harðræði um leið og hann vísaði
þeim út af staðnum sakir óláta um
miðja nótt. Undir morgun var síðan
tilkynnt um tvær líkamsárásir í
miðbæ Reykjavíkur. Árásarmenn
fundust ekki en lögregla veit hverjir
voru þar að verki, eftir upplýsingar
frá sjónarvottum.
Brutust inn í söluturn
Brotist var inn í söluturn í Kópa-
vogi og tveir menn voru handteknir
við innbrot í íbúðarhúsnæði í borg-
inni. Það var nágranni sem varð þess
var að mennirnir, sem báðir eru ung-
ir að árum, strituðu við að bera ýmsa
muni út í bíl og fannst það ekki eðli-
legt á þessum tíma sólarhrings. Lög-
regla fann þá úti að aka skömmu síð-
ar. Ökumaður var undir áhrifum
vímuefna og voru mennirnir báðir
yfirheyrðir síðdegis í gær.
Þá réðst kona, sem taldi sig eiga
óuppgerðar sakir við kynsystur sína
í húsi á Völlunum í Hafnarfirði, þar
inn um ellefuleytið á laugardags-
kvöldið. Í átökum þeirra urðu
skemmdir á innanstokksmunum en
lögregla skakkaði leikinn.
Annríki hjá lög-
reglu um helgina
Annríki Lögreglan hafði í nógu að
snúast aðfaranótt sunnudags.
„Við erum komin mjög langt með
það að semja og ég býst við því að
það gæti jafnvel gerst á morgun [í
dag],“ segir Friðbert Traustason,
formaður Samtaka starfsmanna
fjármálafyrirtækja, um væntanlega
undirritun kjarasamninga.
Friðbert segir að línurnar séu
nokkuð skýrar og einungis eigi eft-
ir að ganga frá lausum endum við
samningagerðina. „Þetta eru ein-
staka sérmál sem einkenna samn-
ingana okkar en annars verður
kostnaður sá sami og í kjarasamn-
ingunum sem hafa verið undirrit-
aðir milli ASÍ og SA,“ segir Frið-
bert.
Nýlega lauk jafnframt könnun á
líðan, heilsu og vinnuaðstæðum
félagsmanna Samtaka starfsmanna
fjármálafyrirtækja og segir Frið-
bert að nú sé verið að fara yfir
niðurstöðurnar. Hann segir enn-
fremur að fyrstu niðurstöður
virðist leiða „ýmislegt forvitnilegt“
í ljós. Endanlegar niðurstöður eru
væntanlegar á næstu dögum.
haa@mbl.is
Mögulega
samið í dag