Morgunblaðið - 16.05.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011
Sundbolir, Bikini
og Tankini í úrvali
Nýjar sendingar frá
TRIUMPH og TYR
Stærðir frá 36 – 54
„allt til sundiðkunar“
Bæjarlind 1-3 | 201 Kópavogur | sími: 564 0036
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Mikil þátttaka var að venju í fjölmenningardegi
Reykjavíkur á laugardaginn enda veðrið gott
þótt lítið væri um sólskin. Jón Gnarr borgar-
stjóri setti hátíðina við Hallgrímskirkju, síðan
var farið í skrúðgöngu niður Skólavörðustíginn
og alla leið niður í Ráðhúsið við Tjörnina. Þar
var svo fjölþjóðleg skemmtidagskrá um kvöldið,
einnig var markaður í Iðnó þar sem kynntar
voru vörur og handverk frá mörgum löndum.
Barnakór frá Litháen söng, einnig voru dans-
atriði frá Póllandi, Perú, Búlgaríu og Taílandi.
Markmiðið með deginum er að fagna þeirri fjöl-
breyttu menningu sem borgarsamfélagið býður
nú upp á eftir að fólk af erlendum uppruna varð
fjölmennara hérlendis.
Fjölmenningardagur í Reykjavík
Morgunblaðið/Golli
Fólk úr öllum áttum skemmtir sér saman
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Þingmenn Hreyfingarinnar eru að
vinna að tillögum um nýtt fiskveiði-
stjórnunarkerfi sem byggist á því að
allar veiðiheimildir fari á uppboð, að
sögn Þórs Saari. Hann segist vona
að ef frumvarp ríkisstjórnarinnar
fari í þjóðaratkvæði verði fólki gert
kleift að velja milli þess og væntan-
legs frumvarps Hreyfingarinnar.
Þór líst ekki vel á hugmyndir Jóns
Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra.
„Okkur finnst að þetta séu einhvers
konar málamyndabreytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu,“ segir Þór.
„Það er bara verið að hræra í þessu
með framlengingu og nýtingarrétti
jafnvel í áratugi. Við höfum þá af-
stöðu að þessar aflaheimildir eigi að
fara á uppboð. Þá gæti verið heimilt
að gera framvirka samninga nokkur
ár fram í tímann fyrir þær útgerðir
sem eru að fjárfesta í nýjum skipum
en að öðru leyti ætti þetta að vera á
árlegu uppboði.“
Hann gerir lítið úr þeim hækkun-
um sem boðaðar eru á veiðileyfa-
gjaldinu. Erfitt sé að meta hve mikill
nettóhagnaðurinn sé hjá sjávarút-
vegsfyrirtækjunum vegna þess hve
ógegnsætt kerfið sé og allur rekstur
þessara fyrirtækja. Flutt sé beint út
í gámum og selt á verði sem enginn
viti hvert sé, einnig sé landað beint í
eigin fiskvinnsluhús og aflinn þar
seldur á verði sem ekki sé heldur vit-
að um. „Það er löngu orðið tímabært
að stokka rækilega upp í kerfinu.“
Hann segir að ranglátt væri samt
að láta skuldir sem menn hafi stofn-
að til í bönkum vegna löglegra kvóta-
kaupa falla á þá. Afskrifa mætti þær
en stofna sérstakan kvótaskuldasjóð
sem greiddur yrði niður á mjög
löngum tíma, t.d. með lágum skatti á
uppboðnar aflaheimildir.
Arthúr Bogason, formaður Lands-
sambands smábátaeigenda, gagn-
rýnir hart þá miklu hækkun sem
boðuð er strax á þessu ári á veiði-
gjaldinu.
Kemur illa niður á smábátum
„Margir í okkar röðum eru í erf-
iðum málum og fyrir vikið ekkert á
það bætandi,“ segir Arthúr.
„Hækkun á veiðigjaldi merkir ekk-
ert annað en að vegið er að tekju-
hluta þessara útgerða. En það er
stóra frumvarpið sem veldur mest-
um áhyggjum og ég er mjög ósáttur
við það. Ég hlýt að velta því fyrir
mér hvað býr að baki, því að ekki
mun smábátaútgerð eflast við þetta
frumvarp. Það er ljóst að völd ráð-
herra verða alveg gríðarleg í sam-
bandi við úthlutun. Og það blasir við
að sveitarfélögin munu fara að
koma sér aftur upp bæjarútgerðum
í stórum stíl.“
Hreyfingin vill kvóta á uppboð
Þór Saari segir að afskrifa mætti skuldir útgerða vegna kvótakaupa á löngum tíma
Formaður Samtaka smábátaeigenda segir kvótafrumvörpin vega að rekstrargrunninum
Þór Saari Arthúr Bogason
Vorið 1954 bjargaði togarinn Hull City átta manns af
Vestmannaeyjabátnum Glað VE 270 sem hafði sokkið
fyrir sólarhring í slæmu veðri. Skipsbrotsmennirnir eru
allir látnir en hópur ættingja fór nýlega til Grimsby til að
hitta James Findlater, sem er 82 ára og var í áhöfn togar-
ans, sá eini sem lifir. Voru honum færðar þakkir og hald-
in minningarguðsþjónusta sem sr. Kristján Björnsson og
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir önnuðust.
Findlater segist muna vel eftir þessum atburðum en
þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem gúmbátur varð
sjómönnum til bjargar hér við land. Skipstjóri Hull City
varð svo hrifinn að hann fór með gúmbátinn til Bret-
lands. Fáeinum árum síðar var gert að skyldu að hafa
gúmbáta um borð í breskum togurum.
Minntust björgunar 1954
Breskur togari fann gúm-
bát með átta mönnum af Glað
Traustur Skipstjóri togarans Hull City frá Grimsby,
sem bjargaði Íslendingunum, var John Searby.
Afar sjaldgæfur fugl kom í heimsókn
til Siglufjarðar í gær. Þarna var svo-
nefndur býsvelgur á ferð, sem ein-
ungis einu sinni hefur sést á Íslandi
áður. Það var á Eskifirði í júnímán-
uði árið 1989. Varpheimkynni bý-
svelgsins eru í Suður-Evrópu, austur
í miðri Asíu og einnig syðst í Afríku.
Býsvelgurinn gerir sér iðulega
hreiður í moldarbakka og rödd hans
er hvell og um margt sérkennileg.
Hann nærist að mestu á marg-
víslegum skordýrum sem hann
kemst í tæri við og ljósmyndari varð
einmitt vitni að því þegar býsvelg-
urinn greip snögglega saklausa hun-
angsflugu á lofti og át með bestu lyst.
haa@mbl.is
Litríkur
býsvelgur
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Fugl Býsvelgurinn hefur hvella og
sérkennilega rödd.
Jón Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra kynnti frumvörpin tvö
um breytingar á fiskveiðistjórn-
un á laugardag og sagðist vona
að uppstokkunin yrði lögfest á
Alþingi fyrir árslok. Í stærra
frumvarpinu er kveðið á um
grundvallarbreytingar þar sem
gildistími kvóta verður tak-
markaður og framsal og veð-
setning kvóta verður bönnuð.
Lögfest fyrir
árslok?
KVÓTAUPPSTOKKUNIN