Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 8

Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Héraðsfréttablaðið Austur-glugginn birti um helgina at- hyglisvert viðtal við Pétur H. Páls- son, framkvæmdastjóra útgerðarfyrirtækisins Vísis, sem er með starfsemi í öllum fjórðungum landsins, á Djúpavogi, Þingeyri, Húsavík og í Grindavík.    Pétur gagnrýnir meðal annarsað ekkert skuli gert með skoð- anir manna í greininni. Ennfremur að frumvörpin séu lögð fram án þess að niðurstaða liggi fyrir um hagræna úttekt á afleiðingunum, sem hann telur segja allt sem segja þurfi um markmiðin með frum- vörpunum.    Pétur hefur miklar áhyggjur afhugsunarhættinum að baki frumvörpunum: „Við erum stærsta línuútgerðarfyrirtæki landsins og höfum nýtt okkur allar helstu tækninýjungar á sviði línuveiða. Ríkisstjórnin vill greinilega halda áfram að nota svokallaða potta til að umbuna þeim sem nota gömlu aðferðina, handbeitningu, af því að þannig verði til fleiri störf. Það væri einfalt að eyða atvinnuleysi á landinu ef þessi aðferð væri notuð víðar. Við gætum t.d. bannað lyft- ara, flökunarvélar, mjaltavélar og skurðgröfur. Þetta er hættulegur hugsunarháttur.“    Hann bendir líka á að sam-keppni á erlendum mörk- uðum sé hörð en með frumvörp- unum sé greinin sett í mikla óvissu til lengri tíma. „Ég er ansi hrædd- ur um að fyrirtækin dragi til- tölulega fljótt úr nauðsynlegum fjárfestingum sem leiði á endanum til þess að við lendum aftarlega á merinni í hinni alþjóðlegu sam- keppni með tilheyrandi afleið- ingum fyrir þjóðarbúið,“ segir Pét- ur H. Pálsson. Samkeppnishæfni stefnt í hættu STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 7 léttskýjað Akureyri 10 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Vestmannaeyjar 7 skýjað Nuuk -2 alskýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 10 heiðskírt Brussel 12 léttskýjað Dublin 12 alskýjað Glasgow 12 alskýjað London 13 skýjað París 13 heiðskírt Amsterdam 10 skúrir Hamborg 10 léttskýjað Berlín 8 léttskýjað Vín 11 skýjað Moskva 8 alskýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 17 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 18 heiðskírt Winnipeg 17 heiðskírt Montreal 12 alskýjað New York 20 skýjað Chicago 6 alskýjað Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:10 22:39 ÍSAFJÖRÐUR 3:49 23:10 SIGLUFJÖRÐUR 3:31 22:54 DJÚPIVOGUR 3:33 22:15 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is · Stórviðburður · Síðasta uppboð vetrarins Listmunauppboð Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn og þriðjudaginn 16. og 17. maí, kl. 18 báða dagana í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S.Kjarval Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag mánud. 10–17 (öll verk) þriðjud. kl. 10–17 (verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is „Þetta var hrikalega skemmtilegt, algjört ævintýri,“ segir Matthías Matthíasson, sem er ánægður með árangurinn. Ísland með Vinum Sjonna og laginu „Coming Home“ hafnaði í 20. sæti í Evróvisjón en Aserbaídsjan fagnaði sigri . Hann segir Vini Sjonna hafa gengið sallarólegir á svið í Düssel- dorf á laugardagskvöldið. „Við vor- um furðulega rólegir. Það er rosa fiðringur að labba þarna inn fyrir framan 37.000 manns og finna kraft- inn í loftinu. Það varð ekki til að stressa mann heldur fylla af krafti. Við fórum inn í þetta kvöld með tak- markaðar væntingar og vonuðum það besta og ætluðum að njóta þess eftir fremsta megni að vera þarna, sem við gerðum,“ segir Matti. „Við fengum 61 stig og vorum að grínast með að það væri gaman að fá eina tólfu og Ungverjaland stóð sig,“ segir hann. Matti skýtur því þó að að hann hefði búist við „örlitlu meira frá nokkrum löndum“ og nefnir þá einna helst Svíþjóð. Hann segir samt salinn ekki hafa kunnað að meta frændsemi og púað þegar hún tók völdin. „Mér finnst keppnin hafa þróast til betri vegar í gegnum árin. Það getur hver sem er unnið ef hann er með nógu sterkt lag,“ segir Matti sem er ágætlega ánægður með úrslitin. „Ég bjóst við Dönunum ofar og hélt að Svíinn næði ekki svona langt inn. Ég bjóst við að Finninn yrði líka ofar.“ Hann er mjög ánægður með þær fréttir að Ísland hafi verið fjórða þjóðin upp úr undanúrslitunum. „Við áttum ekki til orð. Við bjuggumst engan veginn við því að vera svona öruggir upp.“ En var ekki fagnað eftir keppnina? „Við vorum góðan klukkutíma að ganga frá og koma okkur út úr höllinni. Við þurftum síðan að fara með allt dótið upp á hótel og vorum ekki komin í partíið fyrr en um þrjú [í gærnótt] að þýsk- um tíma. Við fengum okkur tvo bjóra, borðuðum allt sem við gátum fundið og fórum síðan upp á hótel að sofa. Á endanum varð þetta ekkert rosalegt partí!“ Fylltust af krafti á sviðinu  Vinir Sjonna eru ánægðir með Þýskalandsförina Reuters Vinir Sjonna Hópurinn er harðákveðinn í því að gera eitthvað meira saman, þó að Evróvisjónævintýrinu sé lokið. Sjónvarpsáhorf- endur tóku áreiðanlega eft- ir því að Matti hefur grennst heilmikið að undanförnu. „Þetta er ekkert mál,“ segir Matti jákvæður í bragði en hann er búinn að létt- ast um í kringum tuttugu kíló á níu vikum. „Þetta er ákvörðun sem maður verður að taka og fylgja henni eftir,“ segir Matti, sem er ekki búinn að leggjast í líkamsræktarpúl heldur ger- breytti hann mataræðinu. „Ég tók út allt brauð og mestallan bjór, allar mjólkurvörur og við- bættan sykur,“ segir Matti og segist núna borða fjölbreyttan og mikinn mat og „pína í sig hafra- grautinn á morgnana“. Tuttugu kíló á níu vikum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.