Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011
✝ Eggert ÖrnHelgason var
fæddur í Reykjavík
13. maí 1983. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu 6.
maí 2011. For-
eldrar hans eru
Helgi Helgason, f.
16.8. 1956, og
Hólmfríður Egg-
ertsdóttir, f. 15.4.
1958. Foreldrar
Helga voru Helgi Björnsson, f.
1916, og Hulda Dagmar Jó-
hannsdóttir, f. 1914, þau eru
bæði látin. Foreldrar Hólm-
fríðar: Eggert Bogason, f. 4.8.
1931, d. 19.5. 1998, og Þórunn
Þorgeirsdóttir, f. 10.2. 1930.
Systkini Eggerts eru Helgi, f.
8.7. 1975, fyrrum sambýliskona
hans Birgitta Ósk Anderson, f.
6.2. 1974, börn þeirra Brynja
Björk, Tinna Björk og Róbert
Andri; Stefán Þór, f. 27.7. 1976,
kvæntur Karen
Rakel Ósk-
arsdóttur, f. 7.6.
1979, börn þeirra
Rebekka Rut, Mika-
el Gunnar og Mattí-
as Nökkvi; Inga
Rut, f. 31.3. 1992,
og Ísak Hrafn, f.
9.11. 1998.
Eggert Örn gekk
í Húsaskóla í Graf-
arvogi og iðkaði
íþróttir af kappi, þá aðallega
fótbolta og körfubolta hjá
Fjölni. Eggert Örn var ein-
staklega listrænn, teiknaði, mál-
aði, samdi ljóð og texta, einnig
hafði hann næmt tóneyra og var
sjálfmenntaður á trommur og
gítar.
Eggert Örn verður jarðsung-
inn frá Grafarvogskirkju í dag,
16. maí 2011, og hefst athöfnin
kl. 13.
Elsku bróðir.
Hér sit ég í herberginu þínu og
skoða teikningar og texta sem þú
skrifaðir. Minningarnar um eitt og
annað koma fram og ég brosi út í
annað. „Já mar, það á að hugsa út
fyrir kassann“ og „þetta er ekkert
smá-deep shit“ voru frasar sem
oft komu upp þegar við vorum í
djúpum samræðum um lífið og til-
veruna sem við gátum talað um
klukkutímum saman.
Tónlistin var alltaf efst í þínum
huga. Ég gleymi því seint þegar
ég sá þig, varla farinn að standa,
stóðst þú upp við koll og tromm-
aðir eða búinn að taka fram potta,
pönnur og lok og bjóst til þitt eigið
trommusett, eða þegar þú byrjað-
ir að spila á gítar á unglingsárun-
um, þvílíkt hvað þér fór hratt
fram, þú tókst fram úr mér á
augabragði en samt komstu
stundum til mín til að spyrja mig
hvernig ég spilaði eitthvað tiltekið
lag, mér þótti vænt um það.
Ég mun ekki falla af minni eigin
hendi
ég vil sigra með höfuðið hátt og
þið munuð sjá hvers megnugur ég
er
frjáls hugljóma! Grímurnar brotnar
enginn getur falið sig.
(Eggert Örn Helgason)
Þú varst alveg laus við allan
hroka og betri og dyggari vin var
varla hægt að fá. Ég mun sakna
bross þíns og hláturs, stríðninnar
og léttleika og ég mun sakna
gæsku þinnar og stórs hjarta. Þótt
ævin þín væri stutt þá snertir þú
mörg hjörtu. Ég vildi að við hefð-
um átt meiri tíma saman. Hvíldu í
friði, kæri bróðir, ég sakna þín
sárt. Ég elska þig.
„It’s not how you start, it’s how
you finish.“
Stefán Þór.
Í dag kveð ég æskuvin minn
Eggert og er það ótrúlega sárt að
sjá eftir honum svona ungum, en
hann hefði orðið 28 ára 13. maí.
Eggert var sannur og traustur
vinur og gott var að leita til hans ef
manni leið ekki vel eða þurfti bara
að fá að tala eða spekúlera um allt
á milli himins og jarðar, eins var
alltaf gott að koma á heimilið
hans. Eggert var mjög listrænn
og teiknaði mjög vel, og snillingur
var hann í fótbolta. Við höfðum
mjög svipaðan tónlistarsmekk
þannig að við gátum oft setið langt
fram á nætur og hlustað á þær
hljómsveitir sem við héldum upp
á. Gott er að eiga góðar minningar
um svo góðan vin, og er ég þakk-
látur að hafa heimsótt hann um
viku áður en hann fór, en aldrei
grunaði mig, að það yrði síðasta
skiptið sem við hittumst. Ég gæti
skrifað heila símaskrá um minn-
ingar og skemmtilegar uppákom-
ur hjá okkur félögum en það verð-
ur geymt í hjarta mínu og ætla ég
að kveðja Eggert vin minn með
þessu ljóði:
Farðu í friði, góði vinur,
þér fylgir hugsun góð og hlý.
Sama hvað á okkur dynur,
aftur hittumst við á ný.
(Magnús Eiríksson)
Þinn vinur,
Kristinn Kristinsson.
Ég vildi að ég hefði sagt þér það
oftar hversu mikils virði þú varst í
mínu lífi og hversu stór partur af
hjarta mínu er þinn. Það var eng-
inn eins og þú, það mun enginn
koma í þinn stað elsku Eggert. Þú
varst alltaf til staðar, fyrir vini
þína og fjölskyldu. Alveg sama
hvað þá gat ég alltaf leitað til þín.
Þú ert besti vinur sem ég gat
hugsað mér að eiga. Elsku hjart-
ans vinur, ég trúi því ekki að þú
sért farinn. Þetta tómarúm sem
ég upplifi eftir að þú fórst er svo
sárt. Ég trúi því að Guð taki vel á
móti þér og veit að hann mun
passa upp á þig. Ég brosi í gegn-
um tárin þegar ég hugsa um góðu
tímana okkar saman.
Drottinn blessi þig og varðveiti þig.
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig
og sé þér náðugur.
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig
og gefi þér frið.
Þín vinkona að eilífu,
Ída.
Elsku Eggert, þú varst yndis-
legur strákur og sannkallaður vin-
ur vina þinna. Mér mun alltaf
þykja vænt um þig og minning þín
mun lifa með mér alla tíð. Þú trúð-
ir á annað líf eftir þetta líf, við
sjáumst þar þegar minn tími kem-
ur. Góða ferð, kæri vinur.
Þeir segja þig látna, þú lifir samt
og í ljósinu færð þú að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið þú þurftir að kveðja.
Í sorg og í gleði þú senda munt ljós,
sem að mun okkur gleðja.
(Guðm. Ingi Guðmundsson.)
Ég vil votta fjölskyldu og vinum
Eggerts alla mína samúð á þess-
um erfiðu tímum.
Eva Kristjánsdóttir.
Eggert Örn
Helgason
Þegar ég hélt á Óla mínum í
fanginu í fyrsta sinn var það ólýs-
anleg tilfinning. Þessi fallegi litli
drengur færði mér mikla gleði
alla tíð. Við fluttum til pabba
míns, Ólafs frá Oddhóli, árið 1994,
og pabbi tók strax miklu ástfóstri
við nafna sinn. Við Siggi byrjuð-
um að búa saman árið eftir. Þegar
Óli var að alast upp í Lóurimanum
kom í ljós hvað hann var fjörugur
strákur.
Við pabbi eignuðumst kindur
og alltaf komu báðir bræðurnir
með í fjárhúsið og pabbi var vak-
inn og sofinn yfir velferð bræðr-
anna. Ein jól var pabbi alltaf að
Ólafur Oddur
Marteinsson
✝ Ólafur OddurMarteinsson
fæddist í Reykjavík
11. september
1993. Hann lést af
völdum bifreið-
arslyss á Vestur-
Landeyjavegi 15.
apríl 2011.
Útför Ólafs Odds
fór fram frá Ak-
ureyjarkirkju í
Vestur-Landeyjum
30. apríl 2011.
taka Óla á hné sér og
þeir sungu saman
Óli Skans. Allt er
þetta til á vídeóspól-
um, sem er ómetan-
legt. Óli var mikið
jólabarn og hlakkaði
alltaf mikið til
þeirra, alveg eins og
afi hans að sínu leyti.
Við Siggi fórum
að byggja árið 2000
og Sigurjón fæddist
það ár og hændist að Óla, stóra
bróður sínum. Sama ár flutti
mamma til okkar. Strákarnir tóku
þátt í fjárbúskapnum.
Árið 2004 giftum við Siggi okk-
ur og við fórum öll til Spánar. Það
var ógleymanleg ferð, og alltaf
vildi Óli vera fararstjóri, enda
stjórnsamur.
Árið 2007 var Siggi að keyra
möl í heimreið í Vestur-Landeyj-
um. Óli var með honum. Þeir voru
boðnir inn í Eystra-Fíflholti og
þágu góðgerðir. Þá varð það út-
slagið að Óli færi þangað til sum-
ardvalar. Þriðja sumarið þaðan í
frá réðist það að hann færi að Fífl-
holti, heimilismaður. Óli lauk 10.
bekkjar prófi frá Hvolsskóla og
hafði lokið þremur önnum í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi. Hann tók miklum framför-
um við námið þessi ár. Við fórum
til Danmerkur árið eftir og skoð-
uðum Legoland. Við dvöldum á
sveitasetri. Bóndi, sem þarna var
að þreskja korn, bauð Óla og Sig-
urjóni, bróður hans, að koma með
sér, og Óli ræddi við hann á ensku
og spurði margs.
Hann hafði ríkulega kímnigáfu
og var sérstaklega orðheppinn.
Við mæðginin skemmtum okkur
oft konunglega. Síðustu samfund-
ir okkar voru með þeim hætti að
Óli heimsótti okkur hingað í Tröll-
hólana um hádegisbilið. Óli var
hrifinn að sjá litla bróður sinn.
Við stungum upp á því við Óla
hvort hann ætlaði kannski að
gista hjá okkur þessa nótt en
hann vildi heldur fara austur,
heim. Það síðasta sem hann sagði
við okkur var: „Á ég ekki að
hjálpa ykkur að heyja fyrir kind-
urnar í sumar?“
Við þökkum Guði fyrir að hafa
gefið okkur þessi 17 ár saman. Ég
er þess fullviss að Óla mínum líð-
ur vel þar sem hann er nú kominn.
Mundu, Óli, að við munum alltaf
elska þig.
Guð blessi minningu Ólafs
Odds Marteinssonar.
Mamma, Sigurður pabbi,
amma Borghildur, Sig-
urður Rúnar, Sigurjón,
Jón og litli bróðir.
Elsku besta
mamma okkar er farin. Ég hef
ætlað að setjast niður ótal sinn-
um til að skrifa til þín, en hef
aldrei komið mér í gang því það
hefur verið of sárt. Þetta er
ennþá svo óraunverulegt og ég
skil ekki ennþá að þú sért horfin
frá okkur. Ég veit samt að þú ert
ekki alveg farin, við getum bara
ekki séð þig en finnum svo mikið
fyrir nærveru þinni, elsku
mamma. Við hugsum til þín
hverja einustu sekúndu. Að sumu
leyti er það eins og að við höfum
setið í gær við eldhúsborðið og
spjallað saman en að öðru leyti er
það eins og það sé liðin heil eilífð
síðan við sáumst.
Við munum aldrei geta skilið
afhverju við gátum ekki fengið
meiri tíma saman, af hverju
þurfti svona yndisleg manneskja
eins og þú að hljóta þessi örlög?
En bestu rökin sem ég hef heyrt
fyrir því eru að þú hafir verið of
Elínóra Hjördís
Harðardóttir
✝ Elínóra HjördísHarðardóttir
fæddist á Akureyri
7. september 1953.
Hún lést á heimili
sínu á Dalvík hinn
5. apríl 2011.
Útför Hjördísar
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 14.
apríl 2011.
góð fyrir þennan
heim og kannski er
það satt sem sagt
er, þeir deyja ungir
sem guðirnir elska
mest? Það er ekkert
eins hérna án þín
elsku mamma, við
söknum þín svo
ólýsanlega mikið og
tómarúmið sem þú
skildir eftir þegar
þú kvaddir er svo
mikið. Við söknum svo mikið
allra yndislegu stundanna okkar
sem við áttum saman. Ég sakna
meira að segja að heyra þig vera
að skammast í pabba „æji Pjétu-
ur“ eins og þú sagðir alltaf og
pabbi hló bara. Við hefðum viljað
fá endalausan tíma með þér og
þú áttir það svo sannarlega skil-
ið. En þrátt fyrir alla ósann-
girnina þá erum við samt svo
endalaust þakklát fyrir að hafa
fengið að upplifa öll þessi ynd-
islegu ár með þér og svo enda-
laust þakklát þér, elsku mamma,
fyrir allt sem þú hefur kennt
okkur, fyrir alla þá ást, um-
hyggju og hlýju sem þú gafst
okkur, það var ekkert sem þú
hefðir ekki gert fyrir okkur. Það
sem stendur upp úr af því sem
við höfum lært er að „gefast aldr-
ei upp“ því aldrei gafst þú upp.
Ég gæti skrifað heila bók um þig,
elsku mamma, fyrir hvað þú
varst yndisleg, allt það sem þú
skildir eftir í hjörtum okkar sem
mun lifa í okkur alla tíð, um allt
sem við höfum gert og upplifað
saman sem er ævintýri líkast.
Mér finnst eins og það séu engin
orð til sem eru nægilega falleg
eða nógu öflug sem lýsa þér og
hversu yndisleg persóna þú varst
að innan sem að utan – mér dett-
ur samt í hug það sem Didda
sagði við þig að þú værir algjör
perla, því að perlur eru mjög
sjaldgæfar og þegar þú hefur
einu sinni eignast perlu þá pass-
arðu alltaf upp á hana, það er
engin perla eins og þú – perlur
eru fallega hvítar og glansandi að
innan sem að utan, heilsteyptar í
gegn, alveg eins og þú varst.
Fyrir okkur varstu kraftaverka-
engill, en greinilega engill sem
Guð var farinn að sakna og vildi
fá aftur heim.
Takk, elsku mamma, fyrir að
hafa verið mamma okkar og fyrir
að gera okkur að þeirri fjöl-
skyldu sem við erum í dag. Við
treystum á það að við munum
hittast aftur og sameinast þegar
okkar tími hérna á jörðinni er
kominn og ég veit að þú munt
bíða þá jafn glæsileg og alltaf og
taka vel á móti okkur eins og þú
hefur alltaf gert.
Þúsund kossar og knús til þín
frá okkur öllum, elsku mamma.
Megir þú hvíla í friði og Guð
veri með þér.
Þín einlæga fjölskylda,
Pétur Stefánsson, Berglind
og Örvar, Hörður og Jo-
hanna, María Rakel og Guð-
mundur og ömmubörnin sjö.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku frænka mín svo falleg
og góð og alltaf þú við bakið á
mér stóðst. Minningar flæða um
huga mér og ég man þegar við
vorum litlar og þú bjóst þá í
Breiðholtinu og þú sagðir við
mig: „Svona gerum við þetta sko
í Breiðholtinu.“ Síðan hlógum við
að þessu fyrir stuttu. Algjör töff-
ari, alltaf svo hress og skemmti-
leg. Ég elska þig og sakna og
finnst erfitt að horfast í augu við
það að þú sért farin frá okkur.
Hvíldu í friði elsku Harpa mín,
svo munum við hittast á himnum
Harpa Björt
Guðbjartsdóttir
✝ Harpa BjörtGuðbjarts-
dóttir fæddist í
Reykjavík 29. apríl
1990. Hún lést 30.
apríl 2011.
Útför Hörpu
Bjartar fór fram
frá Hjallakirkju 9.
maí 2011.
þegar minn tími
kemur.
Þín frænka,
Halldóra.
Hvernig sem á það er
litið
sama út frá hvaða
hlið.
Lífið hefði verið lit-
laust
ef þín hefði ekki notið við.
(Stefán Hilmarsson)
Það er þyngra en tárum taki
að sitja hér og skrifa minning-
argrein um stúlku sem við þekkt-
um sem hæfileikaríka, dugmikla
og glaðlynda knattspyrnukonu.
En engin veit sinn næturstað og
nú þegar nýtt fótboltatímabil er
um það bil að hefjast kveðjum
við vinkonu okkar Hörpu Björt
Guðbjartsdóttur.
Við kynntumst Hörpu fyrst á
æfingasvæði Breiðabliks þar
sem við vorum fljótar að sjá
hæfileika hennar og óbilandi
áhuga á fótbolta. Hún var enda
fljótt komin í hóp þeirra bestu og
oftar en ekki lék hún upp fyrir
sig. Hæfileikar hennar fólust
ekki síst í krafti hennar og dugn-
aði og var hún enn ein sönnun
þess að margur er knár þótt
hann sé smár. Einnig áttum við
allar því láni að fagna að fara
með henni út í keppnisferðir í
gegnum störf okkar fyrir Breiða-
blik og U17 ára landsliðið. Þar
sáum við aðra hlið á henni en á
æfingum því utan vallar var hún
hógvær, hlédræg og hvers
manns hugljúfi. Sá eiginleiki var
ekki áberandi þegar inn á völlinn
var komið því þar barðist hún
eins og ljón, lét ekkert stoppa sig
og smáskeinur faldi hún frekar
en láta vita af meiðslum sínum.
Fyrir hönd knattspyrnudeild-
ar Breiðabliks og KSÍ þökkum
við Hörpu Björt fyrir samfylgd-
ina og færum fjölskyldu hennar
og vinum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Minning hennar mun lifa.
Erna Þorleifsdóttir,
Ingibjörg Hinriksdóttir,
Kristrún Lilja Daðadóttir.
Lífið er leikandi bára, leikvöll-
ur gleði og tára. Þessi hending úr
ljóði kom upp í hugann þegar mér
barst andlátsfregn vinar míns og
fyrrverandi samstarfsmanns
Andrésar Hjörleifssonar sem orð-
inn var áttatíu og tveggja ára.
Leiðir okkar lágu saman á Bif-
reiðastöð Steindórs 1962 en þar
starfaði Andrés á skrifstofu og
keyrði einnig með því starfi í
aukavinnu. Andrés var sérlega
glaðvær og snaggaralegur maður
með jákvætt viðhorf til lífsins.
Hann sagði jafnan: Við vinnum
Andrés Hjörleifsson
✝ Andrés Hjör-leifsson fæddist
í Reykjavík 25. jan-
úar 1929. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Eir 5. maí 2011.
Andrés var jarð-
sunginn frá Selja-
kirkju í Reykjavík
13. maí 2011.
þetta bara létt og
skemmtilega. Við
hjónin áttum hér fyrr
á árum margar góðar
stundir með Andrési
og Elsu konu hans,
sem lést um aldur
fram. Samskipti okk-
ar Andrésar hafa
alltaf verið án hnökra
og höfum við átt
mörg skemmtileg
uppátæki saman.
Eitt sinn datt okkur í hug að gam-
an væri að skreppa til Vest-
mannaeyja með flugi. Þegar
þangað kom var okkur tekið með
kostum og kynjum, enda er þetta
heimabær minn og þar á ég
marga góða vini og samferða-
menn. En eins og oft áður eru
veður í Eyjum fljót að skipast í
lofti og þegar við hugðum á heim-
ferð var orðið kolófært að fljúga
og völlurinn lokaður. Nú voru góð
ráð dýr, en það leystist eins og
annað í okkar ævintýrum. Það var
skip í höfninni sem var að leggja af
stað til Reykjavíkur og með því
fengum við far. Ferðin stóð alla
nóttina og fram á næsta morgun.
Þar sem við vorum báðir volkinu
vanir sváfum við eins og steinar
þar til við lögðum að bryggju í
Reykjavík. Þetta ævintýri okkar
var rifjað upp með jöfnu millibili í
samtölum okkar.
Þegar á ævina leið átti Andrés
vinur minn við vanheilsu að stríða,
en þrátt fyrir mótlæti og veikindi
hélt hann alltaf því ljúflyndi sem
einkenndi hann. Mér finnst við
leiðarendann ég verða lágvær og
langsótt í orðanna sjóð, það sem
við á um ljúfa samferð okkar sem
hófst fyrir tæplega hálfri öld. Við
hjónin kveðjum góðan og glaðvær-
an vin sem sá björtu hliðar lífsins.
Sambýliskonu hans, henni
Rósu, afkomendum og vinum
sendum við þakklæti og okkar
kærustu samúðaróskir með von
um að góður Guð gefi þeim huggun
og styrk nú þegar góður drengur
hefur lokið sinni farsælu lífsgöngu.
Með vinsemd og hlýhug.
Sigurður Gottharð Sigurðsson.