Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 16
16 UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
:
Þann 20. maí gefur Morgunblaðið út
sérblað Ferðasumar 2011
ferðablað innanlands.
Ferðablaðið mun veita upplýsingar um
hvern landshluta fyrir sig.
Ferðablaðið verður aðgengilegt á mbl.is.
Ferðablaðinu verður einnig dreift á
helstu Upplýsingamiðstöðvar
og bensínstöðvar um land allt.
MEÐAL EFNIS:
Fjölskylduvænar uppákomur um land allt.
Hátíðir í öllum landshlutum
Gistimöguleikar.
Ferðaþjónusta.
Útivist og náttúra.
Uppákomur.
Skemmtun fyrir börnin.
Sýningar.
Gönguleiðir.
Tjaldsvæði.
Skemmtilegir atburðir.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni.
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. maí.
Ferðasumar 2011
ferðablað innanlands SÉ
R
B
LA
Ð
Minningaþættir
rithöfundarins og
fræðimannsins
Sveins Skorra Hösk-
uldssonar (1930-
2002) frá Vatnshorni
í Skorradal sem
komu út í Svipþingi
árið 1998 eru mörg-
um minnisstæðir fyr-
ir fágaða framsetn-
ingu og næman stíl.
Bókin hefur orðið
mörgum kær og ýmsir koma
gagngert í Skorradalinn til að líta
sögusvið Svipþings. Meðal kenni-
leita bókarinnar er Pakkhúsið svo-
nefnda, en lengri hluti bókarinnar
heitir Pakkhúsloftið og hefst
svona:
„Aldrei fyrr hafði ég hætt mér
upp þennan stiga. Hann var í
Pakkhúsinu, en svo nefndist dálítil
skemma, gerð af timbri og stóð
frítt ein og sér rétt sunnan og
austan við bæjarhúsin nær hlíð-
arbrekkunni sem lá upp að Botns-
heiði. Þetta var eina timburhúsið í
Vatnshorni á þessum dögum og
merkilegt í mínum augum.“
Pakkhúsið sem Sveinn Skorri
talar hér um er elsta timburhúsið
í Skorradal, reist á síðari hluta 19.
aldar af norskum viðum, smátt í
sniðum og dæmigert fyrir hóf-
semd og nýtni fyrri tíðar. Á sinni
tíð gegndi húsið ýmsum veiga-
miklum hlutverkum, eins og
Skorri rekur svo listilega í Svip-
þingi. Haustið 2010 var hins vegar
svo komið að hið meira en ald-
argamla hús var ekki á vetur setj-
andi sökum hrumleika og við-
haldsskorts. Til að forða foki var
brugðið á það ráð að taka húsið
niður, spýtu fyrir
spýtu og nagla fyrir
nagla, en áður var það
teiknað og mælt í
húsakönnunarverkefni
Skorradalshrepps.
Eins og við var að bú-
ast reyndist timbrið að
mestu feyskið og fúið,
en þó var loftið ofan
við stigann sem Skorri
nefnir, enn nokkuð
heillegt og stöku þiljur
þokkalega á sig komn-
ar. Þegar húsinu hafði
verið bjargað frá tor-
tímingu var ljóst að næstu ákvörð-
un varð að taka; ákvörðunina um
endurbyggingu þess því menning-
arsögulegt gildi hússins fyrir
framdalinn er ótvírætt.
Hús á jörðum ríkisins
Landnámsjörðin Vatnshorn er
ein af þeim jörðum sem eru á for-
ræði Skógræktar ríkisins. Svo
sviplega hefur tekist til með lög
um þá stofnun að löggjafinn hefur
hingað til ekki ætlað henni að sjá
um húsakost á jörðum sínum. Þá
hefur ríkisvaldið ekki heldur tekið
af skarið og mótað stefnu um
varðveislu menningarminja á rík-
isjörðum og nýtingu þeirra. Því er
nú svo sorglega komið um land
allt að hús í okkar eigu – ríkiseigu
– eru að drabbast niður af því rík-
isstjórnir og embættismenn hafa
ekki áttað sig á mikilvægu hlut-
verki sínu í menningarsögulegum
efnum. Pakkhúsið í Vatnshorni
nýtur þess þó að eiga velunnara
og í vetur tók Skógrækt ríkisins
myndarlegt skref og gaf timbur til
endursmíðinnar og norskir Pakk-
hússvinir hafa gefið fé til verksins.
Felld voru grenitré á Stálp-
astöðum og 14. ágúst í sumar mun
Pakkhúsið rísa á ný á sínum forna
stað – fyrst íslenskra húsa sem að
mestu er viðað úr innlendum
skógi. Fer vel á því þar sem nú er
Alþjóðlegt ár skóga, að fagna slík-
um tímamótum í viðarnýtingu.
Vinir Pakkhússins
Endurreisn Pakkhússins í
Vatnshorni verður vonandi tákn
nýrra tíma í ýmsum skilningi og
tilefni hátíðarhalda. Vígsluhátíðin
verður þó ekki fyrr en húsið er
risið og það þarf að vanda grunn-
inn. Til að það takist verður stofn-
að félagið: „Vinir Pakkhússins“
sem hefur þann skýra og bók-
staflega tilgang að leggja góðan
grunn að húsinu í sumar. Félagið
verður opið öllum sem vilja leggja
málinu lið og í því skal ríkja glað-
værð og samvinna. Svo mikið er
víst! Félagið verður stofnað 22.
maí nk. í lok minningardagskrár
um Svein Skorra Höskuldsson
sem Snorrastofa í Reykholti og
Bókmennta- og listfræðastofnun
Háskóla Íslands standa saman að.
Ertu „vinur Pakkhússins“ ?
Eftir K. Huldu
Guðmundsdóttur » Þegar húsinu hafði
verið bjargað frá
tortímingu var ljóst að
næstu ákvörðun varð að
taka; ákvörðunina um
endurbyggingu þess því
menningarsögulegt
gildi hússins fyrir fram-
dalinn er ótvírætt.
K. Hulda
Guðmundsdóttir
Höfundur er kirkju- og skógarbóndi
á Fitjum.
Þau stórkostlegu tíð-
indi bárust fyrir nokkr-
um dögum að Samherji
með Þorstein Má Bald-
vinsson forstjóra í
broddi fylkingar hefði
keypt eignir Brims á
Akureyri.
Eins og fram hefur
komið fylgir með í
kaupunum fiskvinnsla
hér á Akureyri og á
Laugum auk tveggja togara. Það
mun svo sannanlega ylja öllum Ak-
ureyringum um hjartaræturnar að til
er orðið aftur Útgerðarfélag Ak-
ureyringa en það mun þetta nýja
dótturfélag Samherja eiga að heita.
Starfsmenn er um 150 til að byrja
með. Haft er eftir Þorsteini Má að
viðskiptin séu tilfinningalegs eðlis og
„rætur okkar liggja hér“ sagði hann.
Þarna vantar ekki „þjóðernis“-
hugsunina og að vera trúr sinni
heimabyggð. Og ennfremur er þarna
á ferðinni maður áræðinn svo ekki sé
meira sagt, sem þorir að taka stórar
og veigamiklar ákvarðanir og lætur
reyna á þær sínu byggðarlagi til
heilla. Þegar Björgólfur Guðmunds-
son fyrir hönd Eimskips, sá sem öllu
réð í Landsbankanum, sá til þess að
selja Guðmundi Kristjánssyni ÚA ár-
ið 2004 bað ég Björgólf, en við vorum
góðir kunningjar þá, að selja ÚA ekki
í hendur aðkomumanna vitandi það
að KEA hafði áhuga á fyrirtækinu.
Svarið sem ég fékk frá Björgólfi er
ekki birtingarhæft.
Það hefur lengi síðan verið draum-
ur minn að sjá þetta fyrirtæki aftur í
höndum heimamanna. Hafðu þökk
fyrir þína miklu framtakssemi, Þor-
steinn Már Baldvinsson.
Hvað með KEA?
Aðalfundur KEA var haldinn fyrir
skömmu og eru ekki allir jafn ánægð-
ir með framgang mála hjá þessu gam-
algróna akureyrska fyrirtæki. Lítið
fer fyrir fjárfestingum eða öðrum
uppgangi hjá félaginu svo eftir sé tek-
ið og virðist helst hjakk-
að í sama farinu og eini
hagnaðurinn vextir af
nokkrum milljörðum í
sjóðum. Í lok fundar var
óskað eftir tillögum frá
félagsmönnum um sitt-
hvað, sem til fram-
dráttar og uppbygg-
ingar mætti verða fyrir
félagið. Mín tillaga er sú
að KEA losi sig við eitt-
hvað af þeim fjárfest-
ingaverðbréfum sem
það er búið að bögglast með ár frá ári
í 20 til 30 smáfyrirtækjum og gefa
ábyggilega misjafnlega mikið eða lítið
af sér. Mér sýnist þau ekki öll vera
burðug. Enga góðgerðarstarfsemi
nema hún eigi sannanlega rétt á sér. Í
annan stað feti KEA svolítið í spor at-
hafnamannsins Þorsteins Más þó það
sé erfitt, en e.t.v. má leita ráða, og
kaupi eitthvað af tonnunum hans
Guðmundar í Brimi og eins og tvo
togara með. Til að byrja með mætti
leggja upp hjá Samherja meðan leit-
að væri annarra leiða, t.d. er kona ein
mjög velviljuð KEA og býr bæði yfir
nokkrum tonnum og fiskvinnslu að
auki. Það hafa birst tölur af góðum
hagnaði sumra útgerða og þurfum við
ekki annað en líta til kaupfélags í
byggðarlagi ekki langt héðan, sem
skilaði 2,5 milljörðum í hagnað fyrir
síðasta ár og sagt er að það sé að
miklu leyti að þakka útgerð félagsins.
Þeir fiska sem róa.
En það verður að taka hendur úr
vösum og jafnvel standa upp úr stól-
unum því það eru gömul og ný sann-
indi að það kostar peninga að eignast
peninga.
Útgerðarfélag
Akureyringa aftur
til föðurhúsanna
Eftir Hjörleif
Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms
» Það hefur lengi síðan
verið draumur minn
að sjá þetta fyrirtæki
aftur í höndum heima-
manna.
Höfundur er framkvæmdastjóri og fv.
ritstjóri.
Gera má ráð fyrir fjölgun ferða-
manna til Íslands sem nemur hundr-
uðum þúsunda ef aðstæður eru líkar
því sem er í dag á næstu árum. Ekki
er augljóst hvaða skipulag verður
haft við að taka á
móti fjölgun í svo
miklum mæli,
ekkert hefur
heyrst um það.
Það þarf að fjár-
festa í ferðaþjón-
ustu eins og um
stóriðju sé að
ræða enda eru
miklir tekjumögu-
leikar í greininni.
Vekja þarf upp fjárfesta. En augljóst
er að það þarf skipulag svo ekki verði
öngþveiti við svokallaðar nátt-
úruperlur eins og Gullfossi og Geysi
og álíka staði, sem gætu legið undir
skemmdum ef ekki er takmarkaður
aðgangur á álagstímum. Það þarf
auðvitað að vera í lagi með snyrtingu
á stöðunum og fleira. Það liggur því
fyrir að það verði að takmarka að-
gang á staðina á dag.
Íbúar á Hawaii eru 1.300.000,
ferðamenn 7,6 milljónir. Eitt er að
það væri hægt að fjölga við-
komustöðum ferðamanna með mann-
gerðum stöðum.
Ég hef hugsað mikið um af hverju
heita vatnið er ekki notað meira til að
draga ferðamenn til landsins. Með því
að gera það væri hægt að koma á
skipulagi á aðkomu ferðamanna á
þessar náttúruperlur okkar. Gríð-
arlega mikið af heitu vatni rennur út í
náttúruna án þess að það sé notað
nema að litlu leyti, sérstaklega er
þetta á Suðurlandi. Mín hugmynd er
sú að byggðar verði ferðamanna-
miðstöðvar í kringum heita vatnið
sem mætti kalla Vatnagarða (waterp-
ark eins og eru í útlöndum). Þessir
garðar væru með gistingu fyrir mik-
inn fjölda eða um 2.000-3.000 manns
hver sem dveldu þar mislangan tíma
og nytu heita vatnsins sem heilsu-
tengdrar þjónustu. Náttúrulegast er
að gisting sé í litlum timburhúsum.
Ein svona miðstöð ætti að geta tek-
ið á móti um 40.000 ferðamönnum á
ári þegar allt er komið í gang. Þetta
er hugsað sem viðbót við hótelin í
Reykjavík. Í kringum þessa vatna-
garða hefðu þjónustuaðilar aðstöðu
sem byði upp á ferðir til okkar vin-
sælustu náttúruperlna og s.s. hesta-
ferðir, jöklaferðir og fleira. Ferða-
skrifstofur sæju um að bóka á þessar
miðstöðvar ásamt fleirum. Ýmis þjón-
usta þyrfti að vera einnig til dægra-
styttingar og heilsuræktar og önnur
þjónusta eins og hárgreiðslustofur,
nudd og fleira sem áhugavert er að
bjóða upp á, einnig verslanir ým-
iskonar. Þetta er hugmynd til um-
ræðu.
ÁRNI BJÖRN GUÐJÓNSSON
húsgagnasmíðameistari.
Framtíð ferðamála
á Íslandi
Frá Árna Birni Guðjónssyni
Árni Björn Guð-
jónsson