Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 4

Morgunblaðið - 16.05.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Ævintýri í Tyrklandi 11.-21. júní Sannkölluð ævintýraferð um suðvesturströnd Tyrklands. Dvalið verður í Bodrum, Marmaris, Fethiye og Pamukkale. Á hverjum áfangastað er haldið í spennandi kynnisferðir um staðinn og nágrenni hans og eru þær innifaldar í verði ferðarinnar. Fararstjóri er Ólafur Gíslason. Örfá sæti laus í töfrandi sérferð! • Saga • Fornminjar • Kastalar • Siglingar • Léttar göngur • Leirböð • Strandlíf Frá kr. 227.200 Netverð á mann í tvíbýli. Verð í einbýli kr. 251.700 á mann. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3 - 4* hóteli með öllu inniföldu í Bodrum, hálfu fæði á öðrum stöðum. Kynnisferðir samkvæmt leiðarlýsingu. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn. Lágmarksþátttaka er 12 manns. Stjórn Félags leikskólakennara hyggst á aðalfundi í vikunni fara fram á umboð til að láta kjósa um verkfalls- boðun en félagið krefst meiri kjara- bóta en Félag grunnskólakennara náði fram um helgina. Fjóla Þorvalds- dóttir, formaður samninganefndar leikskólakennara, segir að boðað hafi verið til fundar hjá ríkissáttasemjara 23. maí en að óbreyttu sé stefnt að verkfalli í ágúst. Leikskólakennarar voru ekki komnir með samning þegar kreppan skall á 2008 og telja sig því vera ein- um samningi á eftir öðrum kennurum og öðrum háskólamenntuðum stétt- um, hafa dregist aftur úr, að sögn Fjólu. „Við ætluðum að láta verkfallið skella á 22. ágúst en auðvitað von- umst við til að ná samningum fyrir þann tíma,“ segir Fjóla. „Það þýðir ekkert að gera þetta þegar sumarfrí eru að byrja hjá svo mörgum, við verðum að gera þetta þegar skólar hefja aftur störf. Ég veit ekki hvort samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur eitthvað til móts við okkur. Það kemur í ljós 23. maí. Við höldum fast við okkar plan.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við mbl.is að miðað við aðstæður geti kennarar unað við nýjan kjarasamn- ing sem undirritaður var við sveitar- félögin á laugardag. „Við erum búin að vera samnings- laus í rúm tvö ár og höfum beðið lengi eftir þessu. Við vorum að reyna að tryggja það að okkar fólk fengi nýjan kjarasamning áður en sumarleyfi hefjast í næsta mánuði og þetta var niðurstaðan. Að því gefnu að þetta verði samþykkt þá eiga launahækk- anir að koma inn núna strax í júní,“ segir Ólafur. Verulegur kostnaðarauki fyrir sveitarfélögin Heildar-viðbótarkostnaður sveitar- félaganna vegna samningsins er 12% yfir þau þrjú ár sem hann gildir og er hann á svipuðu formi og samningar sem gerðir voru á almenna markaðin- um, segir Inga Rún Ólafsdóttir, for- maður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þessi samn- ingur sé þó tveimur mánuðum lengri en samningur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins. Mörg sveitarfélög hafa verið í fjár- hagsvandræðum undanfarin misseri, sum þeirra hafa undanfarna mánuði reynt í örvæntingu að endurfjár- magna milljarðalán án árangurs, svo að sú spurning hlýtur því að vakna hvort sveitarfélögin ráði almennt við kostnaðaraukninguna sem samning- urinn við grunnskólakennara hefur í för með sér. „Það verður auðvitað erfitt fyrir okkur að mæta þessu en það var búið að leggja línurnar á almenna mark- aðnum og það var tekin ákvörðun um að reyna að fylgja því,“ svarar Inga Rún. kjon@mbl.is Leikskólaverkfall í ágúst?  Félag leikskólakennara krefst meiri kjarabóta en grunnskólakennarar fengu í samningum um helgina hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga Við erum búin að vera samningslaus í rúm tvö ár og höfum beðið lengi eftir þessu. Fjóla Þorvaldsdóttir Gríðarlegt magn af ösku lagðist yfir Laugarárgil og svæðið í kring í kjölfar eldgossins í Eyja- fjallajökli fyrir rúmu ári. Seljavallalaug fylltist af ösku og breyttist í raun úr sundlaug í sand- kassa. Hópur sjálfboðaliða kom saman við laug- ina á laugardag með það að markmiði að koma henni aftur í sitt gamla horf. Sumir þeirra lærðu að synda í Seljavallalaug og var stjórnandi gröf- unnar stórvirku einn af þeim. Úr öskusandkassa í sundlaug Morgunblaðið/Ernir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Þetta er bara fyrst og fremst ömurlegt og leiðinlegt hvernig komið er fram við okkur. Þetta er óskiljanleg harka í aðgerðum bankans,“ segir Einar Bárðarson, eig- andi útvarpsstöðvarinnar Kanans. Þann 20. apríl síðast- liðinn tók Landsbankinn þá ákvörðun að fella niður rekstrarfyrirgreiðslu í formi yfirdráttarheimildar til ÚÍ1 ehf., rekstrarfélags Kanans, og af þeim sökum fékk starfsfólk stöðvarinnar ekki greidd full laun um síðustu mánaðamót. Rekstrarfélagið hefur nú selt tæki og tól útvarpsstöðv- arinnar öðru félagi sem nefnist Skeifan 7. Í tilkynningu frá ÚÍ1 segir að nýja félagið taki við öllum skuldbind- ingum gagnvart starfsfólki Kanans og að starfsemi stöðvarinnar muni halda áfram með óbreyttu sniði. „Þetta var í raun eina leiðin til að bjarga störfum starfs- manna og viðhalda samkeppni á fjölmiðlamarkaði,“ segir Einar. Í fyrrnefndri tilkynningu segir ennfremur að rekstur Kanans hafi verið „réttum megin við núllið“ síð- ustu 9 mánuði og félaginu hafi gengið vel að vinna sig út úr vanda sem fylgdi háum stofnkostnaði þess. Þá segir að starfsemi stöðvarinnar hafi verið á áætlun og reksturinn hafi skilað hagn- aði sem farið hafi fram úr væntingum. Lögmenn athuga nú réttarstöðu ÚÍ1 gagnvart Landsbankanum. Einar seg- ir aðgerðir bankans ekki síst óskiljan- legar í ljósi þess að bankarnir hafi fengið skýr fyrirmæli frá ríkisstjórn- inni um að vinna úr skuldamálum fyrirtækja sem sýna viðunandi rekstrarárangur. „Allt þetta tal um „beinu brautina“ er því í raun innihaldslaust.“ Rekstrarfélagið ÚÍ1 var í viðskiptum við Sparisjóð Keflavíkur en við- skiptin færðust sjálfkrafa yfir til Landsbankans þegar hann yfirtók rekstur Sparisjóðsins. Talsmenn Lands- bankans vildu ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum þeirra og sögðu ekki tíðkast að gefnar væru út yfirlýsingar um mál einstakra viðskipta- vina bankans. „Eina leiðin til að bjarga störfum starfsfólks okkar“  Nýtt rekstrarfélag tekur við útvarpsstöðinni Kananum Einar Bárðarson Útlit er fyrir að þorri þeirra fyr- irtækja sem falla undir sam- komulag um skuldaúrvinnslu lítilla og með- alstórra fyr- irtækja fái tilboð um endur- skipulagningu skulda sinna fyrir 1. júní nk. Þetta kemur fram í til- kynningu frá efnahags- og við- skiptaráðuneytinu. Í einstökum til- vikum munu sumir bankanna þurfa júnímánuð til að ljúka tillögugerð. Tæplega 2.000 fyrirtæki sem Beina brautin svokallaða nær til hafa nú þegar fengið lausn sinna mála hjá bönkunum, samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið hefur kallað eftir. Nær til um 6.000 fyrirtækja Alls nær samkomulagið til um 6.000 fyrirtækja, þ.e. þeirra sem eru með skuldir frá 10 til 1.000 milljóna króna. Um 4.000 þessara fyrirtækja eru í skuldavanda. Um 1.500 hafa neikvæðar rekstrarhorfur og fara því að líkindum í þrot. Önnur hafa þegið tilboð fjármálafyrirtækja um 25% lækkun eftirstöðva erlendra og gengistryggðra lána og enn önnur hafa fengið skuldavanda sinn leyst- an með öðrum hætti en afskriftum. Fjármálafyrirtækin hafa einnig boðið skuldaaðlögun fyrir fyrirtæki sem skulda meira en 1.000 milljónir króna. Bankarnir hafa sett sér markmið um að ljúka þeirri vinnu að mestu leyti fyrir árslok. 4.000 fyrirtæki í vanda Í vinnu Mörg fyrir- tæki eiga í vanda.  1.500 með neikvæðar rekstrarhorfur Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt 28 ára karlmann í 9 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þjófn- að og fyrir að hóta lögreglumönnum á Höfn í Hornafirði lífláti og líkams- meiðingum. Þetta er í þriðja skipti, sem maðurinn er dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni og hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir auðg- unarbrot og líkamsárásir. Maðurinn sagðist ekkert muna eftir atburðum en hljóðupptaka var til af sam- skiptum hans og lögreglumanna. Í fangelsi fyrir hótanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.