Morgunblaðið - 16.05.2011, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.05.2011, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011 Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Harpa var hús barnanna og fjöl- skyldnanna í gær á sérstökum barnadegi á opnunarhelgi þessa nýja tónlistarhúss í Reykjavík. Húsið hef- ur fyllst af lífi en í kringum 32.0000 manns mættu, 10% þjóðarinnar, til að fylgjast með fjölbreyttri dagskrá, þar sem popp, rokk og sígild tónlist fékk að hljóma. Með gestum opn- unarhátíðarinnar á föstudagskvöld og flytjendum lætur nærri að 35.000 manns hafi tekið þátt í opnunarhátíð hússins þessa þrjá daga. Á meðal þess sem var í boði á barnahátíðinni voru Maxímús Mús- íkús-tónleikar með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands en uppselt var á tvenna tónleika í Eldborg, stóra sal hússins. Ljóst er að margir fundu „sér skjól við feiknarstórt hús“ um helgina líkt og sungið er í laginu um Maxa. Börn- in trítluðu líka hugfangin um tónlist- arhúsið rétt eins og músin og voru fróðleiksfús. „Það var svo gaman að sjá salinn fyllast af börnum og fjölskyldum,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. „Húsið lifnaði við á nýjan hátt og maður sá þarna næstu kynslóð í landinu, þá kynslóð sem mun þykja sjálfsagt að eiga þetta hús. Hún tók svo vel á móti húsinu og þá finnst manni það mark- mið nást að þetta verði hús okkar allra og næsta kynslóð komi til með að gera það að sínum vettvangi,“ segir hún og finnst mikilvægt að börnin hafi sína eigin ástæðu til að koma í Hörpu. „Eitthvað sem er hugsað útfrá þeim og fyrir þau,“ seg- ir hún og vill að öllum börnum í land- inu finnist þetta vera sitt hús. „Það var þetta sem lagt var af stað með í skipulagningu helgarinnar, að ná til allra þessara hópa og rétta þeim húsið á þeim forsendum sem hæfir hverjum hópi fyrir sig. Það er mikilvægt að það verði ekki bara breidd í verkefnavali heldur líka not- endum hússins.“ Hús á hárréttum tíma Hún segir að neikvæðu raddirnar séu að hljóðna. „Ég vissi alltaf að það yrði ekki fyrr en húsið væri opnað og maður gæti sýnt hvað raunverulega stæði til með starfseminni, þá myndu raddirnar verða rólegri og jákvæðari, og það er nákvæmlega það sem hefur gerst,“ segir Steinunn Birna, sem vill að húsið komi öllum við, það verði eitthvað sem fólk hugsi jákvætt til. „Ég lít á það sem mína áskorun að gefa fólki tilefni til þess að það verði raunin og það komi hingað sem oftast,“ segir hún en opnunarhelgin lofar góðu. Steinunn Birna er að sjálfsögðu ánægð með þessa miklu aðsókn að húsinu um opnunarhelgina. „Þetta er vonum framar. Þó það hafi verið svona mikil aðsókn var aldrei of stappað í húsinu, það tekur svo vel við fjöldanum. Það er ný upplifun að sjá svona marga ánægða Íslendinga undir sama þakinu,“ segir hún og hlær. „Ég held að þetta komi á hár- réttum tíma því við þurftum eitthvað til að verða stolt af á réttum for- sendum.“ Morgunblaðið/Ernir Barnahátíð Eldborgarsalurinn fylltist af börnum og fjölskyldum á tvennum Maxímús Músíkús-tónleikum. Trítluðu hugfangin um tónlistarhús  Börn og fjölskyldur áttu daginn í Hörpu í gær  32.000 manns sóttu tónlistarhúsið heim á laugardag og sunnudag Nestistími Yngsta kynslóðin gat skoðað allt tónlistar- húsið en þar eru næg sæti til að endurnýja kraftana. Útsýnissvalir Þessi höfðu gott útsýni og voru svo heppin að hafa sleikjó með sér á tónleikunum. Sungið og spilað 420 flytjendur úr tónlistar- og grunnskólum Reykjavíkur komu fram á barnahátíðinni, sem haldin var í Hörpu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.