Morgunblaðið - 16.05.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MAÍ 2011
✝ Jens JóhannesJónsson fædd-
ist í Mýrarkoti í
Húnavatnssýslu 1.
maí 1921. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi laug-
ardaginn 7. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jón
Kristvinsson bóndi
og Guðný Anna
Jónsdóttir hús-
móðir. Jens fluttist á fyrsta ald-
ursári með foreldrum sínum til
Skagafjarðar þar sem þau
bjuggu fyrst á Vatnsleysu og
síðar í Garðakoti í Hjaltadal.
Jens var sjötti í röð átta systkina
sem öll eru látin nema einn
bróðir, Róar, f. 1923.
Jens kvæntist Sólveigu Ás-
bjarnardóttur kennara, f. 26.
janúar 1926, þann 3. apríl 1954.
Börn Sólveigar og Jens eru: 1)
Anna, f. 18. desember 1953, gift
Sigurði V. Viggóssyni, f. 1953.
Þeirra börn eru: a) Snæbjörn, f.
1974, sambýliskona Jóhanna
Þuríður Másdóttir, f. 1973,
þeirra börn eru Karl Jakob, f.
2001 og Maríanna Rín, f. 2004 b)
Birgissyni, f. 1967. Þeirra börn
eru: a) Hákon Freyr, f. 1991, b)
Ester Elísabet, f. 1997 og c)
Baldvin Bjarki, f. 2002.
Fyrir átti Jens soninn Jóhann
Friðgeir, f. 1948, kvæntur Guð-
laugu Aðalsteinsdóttur, f. 1949.
Þeirra börn eru: a) Aðalsteinn
Davíð, f. 1972, d. 2007. Börn Að-
alsteins og Ingibjargar Aspar
Júlíusdóttur, f. 1975, eru Íris
Rakel, f. 2005 og Ragnar Páll, f.
2006. b) Bjarni Borgar, f. 1973,
sambýliskona Valgerður Kristín
Guðbjörnsdóttir, f. 1972. Þeirra
börn eru Freydís Rós, f. 1997 og
Elísa Rut, f. 2000. 3) Benedikt
Heiðar, f. 1978.
Jens útskrifaðist sem búfræð-
ingur frá Hólum árið 1944. Jens
kom víða við á sinni starfsævi.
Hann vann í nokkur ár í raf-
geymaverksmiðjunni Pólar, í
Mjólkursamsölunni við út-
keyrslu og við leigubílaakstur.
Frá árinu 1978 og fram til sjö-
tugs, er hann hætti að vinna,
vann hann hjá Kjötvinnslunni
Goða. Jens var áhugasamur um
spilamennsku og spilaði brids
reglulega um árabil. Hann var
einnig áhugasamur um allar
íþróttir og þá sérstaklega knatt-
spyrnu og hélt hann með knatt-
spyrnufélaginu Fram alla tíð.
Útför Jens verður gerð frá
Áskirkju í dag, mánudaginn 16.
maí 2011, og hefst athöfnin kl.
15.
Stefanía, f. 1979,
sambýlismaður
Sveinn Krist-
jánsson, f. 1984.
Þeirra börn eru
Kristján, f. 2008 og
Klara Margrét, f.
2009 c) Magnús, f.
1981 og d) Lilja, f.
1986. 2) Ásbjörn, f.
3. apríl 1955, kvænt-
ur Vilborgu
Tryggvadóttur Tau-
sen, f. 1963. Þeirra börn eru: a)
Egill, f. 1991 og b) Sólveig, f.
1994. 3) Jón Haukur, f. 11. janúar
1958, kvæntur Berglindi Björk
Jónasdóttur, f. 1959 . Þeirra börn
eru: a) Auður Harpa Andrés-
dóttir, f. 1977, hennar sonur er
Róbert Andri, f. 1995, b) Jökull
Ernir, f. 1988. 4) Ástríður Jó-
hanna, f. 18. júní 1960, gift Ragn-
ari Kjærnested, f. 1957. Þeirra
börn eru: a) Jens Pétur, f. 1981, b)
Sólveig Lára, f. 1985, sambýlis-
maður Jóhann Ingi Jóhannsson, f.
1983, dóttir þeirra er Katrín Ásta,
f. 2010 og c) Guðrún Helga, f.
1991, unnusti Arnór Freyr Stef-
ánsson, f. 1991. 5) Erla Sesselja, f.
18. október 1966, gift Gunnari F.
Það er komið að kveðjustund.
Þó að pabbi hafi verið kominn vel
til ára sinna er söknuðurinn og
missirinn engu að síður sár.
Hugurinn leitar til baka til
bernskunnar og minningarnar
lifna við. Pabbi vann mikið og oft
var það svo að hann var lítið
heima. En þrátt fyrir langan
vinnudag þá fann hann tíma fyrir
okkur krakkana. Ferðir á Þing-
velli og Laugarvatn með teppi og
nesti sitja í minningunni. Þá var
líka vinsælt að stoppa í Eden í
Hveragerði og kaupa ís. Oftast
var það svo að við vorum ekki
komin lengra en upp að Rauða-
vatni þegar allir í bílnum voru
brostnir í söng. Skátalög, Þórs-
merkurljóð, að ógleymdum Loff
malakoff, voru sungin hástöfum.
Á haustin fórum við gjarnan í
berjamó. Þá þótti mér best að
fylgja pabba eftir. Hann var dug-
legur við að finna góð krækiberja-
lyng krökk af berjum. En hann
vildi ekki tína með mér heldur
lagðist í grasið með hendur aftur
fyrir aftan hnakka og naut þess að
vera úti í náttúrunni. Þegar afa-
hlutverkið tók við af föðurhlut-
verkinu þá sáum við nýja hlið á
pabba. Afa sem var alltaf til í að
leika við barnabörnin, fór niður á
fjóra fætur og skreið með þeim
um gólfin, sýndi þeim spilagaldra
og lék við þau á ýmsan hátt. Þegar
barnabörnin urðu eldri var alltaf
hægt að hringja í afa Jens þegar
vantaði hjálp við heimalærdóm-
inn. Íslendingasögurnar, stafsetn-
ing, málfræði, landafræði. Þau
komu aldrei að tómum kofunum
hjá afa. Ef hann vissi ekki svarið
þá var það segin saga að stuttu
seinna var hringt, afi í símanum
og búinn að finna svarið við spurn-
ingunni. Þá var alltaf vinsælt hjá
barnabörnunum að gista hjá
ömmu og afa í Dalselinu. Þar
fengu þau góðan mat, eitthvað
klassískt eins og kjötbollur eða
bjúgu sem runnu ljúflega niður í
barnabörnin sem voru vanari
öðruvísi mat heima hjá sér. Þá var
gjarnan tekið í spil og barnabörn-
unum sinnt af umhyggju sem
ömmum og öfum einum er lagið.
Eitt sinn spurði ég pabba að því
hvort hann tryði á líf eftir dauð-
ann. Hann svaraði því til að það
gerði hann í þeim skilningi að
hann lifði áfram í börnum sínum
og afkomendum þeirra. Þetta lýs-
ir pabba vel enda var hann alltaf
stoltur af hópnum sínum. Það var
sama hversu stórir eða smáir sigr-
arnir voru, alltaf var pabbi jafn
stoltur og sannfærður um að við
stæðum okkur framúrskarandi
vel í öllu því sem við tækjum okk-
ur fyrir hendur. Það er því sorg-
legt til þess að hugsa að hann
verður ekki til staðar nú í vor þeg-
ar þrjú af barnabörnunum út-
skrifast úr menntaskóla. Hann
hefði verið manna stoltastur af
þeim og notið þess að fá að taka
þátt í því að fagna þessum áfanga
með þeim. Við hefðum svo gjarn-
an viljað að pabbi hefði fengið að
njóta með okkur sumarsins og
birtunnar sem framundan er en
enginn ræður sínum næturstað.
Við sitjum eftir með söknuð í
hjarta en líka gleði. Við gleðjumst
yfir lífi hans og erum þakklát fyrir
að hafa fengið að vera hluti af því.
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi, hafðu þökk yfir allt og hvíl í
friði.
Erla, Gunnar, Hákon,
Ester og Baldvin.
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem)
Guð blessi minningu þína.
Hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst
okkur.
Ásbjörn, Vilborg, Egill
og Sólveig.
Það er löng lífsleið frá Mýrar-
koti í Laxárdal í Dalsel í Reykja-
vík. Hann ætlaði sér að verða
bóndi, fékk snemma áhuga á póli-
tík, fór á sellufundi, kaus Fram-
sókn en varð eldblár sjálfstæðis-
maður. Kom til Reykjavíkur 1942
eftir nám í Bændaskólanum á
Hólum og fór að vinna hjá Geira í
Eskihlíð. Tók síðan bílpróf og
gerðist bílstjóri á Siglufirði og fór
víða, t.d. til Vestmannaeyja á ver-
tíð en þar kynnist hann konu sinni.
Er ég kveð tengdaföður minn
og vin er margs að minnast og fyr-
ir það vil ég þakka. Allar þær sum-
arbústaðarferðir sem við fórum
saman, veiðiferðir, hvort sem farið
var í laxveiði vestur á firði eða sil-
ung. Rjúpuferðir, fótboltaferðir
og sólarlandaferðir. Fótboltaferð
okkar til London er minnisstæð,
þá var gaman. Þú bjóst yfir mikl-
um fróðleik sem þú hafðir gaman
af að deila. Áttir til að varpa fram
vísum á góðri stundu. Hélst
verndarvæng yfir börnum og
barnabörnum. Takk fyrir allt.
Minning um góðan tengdaföður
mun lifa.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sjáumst síðar.
Ragnar.
Elsku hjartans tengdapabbi.
Nokkrar línur til að þakka þér
fyrir að taka svona fallega á móti
mér fyrir allöngu inn í fjölskyld-
una þína þegar sonur þinn Jón
Haukur kynnti okkur á aðfanga-
degi.
Þú varst einstakur maður sem
umvafðir okkur öll, börnin þín,
tengdabörn, barnabörn og barna-
barnabörn. Allir voru alltaf vel-
komnir.
Þú hafðir áhuga á öllu og öllum
og fylgdist vel með. Víðlesinn,
fróður og fallegur maður.
Og svo áttirðu hana ömmu
Lollu sem bakaði handa þér
hjónabandssælu í hartnær 60 ár
og pönnukökur á hverjum sunnu-
degi og þá flykktist öll fjölskyldan
til ykkar.
Það ættu öll heimili að eiga eina
ömmu Lollu og einn afa Jens.
Gleðistuðullinn mundi hækka á
landsvísu.
Nú syrgir þig amma Lolla og
fjölskyldan öll, en ég er handviss
um að það verður fallega tekið á
móti þér á öðrum stað.
Svo hittumst við seinna, og þá
fáum við okkur sveitakjöt, ég og
þú og ég raula þér lag og þú segir
mér sögur og ferð með fyrir mig
kvæðabálk.
Heimurinn var betri með þig í
honum.
Takk fyrir mig.
Tengdadóttir þín,
Berglind Björk.
Kæri tengdapabbi, nú ertu far-
inn eftir nokkra vikna hetjulega
baráttu á sjúkrahúsi eftir slys.
Ekki hvarflaði að mér eða öðrum
að þessu jarðlífi væri nær lokið
þegar þú fyrir skömmu komst
hress og kátur úr einum af þínum
daglegu göngutúrum og vorið var
rétt byrjað að kíkja. En svona er
víst lífið, allt bjart og fallegt einn
daginn og þann næsta er allt orðið
breytt.
Tengdapabbi var vissu leyti
einstakur maður og áhugasviðið
vítt. Við náðum saman á sviði
ljóðabóka, almenns fróðleiks úr
bókum og síðan í veiði, hvort sem
var með stöng eða byssu. Á seinni
árum voru veiðitúrar stundaðir
þegar tækifæri gafst og var áhug-
inn mikill hjá báðum. Ávallt var
spenna í lofti áður en farið var af
stað og alveg þar til einhver veiði
var fengin. Það var líka merkilegt
hvað krafturinn og áhuginn var
mikill, því það eru ekki margir
sem komnir eru á níræðisaldur,
sem fara til fjalla til rúpnaveiða,
eins og ég minnist enn gjörla. Þá
var gengið um fjöllin hér fyrir
vestan allt upp í hálfan dag og sá
varla þreytu á karli. Annað áhuga-
málið var knattspyrnan og var
gaman að fylgjast með þér bæði á
vellinum og ekki síður við sjón-
varpið við að horfa á knattspyrnu,
því það var eins og þú væri sjálfur
í öllum spyrnum og tæklingum á
vellinum.
Síðan má ekki gleyma léttleik-
anum og samskiptum við barna-
börnin og langafabörnin, hvort
sem þú varst í boltaleik með þeim
eða liggjandi endilangur á gólfinu
að leika og kjá við þau. Þarna
mátti ætla að væri unglingur á
ferð en ekki einn á áttræðis- eða
níræðisaldri.
Með þessum fáu orðum vildi ég
þakka samveru og viðkynningu til
margra ára og sendi Lollu og öll-
um afkomendum ykkar og ástvin-
um innilegar samúðarkveðjur
með vissu um að hinum megin er
hægt að taka góða göngutúra í
fögrum sveitum og ekki síður að
fara til veiða og stunda knatt-
spyrnu.
Þinn tengdasonur,
Sigurður Viggósson.
Jens var alltaf stoltur af því að
vera kallaður afi. Ekki minnkaði
stoltið þegar langafatitillinn bætt-
ist í safnið fyrir tíu árum. Hann
var svo ljúfur og góður við barna-
börnin og barnabarnabörnin þeg-
ar þau komu í heimsókn. Hann
lagðist á gólfið og lék sér með
þeim, að leikfangadýrum og öðru
dóti. Settist svo við eldhúsborðið
og ræddi heimsmálin við fullorðna
fólkið af innsæi og alvöru. Hann
var með sterkar skoðanir á hlut-
unum og gat alltaf fært góð rök
fyrir máli sínu, enda vel lesinn og
vakandi yfir málefnum líðandi
stundar. Það var stundum eins og
að tefla krefjandi skák að rökræða
við hann um menn og málefni;
upphaf og endi alheimsins og allt
þar á milli. Hann opnaði augu mín
oft fyrir hlutum sem ég hafði ekki
leitt hugann að. Það hjálpaði líka
til að á meðan á umræðum stóð
var hægt að gæða sér á pönnsum
eða öðru góðgæti sem Lolla amma
hafði töfrað fram, að því er virtist
fyrirhafnarlaust.
Við afi fórum stundum á völlinn
en hann hélt með Fram í knatt-
spyrnunni af miklum ákafa. Hann
lifði sig inn í leikina allt frá fyrstu
mínútu og spennan magnaðist
stöðugt þegar leið á. Hann lét leik-
menn og dómara heyra það ef
honum fannst þeir ekki vera að
standa sig. Þessi dagfarsprúði og
ljúfi maður breyttist í illvígan og
óbilandi stríðsmann í 90 mínútur,
hver vöðvi líkamans spenntur til
hins ýtrasta, reiðubúinn í átök.
Eftir lokaflautið rjátlaði þó strax
af honum og við skelltum okkur í
ísbúð eða bara í heimabaksturinn
hjá Lollu ömmu.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt Jens fyrir afa. Eftir því sem ég
þroskaðist kynntist ég honum á
nýja vegu, og alltaf fannst mér
meira og meira til hans koma eftir
því sem ég varð eldri.
Við afi ræddum oft um ljóða-
gerð og kvæði, sérstaklega var
hann hrifinn af vel ortum limrum
og ferskeytlum. Hann lagði alltaf
áherslu á að ljóð uppfylltu kröfur
bæði um innihald og form. Þá
kunni hann líka að meta óbundinn
kveðskap, ef vel var ort. Sá sem
ætlar að spreyta sig á kveðskap,
skal gera það af vandvirkni og
virðingu fyrir viðfangsefninu, ekk-
ert hálfkák. Hann leiðbeindi mér
af þolinmæði og þekkingu þegar
ljóðagerð bar á góma.
Við eigum öll eftir að sakna þín,
elsku afi. Þú gafst okkur öllum svo
mikið á þinn hógværa og hægláta
hátt. Þú munt lifa áfram í huga
okkar allra.
Snæbjörn.
Elsku besti afi minn. Það kom
að því að þú hafðir rétt fyrir þér.
Síðustu jól voru þín síðustu með
okkur. Ég man ekki í hversu mörg
ár þú hefur sest niður á aðfanga-
dagskvöldi og sagt okkur að nú
væru þetta örugglega þín síðustu
jól. Við vorum ekki mikið að taka
mark á þér enda eldhress og yf-
irleitt stálhraustur. Það verða
ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi
að lifa níutíu góð ár. Þetta end-
urtek ég fyrir sjálfri mér aftur og
aftur til að reyna að sefa sorgina
og söknuðinn. Ég hef alltaf trúað
því að þú myndir einfaldlega sofna
svefninum langa heima eina nótt-
ina en slysin gera ekki boð á und-
an sér. Fyrir margt er ég þér
þakklát og eftir standa margar
góðar minningar. Elsku þú að
lauma að mér rausnarlegum
nammipening, elsku þú á fjórum
fótum að leika við Katrínu Ástu,
elsku þú á bjöllunni heima, fór
ekki á milli mála hver var á ferð!
Elsku þú að leyfa Katrínu Ástu að
rífa í nefið þitt, elsku þú á göngu
um hverfið.
Ég er ævinlega þakklát fyrir að
hafa fengið að kveðja þig og svo
þakklát fyrir að Katrín Ásta hafi
getað glatt þig á þínum síðustu
dögum. Ég vona og trúi að þú haf-
ir vitað um og fundið fyrir nær-
veru okkar allra á þessum tíma.
Hafðu það gott með hinum engl-
unum.
Hver minning er dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir samveruna, elsku afi
minn.
Saknaðarkveðja,
þín
Sólveig Lára.
Elsku besti afi. Ég trúði því
varla þegar pabbi sagði mér að þú
værir farinn. Ég var svo viss um
að þú myndir komast í gegnum
þetta á þrjóskunni. En ég vona að
þú sért kominn á betri stað, þar
sem allur sársaukinn er farinn.
Ég á eftir að sakna þess að sjá
þig á göngu um hverfið, ég á eftir
að sakna þess að sjá þig í ömmu-
kaffi á sunnudögum, ég á eftir að
sakna vísnanna þinna, ég á eftir að
sakna svo óteljandi hluta um þig.
Ég er samt þakklát fyrir að hafa
fengið að kveðja þig og hafa átt
með þér stundir áður en þú fórst
frá okkur.
Takk fyrir allt, elsku besti afi
minn, þú munt alltaf eiga vísan
stað í hjarta mínu.
Þín minning öllu skærar skín
þó skilji leið um sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn
mun sólin brjótast inn.
Við biðjum Guð að gæta þín
og greiða veginn þinn.
(GÖ)
Saknaðarkveðja,
Guðrún Helga Kjærnested.
Fyrstu kynni mín af Jens Jóns-
syni voru í Álftagerði, æskuheimili
okkar systkinanna á bökkum Mý-
vatns. Að vísu voru þeim tengdar
blendnar tilfinningar, því mér
fannst að Jens væri að sumu leyti
að stela frá okkur Sólveigu, Lollu
móðursystur minni, sem jafnan
fyllti húsið af gleði og skemmtun
þegar hún kom í heimsókn. „Hún
er komin með hring!“ sagði
mamma við morgunverðarborðið
einn daginn, og svo hlógu þær
systur. Þarna bundust heit sem
entust ævina, nærfellt sextíu ár.
Þegar ég síðar kom til náms
hér í höfuðborginni, fékk ég að
njóta þess hve traustur vinur
þessi maður reyndist mér. Ein-
hvern veginn leit ég á Jens sem
sambland af föður og bróður.
Jens, verkstjóri í rafgeyma-
verksmiðjunni Pólum, ók daglega
heim í hádegismat og tók mig,
skóladrenginn að norðan, jafnan
með sér. Heimili þeirra Lollu var
mér mitt annað heimili fyrstu
námsárin í háskóla.
Leiftur minninga koma fram í
hugann, svo sem: Jens að leið-
beina mér í akstri á aurugum veg-
um austan fjalls, og þegar ég var
að missa stjórn á bifreiðinni sagði
hann ekki orð en fór að líta eftir
því hvar heppilegast væri að lenda
bílnum utan vegar. Stundum er
gott að þegja saman. Jens að spila
brids, klókur og hugmyndaríkur.
Jens að ræða stjórnmál, hógvær
en með ákveðnar skoðanir. Jens í
síðustu ökuferð okkar austur fyrir
fjall á liðnu hausti að rifja upp
gamlan kveðskap eftir sjálfan sig
og aðra, því að hann var góður
hagyrðingur og unni ljóðlist bæði í
bundnu máli og óbundnu.
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinirnir mínir heima.
Og andlitin sem þér ætíð fannst
ekkert þokaði úr skorðum
hin sömu jafn langt og lengst þú
manst
ei ljóma þér sem forðum.
(Þorsteinn Valdemarsson)
Heimili Jens og Lollu stóð okk-
ur systkinunum frá Álftagerði
ætíð opið og þau voru alltaf tilbúin
til þess að greiða götu okkar. Nú
þegar leiðir okkar Jens skilja
þakka ég forsjóninni fyrir að hafa
leyft mér að njóta kynnanna við
hann, vináttu hans og velgjörða.
Sendi samúðarkveðjur okkar
Ingibjargar, systkina minna og
maka þeirra til Lollu og hins stóra
afkomendahóps.
Atli Dagbjartsson.
Tilgangi lífsins skilaðir þú svo
sannarlega, að minnsta kosti í
þeirri mynd sem þú túlkaðir hann
fyrir mér um síðustu jól. Mér er
það afar kært að hafa fengið að
verja síðustu jólum með þér. Sér-
staklega vegna þess að ég spurði
þig um tilgang lífsins og fékk mjög
góð svör við þeirri spurningu. Sú
viska, þekking og hugulsemi sem
bjó í þér var með eindæmum. Að
hlusta á þig segja frá hinu og
þessu var skemmtilegt. Ég hafði
hvað mest gaman að því þegar þú
fórst að tala um Kóraninn. Þú
hafðir nú ekki mikið álit á því riti
og fussaðir hreinlega yfir því sem
þar stóð. Þegar við fórum í veiði á
Vífilstaðavatni er mér einnig mjög
kært að hugsa til. Að horfa á eftir
þér þramma um bakkana í leit að
góðum veiðistað var einstakt.
Að þú skulir vera farinn frá
okkur er erfitt að sætta sig við.
Þegar ég lít til baka á allar þær
góðu stundir sem við áttum saman
hugsa ég til þess sem þú sagðir við
mig um jólin. Við sem einstakling-
ar verðum að njóta lífsins á meðan
við getum. Við sem dýrategund
verðum að fjölga okkur því annars
deyjum við. Þú hefur svo sannar-
lega uppfyllt þessa tvo þætti. Ég
þakka þér kærlega fyrir þær góðu
stundir sem við áttum saman og
ekki síður þær síðustu. Þú munt
ávallt vera mér minnistæður fyrir
góðsemi þína og hversu örlátur þú
varst.
Megi guð vera með þér, Jens.
Jóhann Ingi.
Jens Jóhannes
Jónsson